Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Síða 100

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Síða 100
Norræn jól og stolið lífsnauðsynjum vorum. í ár svigna jólaborðin ekki undan kræsingum á norsk- um heimilum, jólamaturinn verður fátækrafæða. En aldrei hafa Norðmenn haldið jól með jafn öruggri vissu um. að hafa fylgt hinum ágætustu siðvenjum þjóðarinnar, glaðir yfir því, að leggja nú fram krafta sína til eflingar réttlæti og heiðarleik í viðskiptum þjóða á milli. Aug. Esmarch. r Aþessum jólum hvílir vetrarmyrkið þungt yfir Norðurlöndum. En í myrkrinu blika stjörnurnar og vér mennirnir vitum, oss til mikillar huggunar, að lengstu nætur vetrarins eru liðnar hjá. Vér förum þá að hlakka til vorsins, þessarar árstíðar vonarinnar og endurlífgunarinnar. Ekki sízt af þeim orsökum eru jólin gleðihátíð. I þetta sinn er gleðin þó treg að koma. Enn þá tætir stormurinn krossfána Norðurlandanna. Enn þá bjóða þeir þó birginn, þótt þeir blakti sem þeir væru negldir við stengurnar. Og þannig mun það, af nauðsyn, verða enn um hríð. En storminn lægir þó að lokum og strangir herrar stjórna ekki til lengdar. Það má aldrei ske, að neitt Norðurlandanna verði ósjálfstætt leppríki einhvers stór- veldis. Allar Norðurlandaþjóðirnar eiga betri kjör skilið. Stormur sá, er nú geisar um Evrópu, hefur ekki, eins og sums staðar hefur verið haldið fram, sannað það að smá- þjóðirnar eigi ekki tilverurétt og eigi þess vegna ekki skilið að geta varðveitt sjálfstæði sitt. Það hefur þvert á móti sýnt sig að stórveldin eru óhæf til forystu og að þau hafa orðið sínum eigin mikla mætti að bráð og berast nú fyrir því fárviðri, sem þau hafa sjálf koniið af stað og reka nú í reiðileysi, — og hvert? Smáþjóðirnar, og þá fyrst og fremst Norður- landaþjóðirnar, hafa sýnt lífsmátt sinn þótt nokkrar þeirra hafi nú orðið valdi stórþjóða að bráð. En þrátt fyrir það verða þær og skulu lifa, því Evrópa hefur ekki efni á að missa hin miklu andlegu verðmæti, sem þær auðga álfu vora með. Það er vissulega satt, sem ungur sænskur rithöfundur sagði eitt sinn, að hér í norð- urhorni Evrópu hefði Drottinn geymt dálítinn hnefa af salti jarðar. — Jólaósk mín til íslands, eins og til allra hinna Norðurlandanna er, að íslenzka þjóðin gleymi aldrei þessari staðreynd, tapi aldrei því pundi, sem henni hefur verið fengið til varðveizlu. Megi lönd vor jafnan verða illa séð hjá kúgurunum sem griðastaður hugsanafrelsis, sjálf- stæðis og frelsisástar. Nú, betur en nokkru sinni fyrr, ætti það að vera oss öllum Ijóst, að Norðurlöndin eru óaðskiljanleg eins og ein lífsheild, og að ekkert Norðurlandanna getur blómgazt, andlega eða efnalega, öðruvísi en í félagsskap við bræður sína. Hin nor- ræna samvinna, hversu náin sem hún var í ýmsum þýðingarmiklum atriðum. varð aldrei svo öflug að hún nægði til varnar gegn aðsteðjandi ofbeldi. Það er von mín, að það starfs- slit, sem orðið hefur nú um skeið, megi aðeins verða öllum Norðurlandaþjóðunum hvatn- ing til nýrrar öflugrar norrænnar samvinnu, sem sniðin sé við kröfur tímans. Með þessum orðum vil ég, sem fulltrúi Svíþjóðar, óska íslenzku þjóðinni gleðilegra jóla. Otto Johansson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.