Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Síða 8

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Síða 8
Lyktir Handritamálsins Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra og Bertel Haarder kennslumálaráðherra Dana við undirritun bókunar um lyktir handritamálsins á Pingvöllum 1. ágúst í sumar. Samkvæmt dönsku handritalögunum frá 1961, sem aftur voru samþykkt óbreytt á danska þjóðþinginu 1965, skyldi nefnd fjögurra manna kanna handritin og leggja fyrir danska for- sætisráðherrann tillögu um það hvaða handrit ættu að fara til íslands sam- kvæmt ákvæði laganna. Tveir nefnd- armenn skyldu tilnefndir af Kaup- mannahafnarháskóla og tveir af Há- skóla íslands. Eftir að sáttmálinn um handritaskilin hafði verið fullgiltur 1971 voru skipaðir í nefndina af hálfu Danmerkur Chr. Westergárd-Nielsen prófessor og dr. Ole Widding, en af íslands hálfu Jónas Kristjánsson forstöðumaður Árnastofnunar á ís- landi og Magnús Már Lárusson þá- verandi rektor Háskóla íslands. Nefndin hélt fyrsta fund sinn í júlí 1972 og síðan hvern af öðrum, að jafnaði fjóra fundi á ári, til skiptis í Danmörku og á íslandi. Að loknum 42. fundi í september 1984 þótti sýnt að nefndin kæmist ekki að fullu sam- komulagi, og var ágreiningur um tæp 200 handrit í Árnasafni. Umræður fóru fram milli kennslumálaráðherra Danmerkur og menntamálaráðherra íslands, og í júlí 1985 lagði danski ráðherrann fram ákveðnar tillögur til lausnar málinu. Tveir danskir fræðimenn, Iver Kjær lektor og John Kousgárd Sörensen prófessor, höfðu tekið að sér að semja tillögur þessar að beiðni ráðherrans. Óhætt er að segja að íslendingar töldu tillögurnar ganga nokkuð skammt. Samkvæmt þeim skyldi að- eins lítill hluti hinna umdcildu hand- rita falla í okkar hlut, enda virtust okkur sjónarmið þau, sem lágu til grundvallar tillögunum, vera ærið vafasöm. Hinn 14. janúar 1986 héldu danski kennslumálaráðherrann, Bertel Haar- der, og íslenski menntamálaráð- herrann, Sverrir Hermannsson, fund í Kaupmannahöfn. Varð að ráði með þeim að fengnir skyldu fjórir fræði- menn, tveir frá hvoru landi, til að leitast við að skipta handritunum sem ágreiningur var um í gömlu handrita- nefndinni. Danski ráðhcrrann kjöri til þessa verks fyrrncfnda tvo háskóla- kennara, Iver Kjær og John Kous- gárd Sörensen, en íslenski ráðherrann kjöri dr. Jakob Benediktsson og und- irritaðan Jónas Kristjánsson. Dönsku fulltrúarnir töldu sig ekki vera nægi- lega sérfróða um handrit, og því var Jonna Louis-Jensen prófessor fengin þeim til aðstoðar á fundinum. Á sama. hátt fengu íslensku fulltrúarnir sér til aðstoðar dr. Ólaf Halldórsson, sem verið hafði varamaður og ritari af ís- lands hálfu í handritanefndinni. Lundurinn var haldinn í gömlu háskólabyggingunni í Kaupmanna- höfn. Hann hófst síðdegis 21. janúar og lauk með undirskrift lokatillagna 28. janúar. Samkvæmt þeim tillögum skyldu alls 84 af fyrrgreindum ágrein- ingshandritum fara til íslands. Meðal sérstakra kjörgripa má telja Stjórnar- handritið AM 227 fol., eitt fegursta íslenskt handrit sem til er. Samkvæmt dönsku handritalögun- um er fullnaðar-ákvörðun um afhend- ingu handritanna í höndum danska forsætisráðherrans, en honum ber að hafa samráð við kennslumálaráðherra Danmerkur og íslands. í samræmi við tillögur okkar fræðimannanna gerðu ráðherrarnir tveir, Bertel Haar-

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.