Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 12

Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Skulda- staða heim- ilanna er með ágætum og kaupmátt- ur hefur jafnt og þétt verið að aukast. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Það er ábyrgðarhlutverk ríkisins að styðja við sam- félagið og verður ríkissjóður áfram nýttur til þess. Eins og við öll vitum hefur á síðustu árum ýmislegt gengið á og efnahagsmálin verið talsvert flókin. Við erum í betri stöðu en mörg lönd eftir heimsfaraldur en samt eru blikur á lofti og þörf á aðhaldi. Nýtt fjárlagafrumvarp tekur að sjálfsögðu mið af þeim efnahagslegu áskorunum sem stjórnvöld hafa staðið frammi fyrir á síðustu árum. Þrátt fyrir það er, eins og áður, fullt tilefni til bjartsýni. Það hefur gengið með miklum ágætum að koma samfélaginu aftur af stað eftir samdrátt vegna heimsfaraldurs og hagkerfið hefur tekið hraðar við sér en við gerðum ráð fyrir. Það eru stóru tíðindin í nýja fjárlagafrum- varpinu. Útflutningstekjur hafa aukist með stór aukinni komu ferðamanna, langt umfram spár. Þá hafa tekjur af öðrum útflutningsgreinum aukist vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á matvælum. Skuldastaða heimilanna er með ágætum og kaupmáttur hefur jafnt og þétt verið að aukast. Þó er mikilvægt að stemma stigu við verðbólgunni. Þrátt fyrir að verðbólga á Íslandi sé lægri en í Evrópu um þessar mundir kemur hún fram á annan hátt og hefur meiri áhrif á húsnæðiskostnað hér á landi. Því er ljóst að aðgerðir stjórnvalda í sumar til handa heimilunum til að stemma stigu við verðbólgu, t.a.m. með hækkun húsnæðis- og barnabóta og fyrirliggjandi hækkun örorkulífeyris upp á 9%, hafa og munu skila sér í bættum fjárhag heimilanna. Áfram er gert er ráð fyrir minnkandi greiðsluþátt- töku sjúklinga og vinnu við uppbyggingu í geðheil- brigðismálum. Loks vil ég segja að það er mikið fagnaðarefni hve hratt atvinnuleysi hefur minnkað og er það nú undir meðaltali síðustu 20 ára. Ef fram fer sem horfir verður hagvöxtur á Íslandi einna mestur á meðal aðildarríkja OECD á næstu árum, það er því fullt tilefni til þess að horfa björtum augum fram á veginn og standa áfram vörð um vel- ferð og kjör fólks. n Við stöndum vörð um velferðina Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjár- laganefndar og þingmaður Vinstri grænna Hér má örugg- lega ganga lengra og fullyrða að helsti gæða- stimpill samfélags- ins sé akk- úrat sá að gefa öllum börnum landsins sömu tæki- færin … Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Þegar skólastarf hefst að nýju eftir sumarleyfi – og ungmenni landsins streyma í skólastofur til að læra meira í dag en í gær, er rétt að hampa mikil- vægi menntunar hér á landi. Hún skiptir ekki aðeins sköpum fyrir fram- tíðarmöguleika barnanna okkar, heldur er hún annað tveggja, ásamt góðri heilbrigðis- þjónustu, það gæfulegasta sem nokkurt sam- félag getur lagt ræktarsemi við. Og eftir því sem hvoru tveggja stendur hærra að gæðum og þrótti eru meiri líkur á að samfélaginu farnist vel og að þegnar þess fái að blómstra á öllum sviðum atvinnulífs, nýsköpunar, lista og menn- ingar. Jafnrétti til náms er jafn mikilvægt og greiður aðgangur allra landsmanna að heilbrigðis- þjónustu sem er greidd úr sameiginlegum sjóðum þeirra. Á þann veg hafa Íslendingar hugsað samfélagið sitt til margra áratuga – og enda þótt visnaður armur frjálshyggjuaflanna á hægri væng íslenskra stjórnmála vilji að menntun og heilbrigði skuli háð miskunnar- lausum markaðslögmálum, og þeir ríkustu eigi að hafa þar eðlilegt forskot, er enginn hljóm- grunnur fyrir slíku hjá langstærstum hluta þjóðarinnar sem gerir greinarmun á vitleysu og vitsmunum í þessum efnum. Íslendingar vita nefnilega hvað þeir vilja í menntunarmálum. Og líklega er það ekkert sem sameinar þjóðina meira en krafa hennar um að börnin komist til mennta, allt frá leik- skóla til háskóla, án þess að fjárhagur skipti fólki þar í flokka. Hér má örugglega ganga lengra og fullyrða að helsti gæðastimpill samfélagsins sé akkúrat sá að gefa öllum börnum landsins sömu tækifærin til að blómstra í skólakerfinu. Það er í þessu ljósi sem hugsa þarf málaflokk- inn heildstætt. Aðgangur að leikskóla, einu mikilvægasta skólastigi landsins, á að vera jafn sjálfsagður og að gjaldfrjálsum grunnskóla. Og af því að hvoru tveggja hefur blómstrað á hendi sveitarfélaga á framhaldsskólinn að heyra undir sama stjórnsýslustig. Öll þessi þrjú skóla- stig eru nærþjónusta í besta skilningi þess orðs – og það er fráleitur og gamaldags hugsunar- háttur að eitthvert forpokað Reykjavíkurvald haldi framhaldsskólastiginu í sínu sovéti. Það á þvert á móti heima sem næst fólkinu. Þá verður að leggja langtum meiri áherslu á mikilvægi tæknináms á öllum þessum skólastigum, sem öðru fremur hafa ýtt undir bóknám, en ættu að gera hvoru tveggja jafn hátt undir höfði. Áralangri aðskilnaðarstefnu í þessum efnum verður að ljúka, ella hrakar samfélaginu. En besta lexían er þessi: Menntun fyrir alla. n Besta lexían benediktboas@frettabladid.is Skólastjórnendur líta fram hjá Ömurlegum veruleika hinsegin barna var lýst fyrir Mannrétt- inda- og of beldisvarnarráði borgarinnar í vikunni. Í kynningu var sagt frá nokkrum dæmum þar sem samnemendur biðja ung börn um að drepa sig. Athygli vekur að skólastjórnendur leyfa hatrinu að dreifa sér gerist það utan veggja skólans og ef það gerist innan veggja skólans er ekki brugðist við ábendingum. Um 46 prósent hinsegin barna segja frá því að kennarar og starfsfólk grípi aldrei inn í þegar niðrandi orðfæri sem beinist að hinsegin fólki er notað í viðurvist þess. Spurning hvort það ætti ekki að fara að mennta kennara. Foreldrar Foreldrar gerenda fá einnig fall- einkunn. Foreldrar trúa yfirleitt ekki neinu slæmu upp á sín börn. Þannig er ein dæmisagan af sam- kynhneigðum dreng sem fékk ítrekað skilaboð um að drepa sig og var sagt að hann væri ógeðs- legur. Móðir hans hafði samband við foreldra gerenda sem annað hvort sögðu að þau réðu ekkert við börnin sín eða könnuðust ekki við að börn þeirra gætu hegðað sér svona. Er ekki ráð að foreldrar fari líka á námskeið? Að það sé hægt að tilkynna lélega foreldra. Svona eins og hægt er að tilkynna óhæfa dýraeigendur. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 15. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.