Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Qupperneq 95
Norræn jól
Norræna félagiá
Starf þess á árinu
Ársrit félagsins, Nordens Kalender, gat ekki sökum stríðsins komið út á ár-
inu 1940. Félagið samdi þess vegna við ísafoldarprentsmiðju um kaup a nægilega morgum
eintökum fyrir alla félagsmenn sína, af bókinni „Svíþjóð á vorum dögum", eftir Guðlaug
Rósinkranz og var hún því ársrit félagsins 1940. Bókin var þó ekki fullprentuð fyrr en í
janúarbyrjun 1941 og var þá send til félagsmanna.
í ár kemur þetta rit, er hlotið hefur heitið „Norræn jól“, sem ársrit félagsins og
er ætlazt til að svo verði framvegis. Þess má geta, að allir höfundarnir. er í ritið skrifa,
að undanteknum þeim erlendum rithöfundum, sem þjtt er eftir, eru félagsmenn í Mor-
ræna félaginu; sama gildir og um alla teiknarana.
J ó 1 a ú t v a r p hafði félagið í fyrsta sinn á jóladaginn síðastliðið ár og stóð það frá
kl. 3—4. Dagskráin var þannig: Formaður félagsins, Stefán Jóh. Stefánsson félagsmála-
ráðherra, flutti stutt ávarp á íslenzku. Þar næst voru fluttar jólakveðjur til Norðurlanda-
búa á öllum Norðurlandamálunum. Á undan hverri jólakveðju voru leikin nokkur þjóðlög
þeirrar þjóðar, sem kveðjan var stíluð til, en á eftir þjóðsöngur landsins. Dagskránni lauk
með jólakveðju á íslenzku og íslenzka þjóðsöngnum
Fyrirlestur hélt finnski undirforinginn, Runar Vuoristo, þann 20. janúar í Kaup-
þingssalnum, um varnarstríð Finna við Rússa veturinn 1939-1940. Fyrirlesarinn hafði
sjálfur tekið þátt í stríðinu. Að fyrirlestrinum loknum var Finnlandskvikmynd sýnd. Fyrir-
lesturinn var mjög vel sóttur.
Skemmtifund hélt félagið í Oddfellowhúsinu 2. apríl. Löjtnant Marstrander
talaði um innrás Þjóðverja í Noreg. Frú Guðrún Ágústsdóttir söng lög eftir Grieg með
undirleik Páls ísólfssonar. Að einsöngnum loknum sungu fundarmenn þjóðsöngva allra
Norðurlandanna undir stjórn Páls ísólfssonar. Hefti með þjóðsöngvum allra Norðurland-
anna var útbýtt á fundinum. Loks var dans. Fundurinn var fjolsottur.
Aðalfundur félagsins var haldinn í Oddfellowhúsinu 22. apríl. Ritari félagsins
flutti skýrslu um starf félagsins á liðna árinu. 934 félagsmenn voru í félaginu samtals á
öllu landinu og hafði þeim fjölgað um 45. Þrjár deildir voru starfandi utan Reykjavíkur:
Á Akureyri með 50 félaga, á ísafirði með 30 og Siglufirði með 75 félaga. Sú breyting var
gerð á lögum félagsins, að ársgjaldið var hækkað, sökum aukinnar dýrtíðar, úr kr. 7.00 í
kr. 10.00, en ársgjald skóla og félaga er óbreytt, kr. 25.00. Fjárhagur félagsins var góður.
Skuldlausar eignir félagsins voru kr. 3 145.39. Tekjur og gjöld hafði hvort um sig numið
93