Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 15.09.2022, Qupperneq 4
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 Alvöru jeppi – alvöru fjórhjóladrif - Eini jeppinn í sínum stærðarflokki með lágt drif Einungis nýir Jeep frá ÍSBAND eru með 5 ára ábyrgð! JEEP.IS JEEP RENEGADE TRAILHAWK 4XE PLUG-IN HYBRID PLUG-IN HYBRID ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID EIGUM LOKSINS TIL AFHENDINGAR sigurjon@frettabladid.is UMFERÐ Slysum ferðamanna hér- lendis hefur farið fækkandi. Bana- slysum fækkar á milli ára en fjöldi þeirra sem slasast alvarlega stendur í stað á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um umferðarslys meðal erlendra ferðamanna á Íslandi undanfarin ár. Þegar horft er á slysatíðni og fjölda slasaðra á hverja tíu þúsund ferða- menn eru Kínverjar, Spánverjar og Ítalir með hæstu slysatíðni ferða- manna hérlendis. Fæstir slasaðra eru Bretar, Danir, Finnar og Svíar. Sé horft til slysatíðni eftir heimsálfum er hún hæst hjá Asíubúum og minnst hjá íbúum Norður-Ameríku. n Asíubúar slasast mest í umferðinni Hlutfallslega lentu Kínverjar, Spán- verjar og Ítalir í flestum slysum. Samstaða og málamiðl- anir einkenndu samstarf stjórnarflokkanna þriggja á neyðartímum en nú kveður við annan tón. Hiti færist í leikinn og þingflokkarnir hnykla allir vöðva sína. ingunnlara@frettabladid.is ALÞINGI „Málafjöldinn hjá bæði ríkisstjórn og stjórnarandstöðu er talsverður. Það verður tekist á um fjölmörg hitamál en hver þau verða er erfitt að spá fyrir um,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sem býst við starfsömum og átakamikl- um þingvetri. Fyrstu mál á dagskrá varða fjár- lög og fjárlagatengd mál, svo raðast inn endurflutt frumvörp áður en ný mál komast að sem eru líkleg til að kljúfa stjórnarflokkana. Má þar nefna mál um útlendinga, sjávarút- veg og vímuefni. Forsætisráðherra segir að miklu máli skipti að stjórnvöld og Seðla- banki Íslands fari samstillt inn í mál sem varða efnahaginn. „Stærstu mál þingsins verða um stöðu efnahagsmála og að ná far- sælum kjarasamningum í snúnum efnahag,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Fyrsta mál hennar verður um heimildir stjórnvalda til að meta og taka afstöðu til erlendra fjárfesta í þýðingarmiklum sam- félagsinnviðum. Guðlaug u r Þór Þórða r son, umhverfis-, orku- og loftslagsráð- herra, leggur fram að nýju frum- varp um að banna olíuleit í efna- hagslögsögu Íslands. Katrín sagði í stefnuræðu sinni á þingi í gærkvöldi að mikilvægt væri að afgreiða það mál til að senda skýr skilaboð til umheimsins um að Íslandi ætli að leggja sitt af mörkum í loftslags- málum. Ríkisstjórnin er með nokkur frumvörp frá fjármálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og mennta- og barnamálaráðherra til að bæta hag barna. Þar má nefna styrkingu á barnabótakerfinu, áf ramhaldandi heildarendur- skoðun á barnaverndarlögum og greiðslur til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna. Á þingmálaskrá má einnig finna bein viðbrögð ráðherra við helstu hitamálum síðustu missera sem hafa verið mikið í fjölmiðlum. Má þar nefna frumvarp um vopna- burð, sanngirnisbætur til barna sem voru vistuð á Hjalteyri og meðferð eignarhluta ríkisins í fyrirtækjum. Willum Þór Þórsson heilbrigðis- ráðherra endurflytur frumvarp um sóttvarnalög og stefnir á að innleiða aðgerðir til að sporna við mönn- unarvanda í heilbrigðiskerfinu og verja