Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 10

Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 10
Það verður mjög spennandi að sjá hvernig hefðbundnir bankar koma til með að laga sig að þessum breytingum sem eru í farvatninu. Börkur I. Jónsson, framkvæmda- stjóri Rafmyntasjóðs Íslands Það verður aldrei hin endanlega sátt. magdalena@frettabladid.is Heiðrún Lind Marteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að mikilvægt sé að ræða um sjávarútveg þar sem hann standi hjarta okkar nærri og að þjóðin muni aldrei verða södd af umræðu um hann. Þetta sagði hún í sjónvarpsþætt- inum Markaðinum aðspurð hvern- ig skapa mætti sátt um greinina en þátturinn var sýndur á sjónvarps- stöðinni Hringbraut í gærkvöldi. „Við þurfum aftur á móti að auka gagnsæi og traust í sambandi við sjávarútveginn þannig að fólk skilji hvernig verðmætin verða til og fólk skilji hvað sé áframhaldandi verð- mætasköpun.“ Heiðrún nefnir í þættinum að í því samhengi séu tveir þættir sem skipti máli. „Það er að hámarka afrakstur nytjastofna og vera með hag- kvæman rekstur. Þannig verða verðmætin til en ég skil og ég geri ekki lítið úr því að það þarf að taka einstaka ákvarðanir til að stuðla að samfélagslegri sátt. Það hefur verið reynt og margoft gert eins og með hámarksaflahlut- deild, krókakerfið, strandveiðar og veiðigjaldið er hluti af því,“ segir Heiðrún og bætir við að umræðan Segir að mikilvægt sé að ræða um sjávarútveg þó að sátt náist ekki um sjávarútveginn muni aldrei klárast. „Það verður aldrei hin endanlega sátt þar sem við verðum öll sátt um sjávarútveginn og við skulum ekki gera okkur vonir um það en von- andi skiljum við þá betur hvernig verðmæti verða til.“ n Heiðrún Lind var gestur í sjónvarpsþættinum Markaðinum þar sem hún ræddi um ýmislegt tengt sjávarútvegi. Sviðslistasjóður Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnusviðslistahópa 2023/24. Umsóknum skal skilað rafrænt á www.rannis.is Í umsókn er beðið um lýsingu á verki, gildi, feril listamanna og rökstudda fjárhags- og tímaáætlun. Hafi umsækjandi hlotið styrk úr sjóðnum áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu/lokaskýrslu hefur verið skilað. Athugið að umsókn í Sviðslistasjóð getur einnig gilt sem umsókn fyrir þátttakendur til listamannalauna. Einungis er sótt um einstaklingslaun til launasjóðs listamanna. Á www.rannis.is eru umsóknar- og skýrsluform, matskvarði, áherslur stjórnar, lög, reglugerð og leiðbeiningar um gerð umsókna. Sviðslistasjóður starfar samkvæmt lögum um sviðslistir 2019 nr. 165. Nánari upplýsingar: svidslistasjodur@rannis.is. Umsækjendur eru hvattir til að skila umsóknum tímanlega. Opið er fyrir umsóknir til kl. 15:00, 3. október 2022 H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Rafmyntasjóður Íslands hefur hafið útgáfu á rafkrónum. Íslenska rafkrónan byggir á tækni sem gerir fólki kleift að fjárfesta í rafmyntum á hraðari og ódýrari máta en áður. Framkvæmdastjórinn segir skiljanlegt að fólk eigi erfitt með að átta sig á hvernig heimur rafmynta virkar. ggunnars@frettabladid.is Rafmyntasjóður Íslands var stofn- aður í árslok 2021 en félagið hefur frá stofnun verið að þróa sjálfvirka skiptiþjónustu á heimasíðunni mintum.is. Þar geta viðskiptavinir nú breytt krónum í rafkrónur og auðveldað sér þannig fyrstu skrefin inn í heim rafmynta. Hver rafkróna í umferð er tryggð með einni íslenskri krónu í eigna- safni Rafmyntasjóðs Íslands. Raf- krónan er gjaldgeng í rafmynta- kauphöllum þar sem hægt er að nálgast allar helstu rafmyntir með mun lægri þóknunum en Íslend- ingar hafa vanist til þessa. Börkur I. Jónsson er fram- kvæmdastjóri félagsins og einn af hluthöfum. Hann hefur fylgst með þróun rafmynta til fjölda ára og er hugmyndasmiðurinn á bak við raf- krónuna. Hann segir þessa nýjung fyrst og fremst hafa þýðingu fyrir þá sem eru á annað borð að sýsla með rafmyntir. „Raf krónan er í raun bara raf- vædd útgáfa af íslensku krónunni. Hugmyndafræðin er tvíþætt, að auðvelda aðgengið inn í þennan rafmyntaheim og svo að gera þessa færslu frá venjulegri mynt yfir í raf- mynt ódýrari.