Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 11

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 11
eitthvað svart kvika á snjónum langt í burtu. Það nálgaðist óðum, og hærra og hærra lét í bjöllunum. Hver skyldi nú vera þar á ferð, hugsaði Vöggur. Hann fer ekki alfara- veg, heldur stefnir hann þvert yfir heiðina. Hann vissi svo sem, hann Vöggur litli, hvar leiðin lá, hann sem hafði tínt þarna bæði bláber og kræki- ber og farið fram og aftur, — mörg hundruð álnir hringinn í kringum kof- ann. Hver sem mætti nú aka með svona bjöllum og aka sjálfur! Naum- ast hafði Vöggur látið þessa ósk í ljós, fyrr en sleðann bar þar að og fyrr en hann staðnæmdist á hlaðinu fyrir utan gluggann. Hvorki meira né minna en fjórum fákum var beitt fyrir sleðann; en þeir voru líka minni en minnstu folöld. Þeir höfðu numið staðar, af því að sá, sem stýrði þeim, ríghélt við þá, en ekki af því að þeir væru fegnir að fá að blása, því að þeir frísuðu og hneggj- uðu, skóku makkana og hjuggu hófun- um niður í hjarnið. Hægan, Hvatur! Kyrr, Ólatur! Nettfeti, hem þig! Léttfeti láttu’ ekki svona! sagði sá, sem á sleðanum sat. Síðan stökk hann úr sæti sínu og gekk að glugganum. Slíkan náunga hafði Vöggur aldrei séð, enda hafði hann ekki séð margt manna um æfina. Þctta var karldverg- ur, mátulega stór fyrir slíka farskjóta. Kinnbeinin og kinnarnar voru eins og skorpnir hrútskyllar; en tjúguskeggið, sem náði honum langt niður á bringu, líktist mest mosaþembunum á bæjar- veggnum. Hann var klæddur grá- skinnum frá hvirfli til ilja. í öðru munnvikinu hékk reykjarpípa, en út um hitt blés hann tóbaksreyknum. „Sæll vert þú, flatnefur", sagði hann. Vögg varð á að grípa hendinni til nefsins og svaraði síðan stuttur í spuna: „Gott kvöld“. „Er nokkur heirna?" spurði karlinn. „Þú sérð víst, að ég er heima“. ,Ja, hvernig læt ég; en ég spurði líka heimskulega. En er ekki nokkuð dauflegt inni hjá þér, þótt nú séu kom- in jólin?“ „Ég fæ bráðum jólaköku og jólaljós, þegar amma kemur heim, — þríarm- að kóngaljós, skaltu vita!“ ,Jæja, svo að Geirþrúður gamla er ekki komin heim enn. Og þú ert svona einn þíns liðs og verður það drukk- langa stund enn. Ertu ekki hræddur?“ „Sænskur sveinn!“ svaraði Vöggur. Hann hafði lært það af Geirþrúði gömlu að segja þetta. „Sænskur sveinn“, hermdi karlinn digurmannlega eftir honum, um leið og hann muldi snjóinn úr belgvett- lingunum sínum og tók út úr sér píp- una. „Heyrðu, snáði, veistu hver ég er?“ Karlinn tók ofan loðhúfuna, hneigði sig og sagði: „Hef þann heiður að tala við hann litla Vögg, hina hug- umstóru hetju heiðarinnar, er fyrir skemmstu fékk fyrstu brækurnar sínar; kappann, sem loðinkjammi eins og ég getur ekki skotið skelk í bringu! Þú ert Vöggur og ég er — Jólaskrögg- ur! Ætli þú hafir heyrt mín getið, háttvirti herra?“ „Nei, ert þú Jólaskröggur! Þá ertu allra besti karl. Amma hefir svo oft talað um þig“. „Þökk fyrir lofsyrðin; en það leikur nú á ýmsu, eins og gengur, eftir því við hvern ég á. Vöggur, viltu koma út að aka?“ ,Já, það segi ég satt; en ég má það víst ekki, því hvernig færi, ef amma kæmi heim á meðan og ég væri allur á bak og burt?“ „Ég skal lofa þér því að vera kom- inn heim með þig, áður en amma þín kemur. Karl stendur við orð sín og kerling við kepp sinn. Og komdu nú!“ Vöggur lét ekki segja sér þetta tvisvar. Hann hentist út. En það var kalt úti og hann fáklæddur. Vaðmáls- treyjan var orðin svo snjáð og slitin; og nú höfðu klossarnir enn nagað gat á hælana á honum. En Jólaskröggur læsti kofanum, lyfti Vögg upp í sleð- ann, sveipti hann í loðfeldinn, sem lá á sleðanum, blés framan í hann reykjarstrók, svo að hann hnerraði, og — hvits! — það söng í keyrinu og þeir af stað! Smáfákarnir þutu yfir fannirnar á fljúgandi ferð, og það kvað við í silfur- bjöllunum um endilanga heiðina eins og öllum klukkum himnanna væri hringt. „Má ég aka?“ spurði Vöggur. „Nei, þú ert of lítill til þess enn, hnokkinn minn“, sagði Skröggur. „Ojæja“, sagði Vöggur. Heiðin lá nú að baki þeim og þeir voru komnir í skóginn, sem Geirþrúði gömlu hafði orðið svo tíðrætt um; inn í myrkviðinn, þar sem trén voru svo há, að stjörnur himinsins virtust hanga í greinum þeirra. Milli trjá- stofnanna grillti í Ijós frá stöku sveita- bæjum og Skröggur áði brátt við eina hjáleiguna. Milli steina í bæjarveggnum glitti í tvö augu, sem einblíndu á Skrögg. Sást þar á snákshöfuð, er hringaði sig líkt og í kveðjuskyni. En Skröggur yppti loðhúfu sinni og spurði: „Snákur minn, snákur minn, Snariver! Hvernig er búið á bænum hér?“ Snákurinn svarar: „Iðnin hér býr, — sú er bótin mest — við þrjár kýr, kvígu’ og einn hest“. „Engin ósköp eru nú það,“ sagði Skröggur, „en eitthvað verður alltaf til bjargar, þar sem maður og kona leggjast á eitt. Þessi byrjuðu nú með tvær hendur tómar og urðu auk þess að sjá fyrir foreldrum sínum. En — hvernig ferst þeim nú við kýrnar og hestinn?“ Snákurinn svaraði: „Sdnn eru júfrin ogjatan full, en Jarpur í holdum og hreina gull!“ „Seg mér enn, Snákur Snariver, hvernig líst þér á börnin á bænum? Snákurinn svarar: „Glóhærða stúlku og glaðlegan pilt? — Stúlkunnar lyndi er ljúft og milt, en lyndi piltsins dálítið tryllt". „Þá er best að þau fái jólagjafir,"1 sagði Jólaskröggur. „Góða nótt, Snák- ur Snariver, og góðan jólablund“. „Góða nótt, Hvatur, Ólatur! Góða nótt, Léttfeti og Nettfeti! Góða nótt, Vöggur og Skröggur!"

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.