Fréttablaðið - 15.09.2022, Qupperneq 8
benediktarnar@frettabladid.is
BLÁFJÖLL Uppbygging á vinsælasta
skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins,
Bláfjöllum, er í fullum gangi og búast
má við tveimur nýjum stólalyftum
í vetur.
„Það er loksins farin af stað veruleg
uppbygging í Bláfjöllum sem sveitar-
félögin samþykktu fyrir nokkru
síðan,“ segir Magnús Árnason, fram-
kvæmdastjóri skíðasvæðanna
„Við erum núna að reisa tvær nýjar
stólalyftur og önnur þeirra verður
tilbúin fyrir áramót. Hin verður klár
einhvern tímann eftir áramót, en
hún er langt á undan áætlun,“ segir
Magnús um uppbyggingu á hinum
landsþekktu stólalyftum Gosanum
og Drottningunni.
„Gamli Gosinn og Drottningin
voru komin til ára sinna og í raun
bara ónýt. Við lentum í því 2018 að
það fór gírkassi í einni skíðalyftunni
og það gekk ekkert að fá varahluti,
þannig að við þurftum bara að leggja
hana af. Þannig að það var nauðsyn-
legt að fara í úrbætur bæði í Blá-
fjöllum og í Skálafelli,“ segir Magnús.
Það er nóg um að vera í uppbygg-
ingu á skíðasvæðunum tveimur, en
nýir skálar og aukin snjóframleiðsla
er í kortunum, ásamt uppbyggingu á
gönguskíðasvæðum.
„Svo kemur stólalyfta í Eldborgar-
gil í Bláfjöllum líka seinna,“ segir
Magnús sem kveður þetta vera
fyrstu uppbygginguna á svæðunum
síðan 2004.
„Við erum að horfa á verulega
bætingu á skíðasvæðunum okkar.
Það er í raun ekki búið að eiga sér
stað nein uppbygging síðan 2004
þegar Kóngurinn var keyptur. Svo
eru lyfturnar orðnar margar hverjar
yfir 40 ára gamlar og kominn tími
til að skipta þeim út,“ segir Magnús
.Um sé að ræðar eitt besta útivistar-
svæði höfuðborgarsvæðisins. „Það
þurfti að fara í verulega úrbætur til
þess að geta notið þess áfram,“ segir
Magnús.
Búist er við að fleiri geti komist að
með tilkomu nýju stólalyftanna.
„Ég get sagt þér það að biðraðir í
stólalyfturnar verða barn síns tíma,“
segir Magnús. n
Tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum
Veruleg uppbygging hefur verið á skíðasvæðinu í Bláfjöllum, en tvær nýjar
stólalyftur verða teknar í notkun í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Magnús Árna-
son, fram-
kvæmdastjóri
skíðasvæðanna
Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna
fyrir árið 2023 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009.
Samkvæmt lögum um listamannalaun eru til úthlutunar
1600 mánaðarlaun (133,3 árslaun):
50 mánuðir úr launasjóði hönnuða (4,2 árslaun)
435 mánuðir úr launasjóði myndlistarmanna (36,3 árslaun)
555 mánuðir úr launasjóði rithöfunda (46 árslaun)
190 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks (15,8 árslaun)
180 mánuðir úr launasjóði tónlistarflytjenda (15 árslaun)
190 mánuðir úr launasjóði tónskálda (15,8 árslaun)
Í umsóknum er óskað eftir:
l lýsingu á vinnu og listrænu gildi verkefna (50% vægi)
l ferli umsækjenda (30% vægi)
l verk- og tímaáætlun (20% vægi)
Umsóknir eru einstaklingsumsóknir og nota þarf rafræn
skilríki við gerð þeirra. Sviðslistahópar sækja um í launasjóð
sviðslistafólk í gegnum umsókn Sviðslistasjóðs. Ef við á þarf
að tilgreina umsóknarnúmer samtarfslistamanna í umsóknum.
Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn
aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu/lokaskýrslu
hefur verið skilað sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun
nr. 57/2009.
Á www.listamannalaun.is eru umsóknar- og skýrsluform,
matskvarði, áherslur stjórnar, lög og reglugerð og leiðbeiningar
um gerð umsókna.
Nánari upplýsingar: listamannalaun@rannis.is.
Listamenn eru hvattir til að skila umsóknum tímanlega.
Stjórn listamannalauna, ágúst 2022.
Opið er fyrir umsóknir til kl. 15:00,
3. október 2022
Listamannalaun
2023
Nýjasta tækni í 5G-fjarskipta-
búnaði var kynnt á sýningu
Huawei um síðustu helgi.
Forstjóri Fjarskiptastofu segir
nýja stöðu blasa við í kjölfar
lagabreytingar síðan í júní.
ninarichter@frettabladid.is
FJARSKIPTI Kínverski tæknirisinn
Huawei hélt nýsköpunar sýningu
um liðna helgi þar sem nýjasta
tækni í 5G-fjarskiptabúnaði var
kynnt. Forstjóri Fjarskiptastofu
segir nýja stöðu blasa við í kjölfar
lagabreytingar síðan í júní.
Í Huawei-vagninum mátti skoða
nýjan tækni- og fjarskiptabúnað
sem reiðir sig á 5G-tækni. Upplifun-
in minnti örlítið á vísindaskáldsögu.
Sýndarveruleikagleraugu á stærð
við sólgleraugu og vinnuhermir fyrir
flutningaskipahöfn voru meðal þess
sem gat að líta. Huawei hefur leitt
þróunina í 5G-kerfum.
