Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 16
Þrettán þjóðir senda
lið til leiks á Evrópu-
mótinu í hópfim-
leikum að þessu sinni
sem er nýtt met.
hmj@frettabladid.is
FIMLEIKAR Tinna Ólafsdóttir í
kvennalandsliðinu var ánægð með
lokaæfingu liðsins í gær og segir
liðið tilbúið í undankeppnina í dag.
„Við náðum að finna áhöldin og
gera það sem við þurftum að gera.
Við erum tilbúnar fyrir morgun-
daginn,“ sagði Tinna í samtali við
Fréttablaðið.
Tinna varð Evrópumeistari með
liðinu í fyrra og er nú mætt aftur til
keppni níu mánuðum seinna. Spurð
hvort hún finni fyrir auknu álagi að
taka tvö stórmót með svona stuttu
millibili svarar hún því neitandi.
„Við auðvitað vissum af því fyrir
níu mánuðum að við værum að
keppa aftur. Þannig að við vorum
búnar að undirbúa okkur undir
það.“ n
Við erum tilbúnar
mhj@frettabladid.is
FIMLEIKAR Helgi Laxdal Aðalgeirs-
son í karlalandsliðinu var gríðarlega
ánægður með æfingar liðsins í gær
þegar Fréttablaðið náði af honum
tali. „Ég lenti öll stökkin mín,
trampó l ínið var fínt og gólfæfing-
arnar gengu mjög vel,“ sagði Helgi.
„Það eina sem var er að það var
svolítill hiti í höllinni. Það var rosa-
lega heitt þannig að við vorum að
svitna ekkert eðlilega mikið. Vorum
með pappír, handklæði, klaka-
poka og klakapokinn var ekki út af
neinum meiðslum heldur bara til að
kæla okkur niður. Við Íslendingar
erum ekki alveg vanir svona hita og
loftleysi,“ sagði Helgi í gær.
Helgi Laxdal skráði sig í sögu-
bækurnar í fyrra þegar hann keppti
fyrstur manna með tvöfalt fram-
heljarstökk með beinum líkama og
tveimur og hálfri skrúfu. Hann seg-
ist ætla framkvæma stökkið aftur í
ár, bæði í dag og í úrslitum. n
Lofar sögulegu
stökki aftur í ár
mhj@frettabladid.is
FIMLEIKAR Yfirþjálfarahjónin Björn
Björnsson og Hrefna Þorbjörg
Hákonardóttir hafa umsjón með
öllum landsliðsþjálfarateymunum
sem fylgja Íslandi á EM í ár. Þau voru
bæði mjög ánægð með æfingarnar
hjá liðunum síðastliðna daga.
„Dagurinn í dag og dagurinn í gær
hafa gengið rosalega vel. Hvernig
landsliðsþjálfararnir stilltu þessu
upp og fóru inn í daginn með rétt
hugarfar og undirbjuggu öll lands-
liðin okkar inn í dagana virkaði
rosalega vel. Það eru auðvitað mis-
munandi áherslur hjá öllum en allir
eru að koma mjög vel undirbúnir
undir þennan upphitunardag,“ sagði
Björn í gærkvöldi.
Hrefna segir að það sé í raun
jákvætt að það hafi verið stutt á milli
móta, þá séu keppendur með í fersk-
ara minni hvað þeir vilja laga. „Það
virðast allir frekar ferskir þegar það
er stutt á milli móta,“ segir Hrefna.
„Svo erum við að stórum hluta með
sama landsliðsþjálfarateymi og þau
eru að leysa þetta hrikalega vel,“
segir Björn. n
Fóru inn í daginn með rétt hugarfar
Karla- og kvennalandslið
Íslands í hópfimleikum tóku
síðustu æfinguna fyrir Evr-
ópumeistaramótið í Lúxem-
borg í keppnishöllinni í gær en
liðin hefja bæði keppni í dag.
mhj@frettabladid.is
FIMLEIKAR Mótshaldarar í Lúxem-
borg hafa átt í vandræðum með
loftræstinguna í keppnishöllinni
og steikjandi hiti og nær algjört
loftleysi var í höllinni. Það hafði
þó ekki áhrif á æfingar liðsins að
sögn keppenda þrátt fyrir krefj-
andi aðstæður. Keppendur voru
með handklæði, pappír og klaka í
poka til að kæla sig niður og þurrka
svitann á milli áhalda.
Að sög n la nd sl iðsþjá l f a r a
k vennaliðsins, Þorgeirs Ívars-
sonar og Daða Snæs Pálssonar,
framkvæmdu stelpurnar allar þær
æfingar sem þær þurftu að gera
daginn fyrir mót og er stemming í
hópnum fyrir deginum í dag en þær
eiga titil að verja.
Athygli vakti að Andrea Sif Pét-
ursdóttir landsliðsfyrirliði sást
stökkva á dýnunni en hún sleit
hásin á Evrópumeistaramótinu í
Portúgal fyrir níu mánuðum. Hún
mun þó að öllum líkindum ekki
stökkva neitt á mótinu en það eru
þó jákvæð teikn fyrir Íslendinga að
fimleikakona ársins sé mætt aftur
á stökkdýnuna. Undankeppnin hjá
stelpunum hefst á morgun klukkan
14.30 að íslenskum tíma.
Þó nokkrar liðsbreytingar hafa átt
sér stað frá því að liðið varð Evrópu-
meistari í fyrra og kemur því í ljós á
morgun hvar liðið stendur áður en
úrslitin fara fram á laugardaginn.
Karlalandsliðið náði heldur
óvænt í silfurverðlaun á EM í fyrra
og miðað við æfingu dagsins eru
strákarnir tilbúnir að verja þann
góðan árangur. Danska landsliðið,
sem hefur ráðið lögum og lofum í
hópfimleikum karla síðastliðinn
áratug, er hins vegar mætt aftur
en það tók ekki þátt í fyrra vegna
Covid-faraldursins. Samkeppnin
verður því ögn harðari í ár en það
verður gaman að sjá strákana máta
sig við bestu lið Evrópu í undan-
keppninni á morgun.
Karlalandslið Íslands mætir á
keppnisgólfið klukkan 17.15 að
íslenskum tíma og mun síðan eins
og stelpurnar keppa til úrslita á
laugardaginn. n
Erfiðar aðstæður í höllinni trufluðu
lokaæfingu íslensku liðanna fyrir EM
Kvennalandslið Íslands tók lokaæfinguna í keppnishöllinni í gær við erfiðar aðstæður en þær eru engu að síður tilbúnar í undankeppnina sem hefst í dag.
MYND/STEFÁN ÞÓR FRIÐRIKSSON
Tinna og stöllur ætla að verja
Evrópu gullið. MYND/STEFÁN ÞÓR
Helgi Laxdal segist ekki vera vanur
jafnmiklum hita og er í höllinni.
Björn og Hrefna
í keppnishöll-
inni í gær.
MYND/STEFÁN ÞÓR
FRIÐRIKSSON
Kvennaliðið
varð Evrópu-
meistari á
síðasta ári.
MYND/STEFÁN ÞÓR
FRIÐRIKSSON
16 Íþróttir 15. september 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 15. september 2022 FIMMTUDAGUR