heilbrigðisstarfsfólk. Einn liður er frumvarp um að hækka starfsaldur heilbrigðisstarfsfólks upp í 75 ár og annar er frumvarp um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana. Jón Gunnarsson dómsmála- ráðherra leggur til að sameina sýslumannsembættin níu í eitt og héraðsdómstólana átta í einn héraðsdóm. Forvirkar heimildir lögreglu eru aftur á málaskrá ríkis- stjórnarinnar í nýju frumvarpi sem varðar aðgerðir til að koma í veg fyrir brot tengd skipulagðri brota- starfsemi. Svandís Svavarsdóttir mat- væla ráðherra leggur fram nokkur frumvörp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Má þar nefna frumvarp um afmörkun hugtaksins raunveruleg yfirráð við framkvæmd reglna um hámarksaflahlutdeild og tengda aðila. n Sér fyrir hitamál og átakavetur á þingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það verður tekist á um fjölmörg hitamál en hver þau verða er erfitt að spá fyrir um. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis sigurjon@frettabladid.is DÝRAHALD Ef staðið væri að eftirliti hvalveiða af kostgæfni telur Dýra- verndarsamband Íslands, DÍS, að í ljós komi að hvalveiðar brjóti í bága við lög um dýravelferð. Þetta segir í yfirlýsingu frá stjórn DÍS. „Stjórn DÍS lýsir yfir eindregnum stuðningi við aukið eftirlit með hvalveiðum og ítrekar andstöðu sambandsins við slíkar veiðar,“ segir í yfirlýsingunni. „Í ljós hefur komið að það getur tekið allt að hálfa klukkustund fyrir þessi risastóru spendýr að deyja frá því að fyrsti skutullinn hæfir þau og stór dýnamíthleðsla springur inni í þeim.“ Sambandið segir óhugs- andi að slík slátrun yrði leyfð í dag á landspendýrum. n Eftirlit geti sýnt brot gegn hvölum Dýraverndarsamtök lýsa yfir stuðn- ingi við eftirlit með hvalveiðum. thorgrimur@frettabladid.is SVÍÞJÓÐ Leiðtogar sænsku hægri- blokkarinnar hafa lýst yfir sigri eftir þingkosningarnar sem voru haldnar í Svíþjóð á sunnudaginn. Magdal- ena Andersson, leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins, hefur viðurkennt ósigur og boðað afsögn sína sem forsætisráðherra Svíþjóðar. Kosningarnar voru afar tvísýnar en nú þegar búið er að telja rúmlega 99 prósent atkvæðanna þykir ljóst að bandalag hægrif lokkanna hafi unnið nauman sigur með nánast sléttan helming atkvæða og þremur þingsætum meira en vinstriflokk- arnir. Ef svo heldur fram sem horfir er líklegt að fjórir flokkar – Svíþjóðar- demókratar, Hægrif lokkurinn, Frjálslyndi f lokkurinn og Kristi- legir demókratar – geti myndað meirihluta saman. Óljóst er þó hver samsetning stjórnar þeirra kynni að vera. Lengi hefur ríkt tregða meðal borgaralegu hægriflokkanna gegn því að vinna með Svíþjóðardemó- krötum, sem eiga uppruna að rekja til sænskra nýnasistahreyfinga. Vaxandi fylgi Svíþjóðardemókrata hefur smám saman gert þessa snið- göngu á þeim erfiðari og í aðdrag- anda síðustu kosninga opnuðu hinir f lokkarnir loks á möguleika á ein- hvers konar samstarfi með þeim. Svíþjóðardemókratar hlutu 20,6 prósent atkvæða og eru því stærsti f lokkurinn meðal hægriflokkanna og sá næststærsti á eftir Jafnaðar- mönnum, sem hlutu um þrjátíu pró- sent. Engu að síður er Ulf Kristersson, leiðtogi Hægriflokksins, sem hlaut um nítján prósent atkvæða, talinn líklegastur til að veita nýrri ríkis- stjórn forystu. n Hægristjórn í bígerð eftir kosningar í Svíþjóð  Ulf Kristersson, leiðtogi Hægri- flokksins 4 Fréttir 15. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.