Hieronim Piotrowski og Aleks-
ander Jakubczak eru sérfræðingar
í f jarskiptabúnaði hjá Huawei.
Aleksander segir snjallheimilið hafa
breyst í heimsfaraldrinum. „Hlut-
verk heimilisins hefur færst úr því
að vera eingöngu hvíldar- og afþrey-
ingarstaður yfir í að vera einnig
skrifstofa,“ segir hann.
Staðan í Úkraínu hafi líka kallað á
nýjar lausnir í gámaflutningum sem
snúa að lestarkerfum, sem nú þarf að
endurútfæra í ljósi stríðsins.
5G-tæknina má útskýra sem
næstu kynslóð farsímakerfa sem
tekur við af 4G-kerfinu. Í 5G felst
aukinn tengihraði sem opnar á nýja
möguleika í nýsköpun, afþreyingu,
framleiðslu og verslun.
Huawei hefur á undanförnum
árum sætt gagnrýni, helst af hálfu
Bandaríkjastjórnar, fyrir ýmsar
hliðar starfseminnar og helst þær
sem lúta að netöryggi, höfundarrétti
og mannréttindum.
Þá setti Bandaríkjastjórn árið
2020 fram ásakanir þess efnis að
fyrirtækið stundaði njósnastarfsemi
fyrir hönd kínverskra stjórnvalda.
Stjórnendur Huawei hafa svarað
gagnrýninni og segja enga aukna
öryggishættu af varningi þeirra
umfram sambærilegar vörur frá
samkeppnisaðilum, og segja engar
sannanir liggja að baki ásökunum
Bandaríkjastjórnar.
Ný fjarskiptalög voru samþykkt í
júní. Í lögunum felast ýmis nýmæli
sem ætlað er að bæta aðstöðu stjórn-
valda til að leggja mat á árangur
umbóta í lagaumgjörð fjarskipta.
„Þessi nýju fjarskiptalög setja
ákveðnar takmarkanir, en gera
það ekki með sama hætti og Banda-
ríkjamenn og Bretar, að banna
þennan búnað alfarið í íslenskri
lögsögu,“ segir Hrafnkell V. Gísla-
son, forstjóri Fjarskiptastofu.
„Það er einfaldlega ekki vilji
Alþingis. En það kann að vera að
samkvæmt þessu regluverki verði
settar ákveðnar skorður og það er
þá í höndum dómstóla og utanrík-
isráðuneytisins að leggja slíkt til,“
segir Hrafnkell. „En það er komin
upp ný staða sem er gríðarlega
mikið breytt.“
Beatriz García, samskiptastjóri
Huawei á Íslandi, segir að í nýju
lögunum séu jákvæðir þættir sem
stuðli að öryggi farneta. Fyrirtækið
telji lögin stuðla að stöðugleika í
fjarskiptarekstri á Íslandi og hlúa
að heilbrigðri samkeppni.
Í svari háskóla-, iðnaðar- og
nýsköpunar ráðuney tisins v ið
fyrirspurn blaðsins, þar sem spurt
var í hverju breytingin fælist,
var megináhersla lögð á auknar
heimildir varðandi samnýtingu
aðstöðu og ólíkra hluta fjarskipta-
neta. Þar kom fram að fjölga þyrfti
sendastöðum vegna 5G, gildistími
úthlutaðra tíðniheimilda yrði um
15-20 ár og opnað væri á viðskipti
með tíðniheimildir milli markaðs-
aðila að uppfylltum nánari skil-
yrðum, sem ekki var tiltekið hver
væru. n
Ný lög gerbreyta stöðu í þróun fjarskiptakerfa
Hieronim Piotrowski og Aleksander Jakubczak, sérfræðingar í fjarskipta-
búnaði hjá Huawei. MYND/AÐSEND
Brot af þeim 5G-búnaði sem var til
sýnis á nýsköpunarsýningu Huawei.
kristinnpall@frettabladid.is
SAMFÉLAG Úkraínskum ríkisborg-
urum hefur fjölgað um rúm 600
prósent hér á landi frá því í des-
ember. Alls voru skráðir 1.679 ein-
staklingar frá Úkraínu með búsetu
hér á landi þann 1. september.
Þetta kemur fram í nýjustu
tölum frá Þjóðskrá.
Í upphafi desember í fyrra voru
239 úkraínskir ríkisborgarar hér
á landi en í dag eru þeir 1.679 og
hefur því fjölgað um 1.440. Aðeins
fimm þjóðir eiga hér f leiri fulltrúa.
Frá Póllandi eru 22.567 manns,
4.983 frá Litáen, 3.334 frá Rúmen-
íu, 2.555 frá Lettlandi og frá Þýska-
landi eru 1.763 búsettir hér á landi.
Pólskum ríkisborgurum fjölgar
um 6,5 prósent á milli ára og eru
þeir um 5,9 prósent allra lands-
manna. Þá eru hinir 22.567 Pólverj-
ar um þriðjungur af þeim rúmlega
61 þúsund erlendu ríkisborgurum
sem eru með búsetu hér á landi. n
Úkraínumenn hér hátt í tvö þúsund
Fjöldi Úkraínumanna hér á landi
hefur margfaldast það sem af er ári.
Þessi nýju fjarskiptalög
setja ákveðnar tak-
markanir, en gera það
ekki með sama hætti
og Bandaríkjamenn og
Bretar.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Fjarskiptastofu
8 Fréttir 15. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