“ Börkur segir að hingað til hafi þetta ferli haft í för með sér bæði hátt f lækjustig og háar þóknanir. „Þeir sem hafa eitthvað prófað að fara yfir í rafmyntir kannast við þetta. Þeir fara kannski inn í erlenda kauphöll, leggja þar inn pening með kreditkorti og átta sig svo á því að þeir eru búnir að tapa einhverjum fimm prósentum í þóknanir strax í Hefja útgáfu á íslenskum rafkrónum Börkur I. Jónsson segir miklar tækniframfarir í farvatninu með tilkomu rafmynta. MYND/HRINGBRAUT upphafi. Bara við það að stíga þarna inn. Með því að gefa út rafkrónur erum við að gera þennan hluta ódýrari. Þegar þú breytir krónum yfir í rafkrónur þá borgar þú 0,5 prósent í þóknun í staðinn fyrir 5 til 6 pró- sent.“ En Börkur segir þetta ekki bara snúast um að bjóða lægri þóknun heldur sé með þessu verið að hraða ferlinu. „Algengast er að þetta sé gert með millifærslum á milli landa og þær taka jafnan einhverja daga. En útgáfa rafkrónu gerir það að verkum að allt gerist strax.“ Öll umræða um rafmyntir hefur einkennst af því að þessi heimur sé bæði flókinn og varasamur. Að raf- myntageirinn sé uppfullur af svika- myllum og peningaplokki. Börkur segir þá umræðu í sjálfu sér skiljan- lega. „Þetta er svolítið villta vestrið, það verður bara að segjast. Það er mikið um svik og pretti þarna inni. Sérstaklega ef maður skilur ekki kraftana sem eru þarna að baki. Enda er þessi bransi, eins og hann er í dag, fyrst og fremst fyrir einstakl- inga sem hafa nægilega tækniþekk- ingu til að vega og meta það sem er í gangi þarna inni. Það er alla vega mín skoðun. Rafmyntir eru ekki komnar á þann stað, enn sem komið er, að þetta sé fyrir hvern sem er.“ Það eigi þó eftir að gerast með áframhaldandi þróun og tækni- breytingum að mati Barkar. „Til þess að skilja hvað er að gerast þarna þá finnst mér alltaf best að nota samlíkinguna við það þegar internetið var að slíta barns- skónum. Ef við hugsum bara um allt sem var í gangi á þeim tíma. Allar þessar heimasíður sem urðu til og allt ruglið sem tíðkaðist á meðan allir voru að átta sig á nota- gildinu og möguleikunum á netinu. Í dag erum við orðin betur læs á kerfið og eigum þar af leiðandi auð- veldara með að vara okkur á hætt- unum. Það sama á við um þennan rafmyntaheim.“ Enda segir Börkur sömu krafta vera þarna að verki því líkt og með heimasíðugerð geti í raun hver sem er búið til rafmyntir. En svo læri fólki smátt og smátt að fóta sig. Svona þróun og tæknibreyting snúist alltaf á endanum um væntan ávinning. „Við eigum eftir að ná tökum á þessu læsi sem þarf að vera til staðar. En svo er það hin hliðin á þessu og það eru allar þessar tækni- framfarir sem þetta mun hafa í för með sér. Rafmyntirnar hafa ákveðið tæknilegt forskot á hefðbundinn bankaheim. Það tekur allt svo skamman tíma og allar færslur eru svo einfaldar. Þetta er alger stökkbreyting í þeim efnum og það á eftir að hafa mjög jákvæð áhrif á öll banka- viðskipti þegar fram í sækir. Það er alveg klárt og þar liggur ávinn- ingurinn að mínu mati.“ Það hafi þó sýnt sig, segir Börkur, að hefðbundnar bankastofnanir hafi tilhneigingu til að streitast á móti þessum breytingum og tækni- þróun. „Það verður mjög spennandi að sjá hvernig hefðbundnir bankar koma til með að laga sig að þessum breytingum sem eru í farvatninu. Hvort þeir fari sjálfir í naflaskoðun og reyni að þróast með breyting- unum frekar en að streitast á móti. En eins og þetta er í dag þá eru alls ekkert allar bankastofnanir hlynnt- ar þróun rafmynta. Það sjá ekki allir tækifærin sem þessi tækni mun hafa í för með sér,“ segir Börkur. n 10 Fréttir 15. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 15. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.