Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 13

Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 13
Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Ríkisstjórnin hóf sjötta þingvetur sinn í vikunni. Af því tilefni hafa stjórnmálafræðingar látið í ljós það álit að næsta ár geti reynst henni þungt í skauti. Snúin úrlausnarefni blasa við. Svo hafa f lokkarnir í vaxandi mæli látið sérskoðanir sínar í ljós þvert á sameiginlega niðurstöðu í málum. Þetta tvennt er oft vísir að brestum í samstarfi. Þessi stjórn er hins vegar byggð á sérstökum forsendum. Hefðbundin viðmið eiga því ekki endilega við. Sérstakar forsendur Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður VG lýsti þessum sérstöku forsendum vel á flokks- ráðsfundi á Ísafirði í lok ágúst. Þar sagði hann það sem lengi verður í minnum haft að ekki mætti gleyma því að til samstarfsins hefði verið stofnað til þess að koma í veg fyrir að hlutir gerðust. Þessi sérstaki grundvöllur samstarfsins var flestum ljós frá byrjun. En engum forystumanna stjórnarflokkanna hafði fram að þessu dottið í hug að segja það upphátt. Í þessu ljósi hefur vegferðin frá upphafi verið án annars fyrirheits en þess að koma í veg fyrir að sam- starfsflokkarnir kæmu stefnu- málum sínum fram með öðrum flokkum á Alþingi. Býsna ójafnt gengi Þegar samstarf flokkanna þriggja hefur nú staðið í fimm ár verður ekki annað sagt en að þessi grund- vallarforsenda hafi verið traust og skilað því sem til stóð. Þrátt fyrir sérskoðanir upp á síðkastið bendir ekkert til að þessi trausta undir- staða bresti. Hreinskilni varaformanns forystuflokksins í ríkisstjórninni á ugglaust rætur að rekja til þess að VG hefur einn stjórnarflokk- anna tapað verulegu fylgi. Sjálf- stæðisflokkurinn stendur nokkurn veginn í stað. En Framsókn hefur unnið verulega á. Gengi flokkanna er þannig býsna ójafnt. Ástæðan Ástæðan kanna að vera sú að VG hafði í upphafi vegferðarinnar stór orð um algjör umskipti í heil- brigðismálum og umhverfis- og loftslagsmálum. Ráðherrar beggja sviða þurftu síðan að yfirgefa þau ráðuneyti án þess að hafa markað nokkur þáttaskil og jafnvel með pólitískar hrakfallasögur á bakinu. Vera má að það hafi komið forystu VG í opna skjöldu að sam- starfsflokkarnir skyldu á þessum sviðum beita grundvelli samstarfs- ins um stöðvun stefnumála hvert annars. Mögulegur viðsnúningur Helstu möguleikar VG til að snúa taflstöðunni sér í hag núna liggja í væntanlegum viðræðum við aðila vinnumarkaðarins. Verkalýðsfélögin hafa sett fram fjallháar kröfur um aukin útgjöld og meiri samneyslu. Þó að ríkisstjórnin fallist aðeins á hluta af efnahags- og ríkisfjár- málastefnu verkalýðsfélaganna gæti það dugað VG til að draga kjósendur til baka. Slík stefnu- breyting gæti á hinn bóginn veikt Sjálfstæðisflokkinn. Af því að ríkisstjórnin hefur ekki lýst neinni stefnu af sinni hálfu í viðræðum við aðila vinnu- markaðarins eru þessir möguleikar þó mikilli óvissu undirorpnir. Enginn veit til að mynda hvort þetta stefnuleysi þýðir að fjárlögin séu opin til breytinga. Besti vinur ríkissjóðs Ísland er eitt af fáum löndum sem græðir á tá og fingri á þeim áföllum, sem umbrotin í heiminum hafa valdið öðrum þjóðum. Þannig seljum við sjávarafurðir og fram- leiðslu stóriðju á hærra verði en nokkru sinni. Og ferðaþjónustan bólgnar eins og verðbólgan hafi engin áhrif. Þrátt fyrir þennan gífurlega uppgang er kominn mikill og alvar- legur halli á viðskipti við útlönd. Það er svo ein af öfugmælavísunum í þjóðarbúskapnum að viðskipta- hallinn er jafnan besti vinur ríkis- sjóðs. Hann græðir á því þegar við eyðum um efni fram. Vandinn er að þær tekjur eru að mestu froða, sem hverfur þegar hallinn jafnast, en útgjöldin standa. Skortur á forsjálni Viðskiptahallinn fyrir krónu- hrunið var reyndar miklu meiri. En þá var hluti tekjuaukans eða froðunnar notaður til að greiða niður skuldir. Sagan hefur svo kennt okkur að það hefði átt að gera í stærri stíl. En nú er engu af froðutekjunum varið til að greiða niður skuldir. Sá skortur á forsjálni þýðir að vandinn sem ákveðið var að setja á næstu ríkisstjórn stækkar. Þetta jafnvægisleysi í þjóðar- búskapnum þrátt fyrir dæmalausa velgengni útflutningsatvinnu- veganna er önnur birtingarmynd þess hvernig ferðir án fyrirheits geta endað. n Ferð án fyrirheits Snúin úrlausnarefni blasa við. Svo hafa flokkarnir í vaxandi mæli látið sérskoðanir sínar í ljós þvert á sam- eiginlega niðurstöðu í málum. JAGUAR - LAND ROVER Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík 525 6500 / jaguarlandrover.is Allir bílar sem merktir eru APPROVED hafa farið í gegnum gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla. Sjón er sögu ríkari – komdu í reynsluakstur strax í dag. JAGUAR F-PACE 180d Nýskr. 7/2017, ekinn 70 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð: 6.290.000 kr. Rnr. 420753. JAGUAR I-PACE EV400 SE Nýskr. 12/2020, ekinn 32 þús. km, rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 9.590.000 kr. Rnr. 421013. JAGUAR F-PACE 180d Portfolio Nýskr. 3/2019, ekinn 44 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð: 8.690.000 kr. Rnr. 148334. RANGE ROVER Sport HSE P400e Nýskr. 4/2019, ekinn 38 þús. km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 12.490.000 kr. Rnr. 410012. RANGE ROVER Sport HSE Dynamic P400e Nýskr. 5/2020, ekinn 29 þús. km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 14.990.000 kr. Rnr. 421010. RANGE ROVER VOGUE P400e Nýskr. 5/2020, ekinn 28 þús. km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 16.990.000 kr. Rnr. 421001. NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6 E N N E M M / S ÍA / N M 0 1 2 5 3 1 J a g u a r n o t a ð ir 6 b íl a r 5 x 2 0 1 5 s e p t FIMMTUDAGUR 15. september 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.