Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 28

Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 28
Stóllinn léttir mér lífið mjög mikið og gefur mér líka frelsi til að ferðast. Ég nota svo annan stól heima fyrir sem er minni og nettari og hentar betur innan veggja heimilisins. Hallfríður Jónsdóttir Hallfríður Jónsdóttir hóf nýlega að nota Eloflex D2 rafmagnshjólastólinn frá Stoð. Stóllinn er lipur og léttur, samanbrjótanlegur og veitir frelsi til að ferðast. Hallfríður Jónsdóttir hóf nýlega að nota Eloflex D2 rafmagnshjóla- stólinn frá Stoð og finnur mikinn mun á lífi sínu. „Það var tekið af annarri löppinni fyrir ofan hné fyrir tveimur árum síðan sem hafði eðlilega mikil áhrif á hreyfi- getu mína og daglegt líf. Þótt ég hafi bara notað nýja Eloflex-stól- inn í um þrjár vikur hefur líf mitt strax tekið miklum breytingum. Nú get ég skroppið úr húsi með skömmum fyrirvara, hvort sem það er að kíkja í garðinn eða bara út á gangstétt.“ Léttur og lipur stóll Hún segir að eftir því sem hún venjist rafmagnshjólastólnum meira og læra inn á hann muni hann örugglega gagnast henni enn betur til að sinna hefð- bundnum verkefnum sem flest fólk sinnir dagsdaglega. „Við erum búsett frekar langt frá verslun og þjónustu þannig að það hefur ekki enn reynt á það en það er aldrei að vita hvað gerist síðar. Ég bind vonir við að geta komist leiðar minnar hjálparlaust í framtíðinni.“ Eloflex D2 rafmagnshjólastóll- inn frá Stoð er af nýrri kynslóð rafmagnshjólastóla. Hann er léttur og lipur, samanbrjótanlegur og samþykktur í f lug. Stoð býður upp á fjórar gerðir af Eloflex stólum og fjölda aukahluta og því ættu flestir að finna stól við hæfi „Stóllinn Stóll sem léttir lífið og veitir frelsi Hallfríður Jónsdóttir er mjög ánægð með Eloflex D2 rafmagnshjóla- stólinn frá Stoð. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Eloflex D2 rafmagnshjólastóllinn er mjög meðfærilegur og auðvelt að setja hann í bílinn auk þess sem hann er samþykktur í flug. léttir mér lífið mjög mikið og gefur mér líka frelsi til að ferðast. Ég nota svo annan stól heima fyrir sem er minni og nettari og hentar betur innan veggja heimilisins.“ Þurfa ekki að greiða fyrir afnot Eloflex D2 rafmagnshjólastóllinn er í samningi við Sjúkratryggingar Íslands sem þýðir að Hallfríður fékk stólinn til afnota frá Sjúkra- tryggingum án þess að þurfa að greiða fyrir hann. „Auðvitað mun- aði það mjög miklu fyrir okkur að þurfa ekki að bera þann kostnað sjálf. Það var starfsfólk heima- hjúkrunar sem kom þessu ferli öllu í gang og hjálpaði okkur að útvega stólinn. Við þurftum ekkert að betla eitt né neitt, hann kom bara til okkar. Starfsfólk heima- hjúkrunar á svo sannarlega heiður skilinn fyrir góð vinnubrögð.“ Mikill léttir Eiginmaður Hallfríðar, Sigurður Karlsson, finnur líka mikinn mun eftir að eiginkona hans hóf að nota Eloflex-stólinn. „Ég finn líka mikinn mun eftir þennan stutta tíma enda mikill léttir fyrir hana að vera ekki of háð mér eða öðrum alla daga. Nú bjargar hún sér að mestu leyti sjálf og breytingar á daglegu lífi hennar eru miklar. Í öllu þessu ferli höfum við bara mætt jákvæðni og faglegum vinnubrögðum, hvort sem það er hjá Stoð, heimahjúkruninni eða Sjúkratryggingum Íslands.“ n Stoð er staðsett bæði í Trönu- hrauni 8 í Hafnarfirði og Bílds- höfða 9 í Reykjavík. Þar er hægt að Margrét Adamsdóttir greindist með æxli við heila í desember árið 2020. Í dag starfar hún sem fréttamaður hjá RÚV og segir lífsreynsl- una hafa markað ákveðin hvörf í lífi sínu. „Þetta var nokkuð stórt æxli hægra megin í heilanum, að aftan, rétt fyrir ofan hálsinn, og það þurfti að fjarlægja það sem fyrst svo það ylli ekki jafnvægisvandamálum eða flogaköstum,“ segir Margrét sem mörg kannast eflaust við sem fréttakonu á RÚV og jafnframt fyrsta einstaklinginn til þess að starfa á íslenskum fréttamiðli með annað móðurmál en íslensku. Fékk áfall í vinnunni Þegar Margrét fékk fréttirnar frá heimilislækni var hún stödd á leik- skólanum þar sem hún starfaði. „Ég hafði ekki tök á að mæta til læknis á næstu dögum svo ég bað hann um að segja mér hvað væri að í símanum. Þetta var stórt áfall. Ég er einstæð móðir og hugsaði strax um það hvað yrði um börnin mín ef ég myndi deyja. Aðstoðarleikskólastjórinn á leikskólanum hafði sjálf gengið í gegnum krabbamein. Hún og leikskólastjórinn töluðu við mig og sögðu mér að fara heim og jafna mig. Aðstoðarleikskólastjórinn benti mér á Ljósið því hún hefði sjálf verið þar í endurhæfingu. Hún hringdi meira að segja í þau og fékk viðtal fyrir mig. Ég er ekki viss um að ég hefði vitað um Ljósið ef hún hefði ekki bent mér á það.