Fréttablaðið - 15.09.2022, Side 30

Fréttablaðið - 15.09.2022, Side 30
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Unnur Guðný Gunnarsdóttir er glæsileg kona og hefur vakið athygli fyrir fágaðan fatastíl, fallega útgeislun og hlýja nærveru. Unnur á auðvelt með að halda mörgum boltum á lofti, hún starfar sem myndlistarkona, f lug- freyja og við ýmis verkefni hjá kaþólsku kirkjunni. Svo gerði hún sér lítið fyrir í sumar og starfaði einnig sem veiðileiðsögumaður og sló í gegn í því hlutverki. Unnur er hæfileikarík og hefur ástríðu fyrir því að vera í gefandi störfum. „Ég hef virkilega gaman af því að vera með marga bolti á lofti í einu og það er rétt að í sumar hef ég verið svo lánsöm að starfa sem veiðileiðsögumaður um hin ýmsu vötn og ár. Það er óendanlega skemmtilegt, en mörgum bregður í brún að mæta konu í því starfi,“ segir Unnur og brosir sínu einlæga og fallega brosi. „Þetta sumar hefur verið algjör- lega stórkostlegt, mér tókst að blanda saman því sem mér þykir allra skemmtilegast að gera, veiða, mála og f ljúga. Margar ógleyman- legar stundir á öllum vígstöðvum sem var einmitt markmiðið.“ Sigraði hjartað við fyrstu kynni Svo eignaðist Unnur nýjan vin í sumar sem henni þykir ákaflega vænt um. „Nú svo má ekki gleyma honum Guttormi sem er átta ára labrador sem flutti til mín fyrir tilstilli Dýrahjálpar Íslands og sigraði hjarta mitt við fyrstu kynni. Hann er mjög skemmtilegur karakter, algjör prakkari og mjög stór í vexti en ég verð að viðurkenna að rýmisgreind hans er engin svo að hann minnir stundum á fíl í postulínsbúð. Ég er mikil hunda- kona og gæti ekki án þeirra verið.“ Veiðibaktería frá barnsaldri Unnur hefur verið með veiðibakt- eríuna síðan hún var barn. „Ég hef veitt alveg síðan ég var lítið barn. Þetta er sannkallað fjöl- skylduáhugamál. Sem barn var ég mikið á Þingvöllum og við fórum oft út í Heiðarbæjarhólma á bát að veiða bleikju og urriða.“ Laxveiði kynntist Unnur einnig snemma en aðspurð segir Unnur að hún hafi verið gjörólík því sem þekkist í dag hvað varðar agn og sleppingar á fengnum. „Fyrstu minningarnar um lax- veiði eru úr Úlfarsá sem nú er vel innan borgarmarkanna. Þangað fórum við fjölskyldan oft í dags- ferðir að veiða. Úr varð oft hin mesta vitleysa og skemmtun þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu misjafnan áhuga. Stemningin var oft brekka vegna veðurs en ég hef fulla trú á roki og rigningu og ekki allar myndir tilvaldar til stækk- unar,“ segir hún og hlær. „Það er gaman að segja frá því að frændi minn Jón Þór sem var líka í þessum ferðum fjölskyldunnar, þá mjög lítill, átti síðar eftir að verða leigutaki að þessari á ásamt mörgum fallegustu og fengsælustu ám landsins, svo mikill var áhugi fjölskyldunnar.“ Fékk maríulaxinn sjö ára Unnur var ung þegar hún fékk fyrsta laxinn. „Maríulaxinn fékk ég í Úlfarsá í kringum sjö ára aldurinn og man það vel. Sumir í fjölskyldunni vilja meina að ég hafi verið yngri þegar ég veiddi lax í Meðalfellsvatni en því man ég ekki eftir og engum ber saman um það. Fiskinn fékk ég á maðk. Ég man að mér fannst þetta merkilegasti lax undir sólinni og í minningunni var hann algjör risi en ég efast um að það stæðist skoðun í dag.