Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 38
Helene Flood sló í gegn með
spennusögunni Þerapist-
anum. Bókin fjallar um unga
konu sem er sálfræðingur en
Helene er sjálf sálfræðingur
og leitaði í eigin reynslu við
skrif bókarinnar.
tsh@frettabladid.is
Norski spennusagnahöfundurinn
Helene Flood vakti mikla athygli
með fyrstu bók sinni Þerapistanum
sem hefur verið þýdd á yfir fjörutíu
tungumál síðan hún kom út 2019.
Helene kom hingað til lands í byrj-
un mánaðar á vegum íslensks útgef-
anda síns og sagði Fréttablaðinu frá
tildrögum bókarinnar.
„Í fjölskyldunni minni erum við
með þann sið að þegar við ferðumst
þá hringjum við alltaf þegar við
erum komin á áfangastað. Stundum
hringir fólk ekki vegna seinkunar
á f lugi eða eitthvað. Þá upplifi ég
stundum þetta litla augnablik þar
sem ég er að bíða eftir símtali sem
kemur ekki og byrja að hugsa: „Þetta
er skrýtið, hann hlýtur að vera kom-
inn, kannski hefur honum seinkað.“
Ég er rithöfundur þannig að ég byrja
að ímynda mér sögu og mér finnst
þetta augnablik þar sem maður
byrjar að ímynda sér hvað gæti hafa
gerst, hvað gæti hafa farið úrskeiðis,
mjög áhugavert.“
Helene segist hafa fengið mikinn
áhuga á þessu augnabliki þegar
maður er enn staddur í sínu daglega
lífi en byrjar að sjá hversu auðveld-
lega það gæti farið úr skorðum.
„Síðan hringir manneskjan og
þú gleymir öllu saman en á þessu
augnabliki þegar þú veist ekki hvað
gerðist ertu mjög berskjölduð. Á
þessu augnablik sér maður hversu
auðveldlega allt gæti farið úr skorð-
um. Það er á vissan hátt það sem
ég vildi gera með bókinni. Að setja
fram daglegt líf en sýna svo hvað
gerist þegar manneskja hverfur.“
Hvarf eiginmanns
Þerapistinn fjallar um sálfræðing-
inn Söru sem er gift arkitektinum
Sigurd. Bókin kom út á íslensku í
þýðingu Höllu Kjartansdóttur 2020.
„Þau eru ung hjón á fertugsaldri
sem hafa erft hús sem þau eru að
gera upp. Eins og gerist held ég oft
þegar fólk er að vinna að endur-
bótum þá er allt staðnað og hjóna-
bandið er að sama skapi líka staðn-
að. Sigurd fer síðan í bústaðarferð
með vinum sínum. Hann hringir
í Söru og segir að hann sé kominn
á staðinn og allt sé í góðu en svo
heyrir hún ekkert meira frá honum.
Vinir hans hringja síðan og segja
henni að Sigurd hafi aldrei komið.
Er þetta lygi eða ekki? Hann segir
eitt en þeir segja annað og það er á
þessu augnabliki sem daglegt líf fer
úr skorðum,“ segir Helene.
Helene Flood er sjálf sálfræðingur
og hefur starfað sem slíkur sam-
hliða ritstörfum sínum.
„Ég er áfallasálfræðingur að
mennt, ég vinn við að rannsaka áföll
og hef mikinn áhuga á því hvernig
áföll hafa áhrif á það hvernig við
sjáum heiminn. Þannig langaði mig
mjög mikið til að komast inn í huga
manneskju sem lendir í því að eigin-
maður hennar hverfur skyndilega.“
Ólík en krefjandi störf
Hver nig er að blanda þessum
tveimur mjög ólíku störfum saman?
