Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 98
Norræn jól
Avörp sendiherranna í þýðingu
SV O langt sem við getum skyggnzt aftur í söguna, jafnvel aftur í rökkur eir- og
steinaldanna, finnum vér ekkert, sem bendir til annars en að Norðurlandaþjóðirnar
hafi ræktað land sitt og stundað fiskveiðar frá ströndum þeirra sem frjálsir menn. Þegar
sólin breytti göngu sinni í skammdeginu og hvarf aftur til norðurs, hylltu hinir fornu
Norðurlandabúar jólaguðinn Jólni, er síðar nefndist Óðinn, með blótfórnum og drykkju-
veizlum, þar sem þeir stigu á stokk og strengdu heit, við freyðandi mjaðarhorn og
vopnaglym, um miklar dáðir.
I þessi rúm 1000 ár, sem rituð saga vor nær yfir, hafa Norðurlandaþjóðirnar
stundað störf sín sem frjálsir menn, og aldrei fyrr hafa vondir tímar varpað jafn ógn-
andi skuggum yfir lönd og þjóðir Norðurlanda sem nú.
f bók sögunnar sjáum vér margt, sem tengt hefur saman Norðurlandaþjóðirnar
sem menningarlega einingu, andspænis þjóðum með framandi tungumál, jafnt hin björtu
tímabil sem hin skuggalegu. Vér höfum öldum saman skilið að mestu hvers annars tungu.
Vér höfum í höfuðatriðum sömu venjur og hugsanaferil, finnum til og verðum við
framandi umhverfi á svipaðan hátt. Og vér höfum allir frá fornu fari rótfasta tilfinn-
ingu fyrir gildi hins persónulega frelsis, þá tilfinningu sjálfstæðs manngildis, sem
aldrei hefur þolað óskorað vald ríkisins eða einræðisherrans yfir hönd og hug ríkis-
borgara.
Það er eins og ég hef áður látið mér um munn fara: Ríkið og lög þess eru vopn
og vörn allra frjálsra manna, en ekki öfugt — að ríkið hafi sem ópersónulegur Mólok
eiginn tilgang: valdið, og líti á ríkisborgarana sem viljalaus verkfæri. Þræla köllum
vér það á hinni frjálsu frumnorrænu tungu.
Hið sameiginlega í fari Norðurlandaþjóðanna hefur greinilega komið fram á sviði
löggjafarinnar. Það er sameiginlegt einkenni þeirra þjóðflokka, sem kallaðir eru nor-
rænir, gotneskir og germanskir, að þeir nutu allir víðtæks persónufrelsis í þann mund,
sem þeir komu fram í ljós sögunnar. Höfðinginn var ekki einráður eins og austrænn
guðanna sonur, valdbeiting hans hvíldi ekki á því, að menn skriðu blindir í duftinu
fyrir drottnaranum, heldur á allsherjar samþykki frjálsra manna — consensus omnium —
er höfðinginn var kosinn á þing og honum lyft á skildí.
Lögin voru einnig sett á þingi, þau lög, sem Józku lögin segja um: eru sett af
konunginum og allt landið tekur við: Þessi réttur hins frjálsa manns til að halda þing
og setja lög, er aðalsmerki hinna norrænu þjóða frá aldaöðli. Lög þau, sem fornöldin
96