Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 13

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 13
„Hér er víst allt með himnalagi“, sagði Skröggur. ,Jú, hér er allt í lagi“, sagði álfur- inn, „og þó hef ég klögumál fram að flytja". „Hvað er nú það?“ ,JÚ, gimbillinn hennar Nönnu var mjög svo stúrinn eftir fráfærurnar í sumar, er hann fékk ekki lengur að totta móður sína: Gimbillinn mælti og grét við stekkinn: Nú er hún mamma mín mjólkuð heima. Því ber ég svangan um sumardag langan munn min og maga í mosahaga. Gimbill eftir götu rann, hvergi sína mömmu fann og þá jarmaði hann“.3 „Og hvernig líður gimblinum nú?“ spurði Skröggur. „Og nú stendur hann á jötu og étur í erg og gríð“. „Um hvað er þá að sakast?" sagði Skröggur. „Það fannst mér nú líka“, sagði álfurinn, „en ég hafði lofað að eiga tal við þig um þetta“. „Og það sem maður lofar ber manni að efna; það er bæði víst og satt“, sagði Skröggur. „Og vertu nú sæll, álfur minn. Innan lítils tíma sjáumst við aftur“. Vöggur og Skröggur héldu nú aftur leiðar sinnar; en þá hittu þeir álf í skóginum, sem var heldur en ekki stúrinn á svipinn. „Hvert er ferðinni heitið?" spurði Skröggur. „Eitthvað bara á annað bú álfur mæddur flytur nú“, svaraði álfurinn. „Og hvað ber til?“ spurði Skröggur. Alfurinn svaraði og varp um leið mæðilega öndinni: „Bóndinn, hann sýpur sér í mein; konan er svarkur og subba ein; börnin óþæg og aldrei hrein“. ,Ja, það er ljóta ástandið“, svaraði Skröggur, „en reyndu nú samt að vera þar eitt árið enn; það er alveg úti um heimilisfriðinn, ef þú ferð. Ef til vill lagast þetta eitthvað, og þá kem ég næstu jól með jólagjafir handa því“. ,Jæja; ég geri þetta þá fyrir þín orð“, sagði álfurinn og sneri við. Skömmu síðar staðnæmdist Skröggur fyrir framan mikið hús, það- an sem ljósið lagði úr hverjum glugga. „Hingað eiga nú nokkrar jólagjafir að fara“, sagði Skröggur, um leið og hann opnaði kistu sína. En Vöggur varð alveg frá sér numinn af undrun yfir öllu því skrauti, sem hann sá. Þar gat að líta armbönd og brjóstnálar, sylgjur og spennur, silki og flos. Og allt glitraði þetta af silfri, gulli og gimsteinum. Þar sá hann tilbúin skrautblóm og þefaði af þeim, en þau báru engan ilm. Og loks kom hann auga á það, sem hann furðaði mest á, lausar fléttur og hárlokka. „Hvað er nú þetta?“ spurði hann. „Það eru veiðarfæri“, sagði Skrögg- ur og dró um leið annað augað í pung. „Slík veiðarfæri nota ungfrúrnar nú á tímum, þegar þeim verður veiðivant!“ „En þetta?“ spurði Vöggur og benti á gullna stjörnu, sem Skröggur sagði, að herramanninum væri ætlað að bera á brjósti sér. „Það er líka veiðarfæri“, sagði Skröggur. Þá varð Vöggur alveg hissa og því botnaði hann ekkert í; hann hafði aldrei séð nema eitt veiðarfæri og það var silungastöng. Skröggur brá nú huliðshjálmi yfir Vögg, svo að hann yrði öllum ósýnilegur. Því næst gengu þeir upp breiðu þrepin, er lágu upp að húsinu. Þar stóðu þjónar í einkennis- búningi og geispuðu. Því næst komu þeir inn í skrautlegt herbergi með ljósahjálm ofan úr miðju loftinu. Þar sat hefðarfrúin og gcispaði. En ung- frúrnar, dætur hennar, voru að virða fyrir sér myndablöð, er sýndu þeim það sem þeim þótti mest um vert á þessari jörð, nýjustu tískuna í klæða- burði í París. Herramaðurinn sat einnig hálfdottandi í hægindastól sín- um með hendurnar á maganum, spennti greipar og var að hugsa um hina miklu menntun sína, latínuna, er hann hafði lært í æsku, en var nú löngu búinn að gleyma. Það var mun- ur á honum og nábúa hans, hrepp- stjóranum, sem var alómenntaður maður, nema hvað hann kunni eitt- hvað úr biblíunni og formálabókinni og sína ögnina af hverju þess utan; því að ekki kunni hann, veslingurinn, neina latínu, sem hann gæti gleymt. Skröggur afhenti gjafirnar, og var þeim tekið fremur fálega, öllu nema stjörnunni. Þegar Skröggur kom með hana og sagði, að þetta væri gjöf frá kónginum handa herramanninum, stökk hann á fætur, hló út undir eyru og hneigði sig, talaði um mildileik konungs við sig og sinn eigin lítilmót- leik. Og svo fór hann inn í næsta herbergi, þar sem hann hugði, að eng- inn myndi sjá til sín, staðnæmdist fyrir framan spegilinn, nældi stjörn- unni á brjóst sér og stökk í loft upp, tók það, sem ungfrúrnar myndu hafa nefnt „kavaléra-stökk“, um leið og hann sagði við sjálfan sig: „Nú hef ég loks náð tilgangi mínum; þetta fær maður, þegar maður er gott barn!“ „Er hann þá barn?“ spurði Vöggur. „Sennilega“, sagði Skröggur. Þessu næst komu þeir að enn stærra húsi og þar voru einnig margir glugg- ar uppljómaðir. Þar tók Skröggur ofan loðhúfuna og hrópaði: „Lifi, lifi, lifi —!“ „Lifi hvað?“ spurði Vöggur. „Það færð þú að vita að svo sem tuttugu árum liðnum“, sagði Skrögg- ur og var eins og hann byggi yfir einhverju. Hann opnaði kistu sína og tók upp úr henni nokkrar bækur í snotru bandi. „Fallegt er bandið“, sagði Skrögg- ur, „en hvað cr það á móts við það, sem í þeim er. í þeim eru margar af þeim göfugustu hugsunum, sem mennirnir hafa nokkru sinni hugsað. Ekki get ég fundið neinar hæfilegri jólagjafir handa húsbændunum hér“. Vöggur varð nú að vera eftir í sleð- anum, á meðan Skröggur fór inn, og ekki sagði hann Vögg litla á cftir neitt um það, sem hann hafði séð. En ég veit það og því get ég sagt frá því. Hann sá pilt á aldur við Vögg; hann

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.