„Það er áhugavert að þú skulir
spyrja að því af því það er nokkuð
sem ég er að kljást við á hverjum
degi. Ég er mjög upptekin og er í
tveimur vinnum sem eru báðar
mjög krefjandi. En þegar það virkar
þá gengur það mjög vel og ég fæ að
virkja tvær ólíkar hliðar á sjálfri
mér. Rithöfundarstarfið er mjög
einrænt starf á meðan vísindarann-
sóknir fara að mestu fram í teymis-
vinnu. Það er hjálplegt fyrir mig að
hafa þetta tvennt en auðvitað er
alltaf mjög mikið að gera.“
Helene starfaði sem klínískur sál-
fræðingur við upphaf ferilsins en
segist ekki hafa gert það í um áratug.
Hún segir það starf hafa haft áhrif
á skrif hennar í Þerapistanum en
er ekki viss um að hún gæti starfað
sem klínískur sálfræðingur sam-
hliða ritstörfum.
„Ég held að eitt af því sem gerir
sálfræðistofuna svo hentuga fyrir
þessa gerð skáldskapar sé hug-
myndin um að þetta sé staðurinn
þar sem maður eigi að vera full-
komlega heiðarlegur. Ekkert sem
þú segir þar yfirgefur herbergið,
það er bara á milli þín og sálfræð-
ingsins. Fólk getur opinberað allar
sínar skammarlegustu hliðar en
hins vegar þá vitum við að fólk lýgur
oft í sálfræðimeðferð. Við reynum
oft að sýna sálfræðingnum okkar
bestu hliðar, sem segir okkur mikið
um það hversu miklar félagsverur
við erum,“ segir hún.
Myrku hliðar mannlífsins
Spurð um hvort reynsla hennar
sem sálfræðingur hjálpi henni við
að skrifa spennusögur segir Helene:
„Ég velti því stundum fyrir mér
hvort ég skrifi svona af því ég er sál-
fræðingur eða hvort ástæða þess að
ég sé sálfræðingur og rithöfundur sé
að ég hafi áhuga á hinum myrkari
hliðum mannlífsins. Kannski er
það bæði ástæða þess að ég valdi
þá starfsgrein og líka af hverju ég
byrjaði að skrifa.“
Helene sendi nýlega frá sér sína
aðra skáldsögu, Elskhugann, sem
einnig hefur vakið mikla athygli.
Spurð um hvort velgengni bókanna
hafi komið henni á óvart segir hún
það hafa verið mikið ævintýri.
„Þegar maður skrifar þá á maður
alltaf daga þar sem manni líður eins
og allt sé að ganga vel og getur leyft
sér að dreyma. Síðan koma auðvitað
dagar þar sem manni líður öðruvísi.
En jafnvel þegar ég lét mig dreyma
ímyndaði ég mér aldrei að þetta
myndi verða svona,“ segir hún. n
Sálfræðistofan sem sögusvið spennusagna
Helene Flood
segist aldrei
hafa órað fyrir
velgengni bóka
sinna. Þerapist
inn, fyrsta bók
hennar, hefur
verið þýdd á yfir
fjörutíu tungu
mál víða um
heim.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
tsh@frettabladid.is
Guðjón Baldursson læknir venti
kvæði sínu í kross og sendi á dög-
unum frá sér sína fyrstu bók, smá-
sagnasafnið Og svo kom vorið.
„Þetta kom nú eiginlega til þann-
ig að ég hafði skrifað eina smásögu
þegar ég var nítján ára, hún er
þarna aftast í bókinni. Svo hef ég
nú voðalega lítið skrifað annað en
blaðagreinar og eitthvað svoleiðis.
Svo tók ég upp á því fyrir tveimur,
þremur árum að búa til punkta að
gamni mínu. Ég heyrði ýmsar svona
skemmtilegar sögur í viðtölum við
fólk. Út frá því fór ég að spinna
sjálfur sögur í kringum það sem ég
heyrði í viðtölum mínum við ýmsa
aðila, bæði sjúklinga mína og koll-
ega,“ segir Guðjón.
Bókin kom út á dögunum á
vegum útgáfunnar Sæmundar en í
henni má meðal annars finna sögur
um sprengjutilræði í Hvalfirði, kvef-
læknandi hrútspunga og lækna með
gálgahúmor.
