Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 22
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Á Reykjalundi starfa tæplega 200
starfsmenn með mikla reynslu
og 120-130 manns njóta þjón-
ustunnar á degi hverjum. Nú eru
um 1.500 á biðlista inn á Reykja-
lund en 1.000-1.200 manns fara í
gegnum meðferð á ári. Flestir eru
4-6 vikur í senn. Á Reykjalundi
eru 60 gistirými í boði fyrir fólk
af landsbyggðinni eða fólk sem af
öðrum ástæðum kemst alls ekki
heim til sín í lok dags.
Reykjalundur er heilbrigðis-
stofnun í eigu SÍBS. Nýbyggingar
og viðhald á húsnæði Reykjalund-
ar er að meginhluta fjármagnað
með hagnaði frá Happdrætti SÍBS.
Almenn starfsemi er fjármögnuð
með þjónustusamningi við Sjúkra-
tryggingar Íslands. Starfsemin
hófst árið 1945 og þá var mark-
miðið að endurhæfa sjúklinga
eftir berklaveiki. Um 1960 fór
berklaveikin að láta undan síga
með tilkomu nýrra og öflugra
lyfja og ljóst varð að ekki væri
lengur þörf á endurhæfingu fyrir
þennan sjúklingahóp í sama mæli
og áður. Á næstu árum breyttist
því starfsgrundvöllur Reykja-
lundar og áhersla í endurhæfingu
varð fjölbreyttari. Reykjalundur
þróaðist smám saman í alhliða
endurhæfingarmiðstöð og er enn
að þróast í takt við nýja þekkingu
í heilbrigðisvísindum. Nýjasti
sjúklingahópur Reykjalundar er
nú þeir sem veikst hafa af Covid
og glíma við langvinn eftirköst af
þeim sökum.
Stærsta endurhæfingarstofnun
landsins
Reykjalundur er stærsta endur-
hæfingarstofnun landsins. Endur-
hæfingin á Reykjalundi er teymis-
vinna sem er einstaklingsmiðuð
og sérsniðin fyrir hvern sjúkling.
Tekið er mið af getu hans og færni,
sem og persónulegum þáttum eins
og menntun, fjölskyldu, búsetu,
kyni og vinnu, allt eftir því hvaða
markmið er með vinnunni. Mikil
áhersla er lögð á fræðslu og þátt-
töku sjúklings.
Meginmarkmið endurhæfingar
er að aðstoða fólk við að ná sem
bestri líkamlegri, andlegri og
félagslegri heilsu og færni. Þar
meðtalið að bæta líðan og lífsgæði.
Eftir alvarleg veikindi, slys, áföll
eða aðgerð getur endurhæfing
hjálpað til við að ná aftur fótfestu í
daglegu lífi og koma fólki aftur út á
vinnumarkaðinn.
Átta þverfagleg teymi
Á Reykjalundi starfa átta þver-
fagleg meðferðarteymi heilbrigðis-
starfsfólks með mismunandi
áherslur og sérhæfingu. Þau eru:
Hjartateymi, lungnateymi, tauga-
teymi, geðheilsuteymi, offitu- og
efnaskiptateymi, gigtarteymi,
verkjateymi og starfsendurhæf-
ingarteymi. Níunda teymið er svo
sólarhringsdeild Reykjalundar,
Miðgarður, en það er legudeild sem
sinnir þeim skjólstæðingum sem
þurfa sólarhringsþjónustu. Hlein
er heimili á lóð Reykjalundar sem
er starfrækt samhliða starfsemi
Reykjalundar en þar búa ein-
staklingar með fötlun af völdum
sjúkdóma eða slysa. Auk þessa eru
starfræktar ýmsar einingar innan
Reykjalundar eins og Hjarta- og
lungnarannsókn, innskriftarmið-
stöð og fleira. n
Á Reykjalundi
fara fram öfl-
ugar mælingar á
starfsemi hjarta
og lungna.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
Eftir alvarleg veik-
indi, slys, áföll eða
aðgerð getur endurhæf-
ing hjálpað til við að ná
aftur fótfestu í daglegu
lífi og koma fólki aftur út
á vinnumarkaðinn.
Miðvikudaginn 29. júní
héldu gæðastjórar Reykja-
lundar, þær Berglind Gunn-
arsdóttir og Hlín Bjarnadótt-
ir, kynningu fyrir starfsfólk á
þróun, gerð, framkvæmd og
niðurstöðum þjónustukönn-
unar Reykjalundar á meðal
sjúklinga.
„Auknar kröfur eru á heilbrigðis-
stofnanir hérlendis að setja fram
viðeigandi gæðavísa í sinni starf-
semi sem og að skila inn gæða-
uppgjöri í lok hvers starfsárs.
Gæðastjórar hafa nú í vetur unnið
að þróun gæðavísa til notkunar í
endurhæfingu og er gerð þjónustu-
könnunar einn liður í því ferli,
ásamt því að setja fram gæða-
vísa varðandi skipulag, ferli og
árangursmat,“ segir Hlín.
