Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 1

Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 1
2 0 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 1 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 2 Fólk lýgur í sálfræðimeðferð Ágúst ökuþór með bílpróf Menning ➤ 22 Lífið ➤ 28 ... hjá okkur í d a gH já b ónda í gær ... markaður Bænda um helgina! Fjölnotapoki fylgir hverri afgreiðslu í dag Plastlaus september Nú stendur yfir endurnýjun og uppsetning á tveimur nýjum stólalyftum á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Framkvæmdastjóri svæðisins segir úrbæturnar nauðsynlegar. SJÁ SÍÐU 8 FRÉTTABLAÐIÐ ANTON BRINK Heilbrigðisráðherra segir aukna samvinnu lykil að árangri í heilbrigðiskerfinu. Fyrrverandi heilbrigðisráð- herra segir enga stefnumörk- un í stjórninni um aukinn einkarekstur. bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir að ekkert samkomulag hafi orðið um áherslu- breytingar í rekstri heilbrigðis- kerfisins. „Sterkt opinbert heilbrigðiskerfi hefur verið kjarni íslenskrar heil- brigðisþjónustu allar götur. Ekkert er að finna í stjórnarsáttmála um að það kunni að vera til endurskoð- unar,“ segir Svandís. Ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að ríkið eigi að einbeita sér að þjóðarspítalanum hafa vakið athygli. Rúm sé fyrir meiri einkarekstur, enda sagan góð af auknu samstarfi opinberra og einkaaðila. Svandís minnir á mikilvægi þess að stefnumörkun sé fylgt. „Fjöldi samninga er gerður við veitendur heilbrigðisþjónustu í sam- ræmi við lög um Sjúkratryggingar Íslands. Mikilvægt er að sú þjónusta sé í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í málaflokknum og fjár- lög á hverjum tíma,“ segir Svandís. Þá segir hún að einstakar ákvarðanir séu á borði heilbrigðisráðherra. Willum Þór Þórsson, heilbrigðis- ráðherra og Framsóknarmaður, segir áherslumun milli f lokkanna í þessum efnum. Einhugur sé þó um að ef la samvinnu aðila óháð rekstrarformi. „Það þarf að nýta alla krafta, þekkingu og færni. Það kallar á aukna samvinnu og það gerist með samningum við þjón- ustuveitendur, óháð rekstrarformi. Samhliða því þarf að styrkja og efla sjúkrahúsin og heilbrigðisstofnanir um allt land,“ segir Willum Þór. Varðandi agnúana á núverandi kerfi, svo sem vistunarmál, ofurálag á suma starfsmenn og biðlista, segir Willum að heilbrigðisstarfsmenn séu takmörkuð auðlind. Aukin sam- vinna allra þjónustuveitenda nýti betur mannauðinn og gerir öllum kleift að sinna betur þjónustuhlut- verki sínu. „Þannig verður einstaklingurinn í forgrunni.“ n Fylgi settri stefnu í heilbrigðismálum Sterkt opinbert heil- brigðiskerfi hefur verið kjarni íslenskrar heil- brigðisþjónustu allar götur. Svandís Svavarsdóttir, matvæla­ ráðherra og fyrrverandi heil­ brigðisráðherra STJÓRNMÁL „Stærstu mál þingsins verða um stöðu efnahagsmála og að ná farsælum kjarasamningum í snúnum efnahag,“ segir Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra um við- fangsefni Alþingis í vetur. Birgir Ár mannsson, forseti Alþingis, segir málafjöldann hjá bæði ríkisstjórn og stjórnarand- stöðu talsverðan. „Það verður tekist á um fjölmörg hitamál en hver þau verða er erfitt að spá fyrir um,“ segir Birgir sem býst við átökum í vetur. Fyrstu mál á dagskrá varða fjárlög og fjárlagatengd mál, svo raðast inn endurflutt frumvörp áður en ný mál komast að sem eru líkleg til að kljúfa stjórnarflokkana. Má þar nefna mál um útlendinga, sjávarútveg og vímu- efni. SJÁ SÍÐU 2 OG 4 Forseti Alþingis spáir átakavetri

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.