Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Qupperneq 38

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Qupperneq 38
Norðurkolluferð sumarið 1986 í júnímánuði síðastliðnum efndi Norræna félagið á íslandi til tveggja vikna námsferðar til Norðurkollu fyrir ungt fólk. Skipulagningu ferðarinnar annaðist Norræna félagið á íslandi í samvinnu við norrænu félögin í Norr- botten í Svíþjóð og Rovaniemi í Finn- landi, Nordnorsk kulturrád og Lýðhá- skólann í Kiruna. Hér á eftir fer frá- sögn af ferðalaginu. Um miðjan dag hinn 16. júní síð- astliðinn lagði hópur ungs fólks úr nokkrum deildum Norræna félagsins á íslandi af stað í ferðalag um Nord- kalotten eða Norðurkollu, en svo nefn- ast norðurhéruð Skandinavíu einu nafni. Ferðin hófst með flugi frá Kcflavík áleiðis til Helsinki og þar var lcnt laust fyrir miðnætti. Næsta dag var dvalið í Helsinki og haldið svo á þriðja degi til borg- arinnar Rovaniemi í Norður-Finn- landi. Þar átti hópurinn að hitta farar- stjórann Kristínu Stefánsdóttur. Þótt hópurinn væri fararstjóralaus fyrstu dagana var vel séð fyrir okkur því að Reynir Ingibjartsson, sem ásamt fjölskyldu sinni var okkur sam- ferða í vélinni, hafði tekið að sér það hlutverk að vera leiðsögumaður hóps- ins í Helsinki. Við sem tókum þátt í hópferðinni höfðum ekki hist fyrir brottför og til auðkenningar bárum við því nafn- spjöld með merki Norræna félagsins. Þegar við vorum lent í Helsinki og höfðum fundið farangur okkar og hvert annað, héldum við áleiðis inn í borgina í leigubílum. Þá fyrst fundum við fyrir því að vera komin til annars lands því að leigubílstjórarnir töluðu bara finnsku og við skildum ekki orð. Fyrsti áfangastaður okkar í Helsinki var Hótel Academika í miðborg Hels- inki. Það er heimavist sænskumæl- andi háskólanema á vetrum en hótel á sumrin. Þó að degi væri tekið að halla gætti engrar ferðaþreytu meðal okkar og var því ákveðið að skella sér á næsta diskótek og líta á skemmtanalíf frænda vorra Finna. Næsta diskótek var í kjallara hótelsins og því ekki langt að fara. Þar spilaði bresk hljóm- sveit. Fámennt var á diskótekinu og nær engir Finnar. Einu gestirnir fyrir utan okkur voru sænskir mótorhjóla- gæjar. Eftir lokun diskóteksins geng- um við niður í bæ. í gönguferðinni ræddum við um fyrstu reynslu okkar af skemmtanalífi Finna, sem sumum þótti heldur fábrotið, en það var nú ekki að marka því að þetta var á mánudegi. Daginn eftir hittist hópurinn á ný við morgunverðarborðið og var ákveðið að fara fyrst og skoða hina frægu Tempel-kirkju. Kirkjan, sem vígð var árið 1969, er mjög nútímaleg með hringlaga klettaveggjum og koparlögðu þaki. Kirkjan er fræg fyrir góðan hljómburð og hann fengum við að heyra því að amerísk stúlka var að spila á orgel og syngja þegar okkur bar að. Eftir að hafa skoðað kirkjuna geng- um við í átt að Þjóðminjasafninu og Finlandia-húsinu. í Þjóðminjasafninu sáum við konungamyndir, myntsöfn, altaristöflur, muni úr lífi alþýðufólks og fleira sem of langt yrði upp að telja hér. Eftir hádegi var svo frjáls tími og mannlíf, verslanir og fleira skoðað. Við hittumst um kvöldmatarleytið og héldum upp á sautjánda júní í tívolí- inu í Helsinki. Það sem af var ferðinni hafði veðrið leikið við okkur og hitinn ekki farið undir 30 stig. Þriðja deginum þurftum við að eyða í ellefu tíma lestarferð í 33 stiga hita norður til Rovaniemi sem er höfuðborg fmnska Lapplands. Þó heitt hafi verið og margir mókt í hitanum, þá leiddist okkur ekki. Þarna fengum við tækifæri til að kynn- ast hvert öðru, auk þess sem nokkra forvitna Finna fýsti að vita eitthvað um ísland. Við svörðuðum eftir bestu getu þrátt fyrir tungumálaerfiðleika. Yfirleitt vissu Finnar lítið annað um ísland en að forsetinn héti Vigdís og að á íslandi væru jöklar og heitir hverir. Viðmælendur okkar vildu líka segja okkur frá Finnlandi og urðum við margs vísari um landið, sérstak- lega um þau héruð sem við áttum eftir að ferðast um. Klukkan níu að kvöldi vorum við loks komin til Rovaniemi. Þar tók á móti okkur Irma Láhdesmáki, einn af forystumönnum Norræna félagsins, ásamt Ulf Piippola, rútubílstjóra, sem átti eftir að aka með okkur um Norðurkollusvæðið. Norræna félagið í Rovaniemi bauð okkur í kvöldverð og snæddum við hreindýrakjöt. Eftir að hafa komið okkur fyrir á sumarhóteli í iðnskólan- um, fórum við í gönguferð inn í mið- bæ Rovaniemi til að átta okkur á stað- háttum í bænum. Ferðin varð þó ekki löng og við flýttum okkur til baka til að horfa á leik Dana og Vestur-Þjóð- verja í heimsmeistarakeppninni í

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.