Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 27
Mörg úrræði eru í boði hjá
SÁÁ, hvort sem um er að
ræða inniliggjandi afeitrun
á Vogi eða grunnmeðferð á
göngudeild SÁÁ.
„Við bjóðum upp á mörg úrræði
við fíknsjúkdómi hjá SÁÁ. Það
þekkja öll Vog þar sem við erum að
bjóða upp á inniliggjandi afeitrun
fyrir þau sem þurfa. Það er sér-
hæfður spítali sem er öflugur út
af fyrir sig; eini sérhæfði spítalinn
sem fæst eingöngu við þetta. En
það eru mörg sem geta stoppað
sjálf og þurfa í sjálfu sér ekki á
inniliggjandi spítalavist að halda
og geta komið á göngudeildina í
staðinn en það köllum við grunn-
meðferð á göngudeild. Grunnmeð-
ferð er líka til að auka fjölbreytni
úrræða og þar fær fólk fræðsluna
sem það fær vanalega á Vogi en er
í sínum heimahögum,“ segir Gísli
Atlason, áfengis- og vímuefnaráð-
gjafi hjá SÁÁ.
„Hvort sem það er inniliggjandi
afeitrun á Vogi eða hvort fólk
kemur í grunnmeðferð á göngu-
deild í tvær vikur þá erum við að
bjóða upp á miklu meiri eftir-
fylgni. Í kjölfarið býðst meðferð-
arúrræði á göngudeild í fjórar
vikur. Við vitum að það er meira
en að segja það að taka ákvörðun
um að hætta í neyslu og við
erum að hjálpa fólki að viðhalda
bindindinu með sterku utanum-
haldi því að fólk er að gera miklar
breytingar í lífi sínu. Það er álag að
hætta, taugakerfið er í ólagi, fólk
er almennt lengi að jafna sig and-
lega og gott að taka sér tímann á
göngudeild. Inniliggjandi meðferð
á Vík á Kjalarnesi í fjórar vikur
er jafnframt dýrmætur kostur og
nauðsynlegur mörgum, áður en
göngudeildarmeðferð hefst.“
Gísli segir að starfsfólk SÁÁ
finni að jafnvel sex til átta vikur
sé stuttur tími þegar fólk er að
hefja bata frá fíknsjúkdómi og gera
breytingar í lífi sínu og þess vegna
er jafnframt boðið upp á svokall-
aða eftirfylgni fyrir ólíka hópa.
„Þessi eftirfylgni varir þá í allt frá
þremur mánuðum upp undir ár
ef þeir kjósa en þá mætir fólk í
göngudeild SÁÁ vikulega, hittir
hópinn sinn og ráðgjafa og vinnur
að batamarkmiðum. Fólk er að
gera svo heildstæða breytingu á lífi
sínu og við sjáum að tíminn vinnur
vel með fólki þegar það er í virkri
meðferð og eftirfylgni í kjölfarið.“
Minnkar líkur á dauðsföllum
af völdum ópíóíðaneyslu
Lyfjameðferð við ópíóíðafíkn hófst
á Vogi árið 1999 og í dag þiggja
um 250 manns þessa þjónustu.
„Þetta er fólk á öllum aldri og alls
staðar að úr þjóðfélaginu,“ segir
Ásdís Finnbogadóttir, hjúkrunar-
fræðingur á Vogi. „Aðgengi að
meðferðinni er mjög gott og allir
sem þurfa fá þessa meðferð.“
Ásdís segir að lyfjameðferð
við ópíóíðafíkn tengist sálfélags-
legri meðferð sem sé í boði á Vogi.
„Þessi meðferð miðar að því að
minnka ópíóíðaneyslu og fækka
ópíóðatengdum dauðsföllum, lög-
brotum og smitsjúkdómum. Þetta
eykur félagslega virkni og það er
góð meðferðarheldni í þessu hjá
okkur.“
Meðferðin fer fram á göngu-
deildinni á Vogi og sjá hjúkrunar-
fræðingar um þetta í sameiningu
með læknum. Í upphafi meðferðar
er byrjað á því að greina ópíóíða-
fíknina.
„Það er ákveðið greiningarferli
og er það gert af teymi hjúkrunar-
fræðinga, lækna og ráðgjafa. Við
skimum alltaf fyrir smitsjúk-
dómum þegar fólk er að koma
í þessa meðferð auk þess sem
athugað er hvort fólk sé að nota
önnur efni samhliða þessu. Með-
Fjölbreyttar leiðir til langvarandi bata
Ásdís Finnboga-
dóttir er hjúkr-
unarfræðingur
á Vogi.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Katrín Jóns-
dóttir er sál-
fræðingur ung-
mennateymis
SÁÁ.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Gísli Atlason
er áfengis- og
vímuefnaráð-
gjafi hjá SÁÁ.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
ferðin hefst oftast inni á Vogi en
stundum hefst hún á geðdeildum
eða í fangelsum og svo tökum við
við af þeim. Meðferðin er fólgin í
lyfjagjöf í töfluformi eða mixtúru
og sú nýjasta er forðasprauta undir
húð, forðalyf sem hefur sýnt sig
að henti mörgum vel, til dæmis í
skaða minnkandi tilgangi.“
Ásdís segir að mikil breyting
sjáist á því fólki sem fer í þessa
meðferð.