“ Eins og endurhæfingarwikipedia „Ég var ótrúlega heppin að vinnu- veitandi minn sagði mér frá Ljós- inu. Það benti mér enginn frá heil- brigðiskerfinu á möguleikana sem mér stæðu til boða.“ Margrét fór í viðtal hjá Ljósinu og hitti iðjuþjálfa og umsjónaraðila fyrir nýgreint fólk. „Hún sagði mér frá starfsemi Ljóssins, öllum pappírum sem ég þurfti, öllu sem læknir þyrfti að sækja um fyrir mig og þeim mögu- leikum sem mér stæðu til boða. Hún var eins og endurhæfingar- wikipedia. Mér var ráðlagt að taka mér frí úr vinnu og ég hætti að vinna sex vikum fyrir aðgerð og fór á fullt í endurhæfingu.“ Skiptir mestu máli að mæta Margrét var svo bókuð í uppskurð í byrjun mars. Eftir aðgerðina hélt hún áfram í endurhæfingu hjá Ljósinu. Hún fékk prógramm með sjúkraþjálfun, námskeiðum og fleiru sem henni var frjálst að mæta í. „Ég get vart munað eftir fyrsta mánuðinum eftir uppskurðinn enda er maður á sterkum verkja- lyfjum til að deyfa verkinn og geta sofið. Ég byrjaði smám saman að mæta til sjúkraþjálfara og fara í jóga. Það var bæði yfirþyrmandi og sársaukafullt að byrja að hreyfa sig aftur. Það er dapurlegt að standa aftur á fætur því ég var ólýsan- lega þreytt eftir allt saman. Lengi fannst mér sem líkaminn væri engan veginn tilbúinn í neitt. Endurhæfingin var í raun barátta á móti sjálfri mér. Það koma tímabil þar sem þú ert svo þunglynd og döpur að þú nennir ekki að mæta. Svo þegar þú lætur sjá þig aftur, skammastu þín fyrir að hafa ekki mætt fyrr. En þau er ótrúlega skilningsrík í Ljósinu. Þau sögðu mér að það væri eðlilegt að líða illa og að hafa þessar tilfinn- ingar og maður þyrfti ekki að skammast sín. Þú ert mætt í dag og það skiptir mestu máli. Það hafði líka mikið að segja fyrir mig að mæta í Ljósið. Þarna er fólk að prjóna, tala saman og borða saman og allir að ganga í gegnum það sama og ég. Það fór ekki á milli mála að þau skildu mig.“ Viðsnúningur í lífinu Það tók Margréti eitt ár eftir upp- skurðinn að mæta aftur til vinnu. „Ég byrjaði fyrst í 20% starfi. Það var gott að byrja smátt. Þegar ég var tilbúin að byrja í fullu starfi hafði samningurinn minn í leik- skólanum runnið út. Ég hitti því markþjálfa hjá Ljósinu til að finna út hvað ég vildi gera. Þar sem ég hafði unnið í ferðaþjónustu áður, datt mér í hug að prófa það aftur. Markþjálfinn benti mér á að svona lífsreynsla gæti valdið viðsnúningi í lífinu. Það er eins og það skiptist í tvo þætti. Fyrir og eftir veikindin og það getur breytt svo miklu um það hvað mann langar til að gera. Ég fann starf í ferðaþjónustu og byrjaði í fullu starfi í febrúar á þessu ári. Fyrstu tvo mánuðina var ég búin á því eftir vinnuvikuna og svaf heilu helgarnar.“ Stuttu síðar bauðst Margréti starf hjá RÚV og hún hóf þar störf í maí, spennt að takast á við nýjar áskoranir. Margrét er 44 ára gömul og segist þakklát fyrir allt sem Ljósið veitti henni í endurhæfing- unni. „Ég er búin að ná mér og í dag er ég ekki með verki lengur. Ég er þó enn þá í eftirliti og fer árlega næstu fimmtán árin í segulómun, til að fylgjast með hvort æxlið vaxi nokkuð aftur. Það breytti öllu fyrir mig að vera í Ljósinu. Ég gat stólað á þau gegnum allt ferlið. Ég hef frábæra reynslu af þeim og ég get mælt með þeim fyrir alla sem upp- lifa það að greinast með krabba- mein.“ n Endurhæfingin var barátta við sjálfa mig Margrét Adamsdóttir segir Ljósið hafa veitt sér einstakan stuðning í gegnum allt ferlið, frá greiningu og gegnum alla endurhæfinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Aðstoðarleikskóla- stjórinn benti mér á Ljósið því hún hefði sjálf verið þar í endur- hæfingu. Ég er ekki viss um að ég hefði vitað um Ljósið ef hún hefði ekki bent mér á það. Margrét Adamsdóttir 8 kynningarblað 15. september 2022 FIMMTUDAGURENDURHÆFING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.