„Ég fór að hlaða svona aðeins utan
á þetta efni og einhvern veginn
þróaðist þetta þannig að sögurnar
urðu stærri. Þetta er allt saman
pjúra skáldskapur en svona byggt
á minni eigin reynslu í viðtölum og
samböndum við lifandi fólk,“ segir
hann.
Guðjón kveðst aðeins vera búinn
að draga saman seglin enda kominn
yfir sjötugt en hann starfar þó enn
sem heimilislæknir í um 50 prósent
starfi. Áður starfaði hann í 17 ár
sem sérfræðingur í krabbameins-
lækningum.
Hafa störf þín sem læknir áhrif á
skáldskapinn?
„Nei, mér finnst það eiginlega
ekki. Ekki nema bara það að síðustu
árin þegar ég tala við fólk og sjúkl-
inga þá fer ég oft að tala við það um
ýmislegt annað í leiðinni. Af því það
er svo skemmtilegt að eiga samtöl
við fólk. Þannig hef ég haft lag á því
að fá ýmislegt út úr fólki, en læknis-
starfið hefur að öðru leyti ekki haft
áhrif á þessar skriftir.“
Guðjón er ekki við eina fjölina
felldur og hefur einnig fengist við
tónlist. Árið 2005 sendi hann til að
mynda frá sér plötuna Plokkfiskur
ásamt kollega sínum Hlyni Þor-
steinssyni. Spurður um hvers konar
sögur sé í bókinni segir hann:
„Þetta eru mest sögur úr samtím-
anum og hversdagslífinu, bara dag-
legu lífi fólks. Ég reyndi nú að skrifa
þær flestar í dálítið léttu og læsilegu
formi. Venjulegt fólk getur tekið
eina sögu og lesið hana án þess að
þurfa að rýna og spekúlera í hana.“
Nú þegar þú ert farinn að draga
saman seglin sem læknir ætlarðu
þá að fara á fullt í skáldskapinn?
„Já, ég ætla mér það nú. Ég er
kominn með kannski þriðjung
af glæpasögu sem ég er að skrifa.
Hún er svolítið ólík þessu en ég
hef haft mjög gaman af því að
lesa spennusögur og glæpasögur.
Þetta er of boðslega gaman og gef-
andi!“ n
Heimilislæknir sem gerðist smásagnahöfundur
Guðjón Baldurs
son heimilis
læknir er ekki
við eina fjölina
felldur.
MYND/AÐSEND
Hallgrímur
Helgason, rithöf
undur og mynd
listarmaður,
segir lesendum
Fréttablaðsins
frá listinni sem
breytti lífi hans.
„Ég hitti Hamlet fyrst í Iðnó
1988. Stefán Baldursson stýrði
Þresti Leó í aðalhlutverkinu. Ég
var að nálgast þrítugt en samt var
maður þarna eins og rolla sem
gónir á heysátu. Síðan hef ég séð
verkið sjö sinnum og lesið og
stúderað, notaði það jafnvel sem
skapalón að 101 Reykjavík. Samt
kemst maður aldrei yfir verkið, við
komumst í mesta lagi í kringum
það, einmitt þess vegna er það
sett upp aftur og aftur.
Hamlet er eitt talandi ljóð,
línur hans líkt og gárur á yfirborði
saltrar sálar. Með einræðum hans
og vangaveltum togar Shake
speare okkur inn í persónuna þar
sem við gleymum okkur og náum
þess vegna aldrei taki á henni,
vitum aldrei hver prinsinn er í
raun. En maður sér þó stundum
sjálfan sig í honum:
Besta Hamletsýningin sem
ég hef séð var uppsetning Royal
Shakespeare Company í Barbican
2004 með Sam West í aðalhlut
verki. Nútímaleg og stílfærð en
stælalaus og verkið fékk að skína.
Hlynur Björn í 101 Reykjavík
tengist reyndar Hamlet á ýmsa
vegu. Ég nýtti verkið sem undirlag
í bókinni og Baltasar Kormákur var
nýbúinn að leikstýra Hilmi Snæ í
Hamlet þegar hann keypti kvik
myndaréttinn.“ n
n Listin sem
breytti lífi mínu
22 Menning 15. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 15. september 2022 FIMMTUDAGUR