Fréttablaðið - 15.09.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.09.2022, Blaðsíða 18
Lubbi er íslenskur fjárhundur sem langar til að læra að tala en þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Um hann má lesa í bókinni Lubbi finnur málbein og börnin á leikskólanum Sólhvörf­ um aðstoða hann við þetta stóra verkefni undir stjórn kennara sinna, Gerðar Magnúsdóttur og Ingu Birnu Sveinsdóttur. „Lubbi hefur verið notaður á Sólhvörfum síðan 2017 en bókinni fylgja bæði verkefni, tónlist og sitthvað fleira sem gagnast vel í kennslu. Þetta er miklu aðgengi­ legra efni en flest annað og nýtist öllu starfsfólki sem getur styrkt efnið með sinni sérfærni,“ segir Inga Birna og Gerður bætir við: „Höfundar bókarinnar, Þóra Másdóttir og Eyrún Ísfold Gísla­ dóttir, eru talmeinafræðingar og námsefnið býður upp á nýja fram­ setningu á íslensku málhljóðunum og leggur grunn að lestrarnámi. Og það er hægt að nýta sér það í öllu samhengi og öllum daglegum verkefnum í leikskólanum sem er mikill kostur.“ Ekki í stafrófsröð Lubbi lærir hljóðin ekki í stafrófs­ röð heldur eftir því hvernig börnin læra málhljóð og Inga Birna segir að börnunum finnist þetta mjög eðlileg röð og aðferð. „Hvert hljóð á sér sögu og hundurinn Lubbi fer um landið og finnur hljóð. Þegar við erum að skoða A þá erum við á Akureyri og mikil áhersla á stafinn A. Þegar við skoðum B þá er hann á Bolungarvík og finnur bolta og svo framvegis.“ Gerður tekur undir: „Lykilat­ riðið í Lubba er að læra hljóðin fyrst og stafina sem birtingarmynd þeirra en ekki öfugt. Þess vegna eru þessi hljóð sem oft koma síðast hjá börnum, R og S, líka síðust hjá Lubba. Nálgunin er þrískipt. Fyrst er hljóðið, síðan er það táknið með hljóðinu sem er bókstafurinn og svo er hljóðtákn með hverju og einu. Við finnum að börnin eiga mjög auðvelt með að tileinka sér þessa aðferð.“ Ávaxtahljóð vikunnar „Við finnum alltaf nýja og nýja vinkla á bókinni þó að við höfum verið að vinna með hana í mörg ár,“ segir Gerður. „Þannig höfum við dansað orðadans, leikið með hljóðskrímsli, þau henda bolta í hljóðspjöld, fara í hljóðakappakst­ ur og við förum út og skoðum öll málhljóðin sem tengjast umhverf­ inu. Það eru engar hindranir nema ímyndunarafl kennarans.“ Inga Birna bætir við: „Og í málörvun fyrir börn sem eru með hljóðvillu þá hjálpar þetta rosalega mikið því það er svo miklu auðveldara að halda í táknin til að skýra hvernig hljóðið er.“ Þær eru sammála um að Lubbi virkar gríðarlega vel fyrir kennar­ ana. „Mér finnst ég finna nýjar leiðir til að nýta þetta á hverjum einasta degi og allar deildir leik­ skólans taka þátt af miklum krafti. Núna vildi eldhúsið til dæmis vera í Lubbaliðinu og ber fram ávexti sem tengjast hljóði vikunnar,“ segir Gerður og Inga bætir við: „Um daginn var mjög mikill líf færa­ áhugi í einum hópnum og það var ekkert nema málörvun allan daginn því við vorum að fara yfir innyflin, hvað þau hétu og hvaða hljóð þau hefðu.“ Þekkja litina fyrst á ensku Þær eru sammála um að málörvun sé stærsta verkefni leikskóla­ stigsins. „Við erum í ofboðslega erfiðri samkeppni við spjaldtölvur og síma og fáum æ oftar til okkar börn af alíslensku foreldri sem þekkja litina á ensku áður en þau læra þá á íslensku, pínulítil stýri segja icecream í staðinn fyrir ís og triangle í staðinn fyrir þrí­ hyrningur. Og horfa á Paw Patrol en ekki Hvolpasveitina sem þó er aðgengileg á RÚV á íslensku,“ segir Inga Birna og Gerður tekur undir: „Til mótvægis verður málörvunin að vera alltumlykjandi alltaf og alls staðar, ekki bara í málörvunar­ stund á ákveðnum tíma. Stóra mál­ örvunin á sér stað í öllum hvers­ dagsaðstæðunum, fataherberginu þar sem við förum í fötin okkar, matmálstímanum, alls staðar þar sem við getum rætt um orðin sem tengjast umhverfinu og sam­ henginu. Og ég get ekki lagt næga áherslu á hversu mikilvæg mál­ örvunin er. Ef við höfum ekki vald á tungumáli til að tjá tilfinningar okkar og langanir og skoðanir þá erum við í rauninni illa sett.“ Þær segja næsta stóra verkefni vera að fá foreldra til að skilja að þó það sé vissulega mikilvægt fyrir börn að læra ensku þá geta þau ekki lært hana vel og sér til gagns fyrr en þau eru komin með tök á móðurmáli sínu. „Við búum í íslensku málum­ hverfi og hálfbökuð enska í bland við ófullburða íslensku gagnast ekki til að tjá skoðanir, vilja og tilfinningar. Við verðum að gefa börnum verkfæri, orðaforða og blæbrigðaríkt tungumál til að tjá sig og litróf tilfinninganna. Og þar erum við fullorðna fólkið mikil­ vægar fyrirmyndir.“ n Bókin Lubbi finnur málbein inniheldur verk- efni, tónlist og sitthvað fleira sem gagnast vel í kennslu. Hún býður upp á nýja framsetn- ingu á íslensku málhljóðunum og leggur grunn að lestrarnámi að sögn Gerðar og Ingu Birnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Málörvun í dagsins önn Á vefsíðu Sólhvarfa er að finna góð ráð um málörvun í dagsins önn. Þar er meðal annars bent á eftirfarandi: n Nota sömu orð í mismun- andi samhengi. n Nefna athafnir. Að tala um það sem verið er að gera til að auðga orðaforða. n Að tala um atburði í nútíð, þátíð og framtíð. Rifja til dæmis upp skemmtilega atburði. n Nota setningar sem barnið skilur en bæta við nýjum orðum. n Lesa á hverjum degi. Að hlusta á bækur örvar orða- forða barna. n Hvetja börn til að segja frá, rifja daginn upp og fara yfir atburði. n Búa til sögur saman. Gera til dæmis bækur með börnum. n Syngja saman. Syngja fyrir eða með barninu. n Þykjustuleikir. Fara í leiki með börnum til að virkja og efla ímyndunarafl þeirra. Bókin um Lubba gefur nýjar hugmyndir á hverjum degi. Hver stafur og hvert hljóð á sér sögu. Lubbi lærir hljóðin fyrst og stafina sem birtingarmynd þeirra. 2 kynningarblað A L LT 15. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.