„Fólk snýr til dæmis aftur út á
vinnumarkaðinn, það stofnar fjöl-
skyldu og verður aftur virkir þjóð-
félagsþegnar þannig að það er til
mikils að vinna með þessari með-
ferð. En það eru vissulega ótrúlega
margir sem eiga langt í land sem
hafa ekki náð markmiðum sínum
og þau geta komið til okkar endur-
tekið. Það verður stundum bakslag
og fólk fer að nota önnur fíkniefni
samhliða þessari lyfjameðferð.“
Markmið meðferðarinnar er
ýmist skaðaminnkun eða bati án
neyslu vímuefna.
„Markmið þessarar meðferðar er
skaðaminnkandi og minnkar líkur
á ópíóðatengdum dauðsföllum. Frá
því við byrjuðum með lyfjameð-
ferðina 1999 hafa 73 einstaklingar
úr hópnum látist, meðalaldur 41 ár
við andlát, en heildarfjöldinn sem
byrjað hefur meðferð hjá okkur er
593. Ef við værum ekki með þessa
lyfjameðferð þá væri þessi tala
líklega mikið hærri. Þetta dregur
úr fíkn, kemur jafnvægi á tauga-
brautirnar sem fíknisjúkdómurinn
hefur breytt og gefur heilanum
tækifæri til að jafna sig. Fólk ein-
hvern veginn endurheimtir getuna
og getur hugsað skýrt en þegar fólk
er undir áhrifum tekur það ekki
skynsamlegar ákvarðanir. Stór
hluti skjólstæðinga á lyfjameðferð-
inni er í bata frá fíkn og eru virkir
þátttakendur í samfélaginu í dag.“
Námskeið fyrir foreldra
og aðstandendur
Foreldrafærninámskeið er haldið
á göngudeild SÁÁ og er ætlað
foreldrum og/eða öðrum nánum
aðstandendum ungmenna á
aldrinum15-25 ára sem eiga í
áfengis- eða vímuefnavanda. Ekki
skiptir máli hvort ungmennin séu í
meðferð hjá SÁÁ eða ekki.
„Þetta námskeið byggir á gagn-
reyndum aðferðum og ber sér-
staklega að nefna áhugahvetjandi
samtal sem hefur reynst vel í
tengslum við einstaklinga sem
eru að glíma við fíknivanda,“ segir
Katrín Jónsdóttir, sálfræðingur
ungmennateymis SÁÁ.
Það sé mjög streituvaldandi að
eiga ástvin sem er í virkri neyslu
og því mikilvægt að geta þjónu-
stað aðstandendur og reynt að
hjálpa þeim að takast á við þetta
krefjandi verkefni.
„Það sem við einblínum á
á þessu námskeiði er að auka
þekkingu aðstandenda á fíkni-
vandanum, þróun hans, birtingar-
mynd og hvernig hann hefur áhrif
á fjölskylduna. Við ræðum líka
um líðan foreldra, upplifun þeirra
og gefum þeim verkfæri til þess
að hlúa betur að sér og minnka
streituna.
Við tölum líka um samskipti,
en þau fara oft í óefni í þessum
aðstæðum. Við kennum fólki
hvernig betur er hægt að ræða
ýmis mál og hvernig það getur sett
mörk. Við kynnum fólk fyrir ska-
ðaminnkandi hugmyndafræði og
ræðum hvernig bataferli getur litið
út. Það eru nefnilega ekki alltaf
tengsl milli væntinga foreldra og
áætlunar ungmennis og því mikil-
vægt að þekkja öll skref í átt að
bata.
Þetta stuðlar allt að bata. Oft
heldur fólk að það sé nóg að sá sem
glímir við vandamálið fari í með-
ferð og þá verði allt betra en það er
ekki síður mikilvægt fyrir batann
að foreldrar sæki sér fræðslu og
stuðning. Þetta snýst um að öll
fjölskyldan nái að græða sig og líða
betur.“
Aðrir aðstandendur geta líka
sótt þjónustu til SÁÁ. Fjölskyld-
unámskeið er fyrir alla aðra
aðstandendur en með svipuðu
sniði og foreldranámskeiðið. Þá
er börnum sem eiga foreldra eða
aðra nákomna með fíknisjúkdóm
boðið upp á sálfræðiþjónustu.
„Markmiðið er að veita börnum
viðurkenningu á stöðu sinni og
aðstæðum í fjölskyldunni og reyna
að hjálpa þeim að skilja áfengis-
og vímuefnavandann og hvernig
hann hefur áhrif. Rannsóknir sýna
að ef fjölskylda einstaklings sem
glímir við fíknisjúkdóm leitar sér
aðstoðar aukast batalíkur fyrir
ástvininn.“ n
Rannsóknir sýna
að ef fjölskylda
einstaklings sem glímir
við fíknisjúkdóm leitar
sér aðstoðar aukast
batalíkur fyrir ástvinina.
Katrín Jónsdóttir
kynningarblað 7FIMMTUDAGUR 15. september 2022 ENDURHÆFING