Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 99

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 99
Norræn jól hefur arfleitt oss, eins og gömlu norrænu héraðalögin, Józku lögin, Gutalögin, Frostaþingslögin, Grágás, og elztu lög hinna sallisku Franka og Langbarðanna, eru oss vitnisburður um þann sið, að setja lög á þennan hátt hjá öllum norrænum, gotnesk- um og germönskum þjóðum. Þeir tímar hafa verið á Norðurlöndum, að konungurinn einn setti lögin af eigin veldi — guðs náð — en þetta eru horfnir tímar, og þeirra er ekki óskað á ný. Það eru til engilsaxneskar þjóðir, sem hafa alltaf haldið fram réttinum til þess að ræða við konunginn in parlamento til þess að setja lögin, og sömuleiðis haldið fram rétt- inum til persónulegs frelsis gagnvart ríkisvaldinu, frelsis — vernduðu af lögum og dómstólum. Það eru til germanskar þjóðir, sem misstu — eins og Norðurlandþjóðirnar um tíma — þessi réttindi í hendur ríki og konungsvaldi, en náðu þeim aldrei aftur, til mikillar óhamingju fyrir sig og grannþjóðir sínar. í því óveðri, sem nú gengur yfir þjóðir Evrópu, er það hlutverk Norðurlanda- þjóðanna að verja hin ómetanlegu verðmæti persónufrelsisins, laga og réttar. Án þessa frelsis til að rísa gegn lögregluveldinu geta Norðurlandaþjóðirnar ekki lifað, og þeim mönnum skjátlast algerlega, sem halda, að hægt sé með ofbeldi að kenna þeim að hugsa eins og vélar og láta blind hugtök: ríki og vald, gleypa persónuleikann. „Nýskipan" Evrópu, með einvalið drottnunarkyn annars vegar og þrælaþjóðir umhverfis hins vegar, er ekki hugsanleg fyrir norræna menn. Hin danska þjóð gengur t'kki frekar en hinar norrænu þjóðirnar undir slíkt ok, af frjálsum vilja, og ekkert getur rænt okkur þeirri von, að sá dagur renni brátt upp, að vér Danir getum á ný hyllt konung vorn sem sameiningarmerki frjálsrar og óháðrar þjóðar. Og sömu von ölum vér í brjósti um hinar Norðurlandaþjóðirnar, að upp úr þeim Ragnarökum, sem heimi vorum hefur nú verið kastað út í, rísi nýtt frelsisins Gimli, þar sem vér allir Norðurlandabúar getum lifað voru eigin lífi sem frjálsir menn, án kúgunar og ytri bvingunar, sem eins og stendur lamar og skerðir athafnafrelsi vort. Fr. le Sage de Fontenay. JÓLIN hafa alltaf verið mesta og kærasta hátíð Norðmanna. Þau eru tími sam- kvæmislífsins, þegar hópar jólagesta eru á ferð á þjóðveginum og kjallararnir eru tæmdir, til þess að geta boðið upp á ríkulegar kræsingar. — En í ár er þetta öðruvísi. Dulbúið með svikum og prettum í laumi, eins og þjófur á nóttu, þótti mesta her- veldi heimsins það samboðið virðingu sinni að ráðast á litla og varnarlausa þjóð. Með hótunum, þvingunum og pyndingum hefur það síðan reynt að kúga norsku þjóðina. Það litla af úrhraki, sem til var í Noregi, hafa þeir síðan af eðlishvöt skyldleikans, leitað uppi án þess að átta sig á því, að þeir geta ekki lengi lifað í landi, þar sem loftið er hreint. Það eru þungar byrðar, sem lagðar hafa verið á herðar norsku þjóðarinnar, en hún hefur sýnt að hún getur borið þær. Þjóðverjar hafa brennt bæi vora, rænt heimilin 7 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.