„Í kjölfar hlutaúttektar Embættis
landlæknis á Reykjalundi í nóvem-
ber 2019 voru stofnaðir nokkrir
vinnuhópar til gæða- og umbóta-
starfa, þar á meðal umbótahópur
um þjónustukannanir. Vinnuhóp-
urinn skilaði af sér yfirgripsmikilli
skýrslu í apríl 2021 með tillögum að
aðferðafræði og spurningabanka
tengdum starfseminni. Vorið 2021
sótti gæðaráð Reykjalundar um og
hlaut gæða- og nýsköpunarstyrk frá
heilbrigðisráðuneytinu til að þróa
þjónustukannanir á Reykjalundi til
framtíðar,“ segir Berglind.
Berglind segir að gæðastjórum
hafi næst verið falið að þróa
og hanna þjónustukönnun á
Reykjalundi til að meta upplifun
sjúklinga á þeirri þjónustu, mati
og meðferð sem þeir fá meðan á
endurhæfingu stendur. Í framhaldi
af vinnu gæðaráðs og umbóta-
hóps um þjónustukannanir
huguðu gæðastjórar að því hvaða
leiðir væru færar fyrir heilbrigðis-
stofnanir til að framkvæma slíkar
kannanir út frá reglugerðum um
upplýsinga- og gagnasöfnun og
hvaða hugbúnaður hentaði við
gagnasöfnun og tölfræðiúrvinnslu.
Einnig var unnið að gerð viðeig-
andi spurninga og framsetningu
þeirra í samstarfi við gæðaráð.
Hluti starfsfólks tók þátt í að rýna
spurningar.
Niðurstöður heilt yfir jákvæðar
fyrir stofnunina
Spurð út í niðurstöðu könnunar-
innar segir Berglind:
„Í fyrstu umferð verkefnisins var
lagt upp með rafræna forkönnun
á meðal allra skjólstæðinga á
dagdeildum sem útskrifuðust á
tímabilinu 29. apríl til 3. júní 2022.
Skjólstæðingar Reykjalundar á
þessu tímabili tóku vel í fram-
kvæmdina þar sem svarhlutfall
á meðal útskrifaðra var 90,7%
eða 88 manns af 97 alls sem tóku
þátt. Niðurstöður könnunarinnar
voru meira og minna á jákvæðum
nótum varðandi flesta þætti starf-
seminnar. Um fjölvalsspurningar
var að ræða en þátttakendum gafst
einnig kostur á að koma á framfæri
skriflegum ábendingum. Flestir
nýttu sér þetta tækifæri til að koma
á framfæri hrósi til starfsfólks og
einnig að koma fram ábendingum
um þætti sem bæta má í fram-
tíðinni, Reykjalundi og þeim
sem sækja þar endurhæfingu til
hagsbóta. Almenn ánægja var með
uppbyggingu meðferðar og viðmót
starfsfólks. Margir lýstu ánægju
sinni með að fá tækifæri til að vera
virkir þátttakendur í eigin með-
ferð,“ segir Berglind og bætir við:
„Eins og áður sagði voru niður-
stöður heilt yfir jákvæðar fyrir
stofnunina. Áherslur í spurningum
sneru aðallega að þjónustunni
sjálfri og eigin mati á upplifuðum
árangri. Ábendingar sneru þegar
á heildina er litið mestmegnis
að aðstöðu og búnaði og upplýs-
ingagjöf auk þess sem eindregin
ósk kom fram um nútímalegri
vinnubrögð svo sem rafrænt kerfi í
kringum stundaskrár sjúklinga.“
Þjónustukannanir mikilvægar
En hvers vegna er svona könnum
framkvæmd?
„Í þetta sinn var um forkönnun
að ræða en fyrirhugað er að gera
reglulegar kannanir á upplifun
notenda í framtíðinni. Upplifun
skjólstæðinga á þjónustunni og
ábendingar eru stofnuninni dýr-
mætar til að styðja við umbætur
og til að veita góða þjónustu til
framtíðar. Þjónustukannanir eru
mikilvægar þegar stefnt er í átt að
notendavænni þjónustu og liður í
áætlun Embættis landlæknis um
gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu,“
segir Berglind.
Um hlutverk gæðastjóra segja
Berglind og Hlín:
„Gæðastjórar koma að öllu gæða-
starfi tengdu meðferðarteymum,
faghópum og starfsstöðvum og
vinna að uppbyggingu gæðakerfis,
endurskoðun gæðastefnu, vali á
gæðavísum og árangursmælingum
og uppbyggingu gæðahandbókar.
Gæðastjórar koma þannig beint
eða óbeint að flestum þeim þáttum
sem lúta að þjónustunni.“ n
Ánægja með uppbyggingu meðferðar á Reykjalundi
Berglind Gunn-
arsdóttir og
Hlín Bjarna-
dóttir eru
gæðastjórar
Reykjalundar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Almenn ánægja var
með uppbyggingu
meðferðar og viðmót
starfsfólks. Margir lýstu
ánægju sinni með að fá
tækifæri til að vera virkir
þátttakendur í eigin
meðferð.
Berglind Gunnarsdóttir
2 kynningarblað 15. september 2022 FIMMTUDAGURENDURHÆFING