Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 45

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 45
fyrir fasta byggingu, skýra framsetn- ingu og sálfræðilega skarpskyggni hvað varðar skapgerðarmyndun.“ Barnsleg, óbeisluð ímyndun fer hamförum í bálkinum, myndar sund- urleita skrautlist, er tekur mannshug- ann sterkum tökum. Frásagan er ávallt auðug, litrík, blandin kímni, jafnvel kaldhæðni. Margir hafa sagt sem svo, að sögu- legt gildi Kalevala sé næsta lítið, og má til sanns vegar færa, að kvæðin séu ekki „ekta“ að því leyti, en þau eru ekki heldur ort til þess. Og mundi ekki mega segja hið sama um flest fornrit, sögur og kvæði, að sannsögu- legt gildi þeirra sé næsta hæpið? Kalevala er fyrsta framlag Finna til heimsbókmenntanna. í þennan kvæðabálk hafa síðan margir andans menn sótt kvikuna að sínum bestu verkum. Má þar minna á tónskáldið Sibelius, málarana Akseli Gallen- Kallela, Albert Edelfelt og ljóðskáldið Eino Leino. Eins og áður er getið, rataði Lönnrot í mikinn vanda, er hann var að steypa ólíkum textum saman. Flann varð að sigla milli skers og báru. Að sjálfsögðu lagði hann bestu textana til grundvallar. En í þeim voru oft eyður. Hann varð að fylla í skörðin til að halda efninu nokkurn veginn saman, og þá neyddist hann til að yrkja sjálfur inn á milli. Svo er talið, að um 1000 ljóðlínur í Kalevala séu alveg frumortar af honum, auk meiri og minni breytinga. Síðasta kviðan, Mariatta, sem kemur að burt- för Váinámöinens, er t. d. frumort af Lönnrot. En að henni undanskilinni er ekki um meiriháttar breytingar að ræða hvað efni varðar, enda vildi höf- undur að sjálfsögðu raska því sem allra minnst, þó að hann kæmist ekki að öllu hjá því. Finnar tóku bálkinum vel, þó að það tæki sinn tíma að kynna hann meðal almennings. Pjóðskáldið Rune- berg fór lofsamlegum orðum um hann. Frægð Kalevala barst fljótt út til annarra landa. Bálkurinn var þýddur á óbundið mál á frönsku, og þýski þjóðsagnafrömuðurinn Jakob Grimm flutti erindi um hann í þýsku vísindaakademíunni, og var það $ a l c ti> a l a ffliffa Satiíjoja fari'alatt gíunoja euomcti fanfatt mufnofiáta ajoiíta. 1. Ofo. $<s*e39H53e3i;, ms. Í*t«nt4tfí 3. <5. SrtncftUÍR ia Dojan htfini. prentað skömmu síðar. Upp frá þessu barst verkið víðar og víðar um heim. A ferðalögum um Finnland safnaði Lönnrot 650 öðrum ljóðrænum kvæðum. Flest voru þau úr Kyrjála- héruðunum. Hann flokkaði kvæðin og gaf út 1841—42 undir nafninu Kantel- etar. — í ljóðum þessum, sem mörg eru einkar fögur, gætir mest trega- tónsins, einmanakenndar útbyggða- fólksins, sem á við ómild náttúruöfl að stríða. Höfundarnir, ókunn alþýðu- skáldin, tjá fuglum loftsins, trjám skógarins og gauknum, sem galar í krónum þeirra, sorg sína og áhyggjur. Þreyttur hugur leitar lausnar undan fargi og léttir byrðina í orði, söng og tónum. Skáldið syngur frá sér sorgina í list ljóðrænunnar. Þessu kvæðasafni var einkar vel tekið af Finnum og lifir góðu lífi enn í dag. Elías Lönnrot safnaði fleiru en kveðskap. Árið 1842 var prentað all- stórt safn af gátum og málsháttum, sem þykir hið merkasta. - Síðasta bókin, sem hann gaf út á sviði þjóð- legra fræða, var særingaþulur. Hafði hann komist yfir töluvert af þeim. Ekki má gleyma málfræðingnum Lönnrot. Meðal Finna var hart mál- lýskustríð, sem honum tókst að lægja, og steypa mállýskunum verulega sam- an, samræma þær. Finnskt ritmál á honum meira að þakka en nokkrum öðrum. Hann var hagur á mál og skóp fjölda nýyrða. Málrannsókn lá honum á hjarta, og reit hann margar málfræðilegar rit- gerðir. Gerði hann sér ferðir til Lapp- lands og Eistlands í þessu skyni, en eistnesk tunga og finnsk eru ná- skyldar. Árangur þessarar iðju hans var stór orðabók í tveim bindum, sem prentuð var 1880, nokkru fyrir dauða hans. Viðauki var gefinn út fáum árum seinna. Nokkru fyrir miðja 19. öld hafði kennaraembætti í finnskri tungu og bókmenntum verið komið á laggirnar við háskólann í Helsingfors. Því emb- ætti gegndi fyrstur manna Mathias Alexander Castrén, frægur málfræð- ingur. Þegar hann hvarf frá þcssu starfi, var Lönnrot talinn sjálfsagður eftirmaður hans. Hann var skipaður prófessor 1854 og lagði þar með lækn- isstarfið á hilluna eftir 22ja ára þjón- ustu. Starfsár hans við háskólann urðu ekki nema átta. Sextugur að aldri segir hann stöðunni lausri og flytur heim í átthagana, til Sammatti, þar sem hann átti friðsæla elli, þó síúðrandi væri hann. Hann var virtur og vel metinn af nágrönnum og öllum landslýð, „hégómalaus, nægjusamur, ljúflyndur og gamansamur“, eins og sagt var um hann. í Sammatti voru það öðru fremur tvö verkefni, sem tóku upp huga hans. Annars vegar orðabókin og undirbún- ingur að finn-finnsku sálmabókinni, sem hann var aðalhöfundur að og var í gildi fram til 1940. Lönnrot gaf sér ekki tíma til að ganga í hjónaband fyrr en hann hafði lokið við Kalevala og var þá 47 ára gamall. Kona hans var iðnmeistara- dóttir frá Uleáborg og tuttugu árum yngri en hann. Þeim varð fimm barna auðið og dóu öll á bernskuskeiði nema ein dóttir. Lönnrot andaðist 19. mars 1884. Miklu dagsverki var lokið. Einn af allra bestu sonum Finnlands hafði safnast til feðra sinna. Hann hafði lyft finnskri tungu úr óskapnaði mállýskn- anna, skapað sameiginlegt ritmál og bjargað fornum kvæða- og sagnafjár- sjóðum frá glötun. Og áhrifin fóru að segja til sín: Nýbókmenntir Finna tóku að spretta upp í verkum Aleksis Kivi og fleiri rithöfunda, er stundir liðu fram.

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.