Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Page 7

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Page 7
slíkra manna er sjaldnast neinn leikur, en andleg reisn Erlendar Pat- urssonar, traust skaphöfn og skarpur skilningur öfluðu honum harðra and- stæðinga, en fárra óvina. Andstæðing- ar hans fundu að hörkunni fylgdi sanngirni. Hjartað var heitt þótt höf- uðið væri kalt. Gamall bekkjarbróðir hans fór með rétt mál og komst vel að orði þegar hann sagði um hann í minningargrein: „Allt líf Erlendar var óslitin barátta og oft gegn ofurefli. Hann þótti hvass og höíðingjadjarfur í ræðu og riti, en jafnan málefnalegur og aldrei illkvittinn.“ A íslandi átti Erlendur marga vini og stóran frændgarð og kom hingað oft ýmissa erinda. Ég kynntist honum heima þann stutta tíma sem ég gegndi forstöðu Norðurlandahússins í Fær- eyjum. Það var eitt af óskabörnum hans, en margt var þar með öðrum brag en við hefðum kosið og töldum heppilegast og þegar þar komu upp deilur, sem ekki verða raktar hér, kynntist ég baráttumanni sem sýndi mér og málstað þeirrar stofnunar meiri drenglund og stuðning en flest- allir norrænir stjórnmála- og embætt- ismenn, sem málið gat varðað, og vildi að það yrði kannað ofan í kjöl- inn. Annað mál er það að á tillögur hans og varnaðarorð var ekki hlustað. En fyrir bragðið þykist ég betur vita hver hann var. Fáein minningarorð segja minnst um fágætan mann. Erlendur Paturs- son var fágætur maður og mikill „ar- istókrat“ í bestu merkingu þess orðs - og bar hið forna biskupsnafn með rentu. Og margt þykir mér ólíklegra en að minning og starf kóngsbónda- sonarins í Kirkjubæ verði óbrotgjarn- ara en bergið sem brimskaflinn molar ár og daga á ættaróðali hans. Hjörtur Pálsson Frá Kirkjubæ í Færeyjum

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.