Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Side 98

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Side 98
Norræn jól Avörp sendiherranna í þýðingu SV O langt sem við getum skyggnzt aftur í söguna, jafnvel aftur í rökkur eir- og steinaldanna, finnum vér ekkert, sem bendir til annars en að Norðurlandaþjóðirnar hafi ræktað land sitt og stundað fiskveiðar frá ströndum þeirra sem frjálsir menn. Þegar sólin breytti göngu sinni í skammdeginu og hvarf aftur til norðurs, hylltu hinir fornu Norðurlandabúar jólaguðinn Jólni, er síðar nefndist Óðinn, með blótfórnum og drykkju- veizlum, þar sem þeir stigu á stokk og strengdu heit, við freyðandi mjaðarhorn og vopnaglym, um miklar dáðir. I þessi rúm 1000 ár, sem rituð saga vor nær yfir, hafa Norðurlandaþjóðirnar stundað störf sín sem frjálsir menn, og aldrei fyrr hafa vondir tímar varpað jafn ógn- andi skuggum yfir lönd og þjóðir Norðurlanda sem nú. f bók sögunnar sjáum vér margt, sem tengt hefur saman Norðurlandaþjóðirnar sem menningarlega einingu, andspænis þjóðum með framandi tungumál, jafnt hin björtu tímabil sem hin skuggalegu. Vér höfum öldum saman skilið að mestu hvers annars tungu. Vér höfum í höfuðatriðum sömu venjur og hugsanaferil, finnum til og verðum við framandi umhverfi á svipaðan hátt. Og vér höfum allir frá fornu fari rótfasta tilfinn- ingu fyrir gildi hins persónulega frelsis, þá tilfinningu sjálfstæðs manngildis, sem aldrei hefur þolað óskorað vald ríkisins eða einræðisherrans yfir hönd og hug ríkis- borgara. Það er eins og ég hef áður látið mér um munn fara: Ríkið og lög þess eru vopn og vörn allra frjálsra manna, en ekki öfugt — að ríkið hafi sem ópersónulegur Mólok eiginn tilgang: valdið, og líti á ríkisborgarana sem viljalaus verkfæri. Þræla köllum vér það á hinni frjálsu frumnorrænu tungu. Hið sameiginlega í fari Norðurlandaþjóðanna hefur greinilega komið fram á sviði löggjafarinnar. Það er sameiginlegt einkenni þeirra þjóðflokka, sem kallaðir eru nor- rænir, gotneskir og germanskir, að þeir nutu allir víðtæks persónufrelsis í þann mund, sem þeir komu fram í ljós sögunnar. Höfðinginn var ekki einráður eins og austrænn guðanna sonur, valdbeiting hans hvíldi ekki á því, að menn skriðu blindir í duftinu fyrir drottnaranum, heldur á allsherjar samþykki frjálsra manna — consensus omnium — er höfðinginn var kosinn á þing og honum lyft á skildí. Lögin voru einnig sett á þingi, þau lög, sem Józku lögin segja um: eru sett af konunginum og allt landið tekur við: Þessi réttur hins frjálsa manns til að halda þing og setja lög, er aðalsmerki hinna norrænu þjóða frá aldaöðli. Lög þau, sem fornöldin 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.