“ Unnur fór í nám í Ferðamála- skóla Íslands í veiðileiðsögn vegna óbilandi veiðidellu og það hefur nýst henni vel í þessu starfi. „Frábært nám sem snertir alla helstu þætti veiði ásamt líffræði og lífsháttum ferskvatnsfiska. Námið er hnitmiðað og fjölbreytt og miðar að því að undirbúa veiði- leiðsögumenn undir starfið sem er afar fjölbreytt og skemmtilegt.“ Unnur elskar að vera úti í nátt- úrunni. „Að veiða og fylgja veiðimönn- um og -konum um ár og vötn eru mikil forréttindi. Í leiðinni safna ég hugmyndum fyrir myndlistina sem hefur alltaf verið mér svo kær og undið upp á sig síðustu ár. Íslensk náttúra hefur ávallt veitt mér endalausan innblástur og orku.“ Aðspurð segir Unnur veiði- mennsku vera upplifun og skiptir þá aflinn ekki öllu máli. „Þó svo að auðvitað geri maður alltaf sitt allra besta svo allir fái fisk. Í mínum huga snýst veiði um að njóta, hafa gaman, spá og spek- úlera í f lugum, veiðistöðum, hátt- erni fiska og f leira. Ég mun seint vaxa upp úr eltingar- og feluleikj- um. Þegar fiskur tekur magnast adrenalínið, hjartað tekur kipp og mikið fjör færist í leikinn. Það má kynnast persónuleika fólks svo vel í veiði, gleðinni þegar fiskur næst, svekkelsinu þegar það missir fisk og þegar annar veiðir vel en næsti maður ekki. Þá kemur sterkt í ljós hvaða manneskju veiðimaðurinn hefur að geyma.“ Fengnum sleppur Unnur undan- tekningarlaust. „Ég veiði og sleppi undan- tekningarlaust og hef ég ekki tekið fisk sem ég hef veitt og matreitt í mörg herrans ár. Ég verð samt að viðurkenna að ég elska að borða nýveiddan fisk, þá sérstaklega bleikju steikta á pönnu með salti, pipar og sítrónusafa ásamt nýjum kartöflum.“ Veiðiklæðnaðurinn skiptir máli Þegar kemur að veiðiklæðnað- inum er Unnur með puttann á púlsinum. „Klæðnaðurinn skiptir miklu máli, sérstaklega í okkar marg- breytilega veðurfari. Þegar lagt er af stað út í daginn getur maður oft átt von á hinum ýmsu veðra- brigðum. Mér finnst best að klæða mig í tvö til þrjú lög af fatnaði. Ég er alltaf í gömlu góðu íslensku lopapeysunni og ullarsokkum en formæður okkar vissu svo sannar- lega hvað þær sungu þegar átti að verja fólkið sitt fyrir kulda,“ segir Unnur. „Það er mikilvægt að vera í góðum vöðlum og vatnsþéttum veiðijakka, og með derhúfu og veiðigleraugu til að sjá ofan í vatnið og verja augun fyrir öngl- inum en í rokinu getur hann fokið í veiðimanninn. Stundum stendur maður klukkutímum saman úti í á eða vatni í roki og rigningu og þá skiptir máli að vera þurr að innan- verðu. Nú er hægt að fá sérsniðinn veiðifatnað fyrir konur frá til dæmis Guideline og Patagonia, en að mínu mati er frábært og gaman að sjá hvað margar konur eru að koma í sportið,“ segir Unnur og bætir við að það sé samt allt í lagi að verða kalt og svangur. „Það herðir mann bara.“ n Unnur starfar líka sem flug- freyja og er hér í einkennisfatn- aðinum sem fylgir starfinu. Glæsileg í alla staði og brosið ávallt til staðar. Unnur Guðný tekur sig vel út í veiðiklæðnaðinum og er með allan nauðsyn- legan búnað fyrir veiðina. MYNDIR/AÐSENDAR Þegar fiskur tekur magnast adrenalínið Léttari lund, alla daga MAG-YOUR-MIND® er öflug blanda af magnesíum, B6 & B9 ásamt burnirót og adaptógenum. Vinnur gegn streitu og skerpir hugsun. 6 kynningarblað A L LT 15. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.