Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 40

Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 40
Túlkun einleikarans var sterk: tilfinning- arnar voru óheftar og hamslausar. Jónas Sen BÆKUR Sólrún Höfundur: Sigurlín Bjarney Gísladóttir Fjöldi síðna: 146 Útgefandi: Bjartur Kristján Jóhann Jónsson Skáldsagan Sólrún er í litlu broti og þar með styttri en blaðsíðutalið bendir til. Stundum hefur heitið „nóvella“ verið notað um sögur sem eru mitt á milli smásögu og skáldsögu. Ekki rek ég kenningar um nóvellur hér. Augljóst er að vegna lengdarinnar verða þær að vera hnitmiðaðri en skáldsögur en draga jafnframt upp breiðari mynd en venjuleg smásaga. Á yfirborðinu er Sólrún saga af konu sem strýkur af elliheimili og stefnir til fundar við gamlan elsk- huga sem henni hefur ekki tekist að gleyma. Nú hugsar auðvitað marg- ur um kvikmyndina Börn náttúr- unnar og f leiri sögur sem fjalla um strok af elliheimili en bæði sögu- maður og aðalpersóna víkja því frá sér og eru í fullum rétti til þess. Þemað er kunnuglegt en frásögnin sérkennileg. Ástin og ellin Sólrún nær sér í ástkonuna Birnu á elliheimilinu og þær laumast stöð- ugt hvor upp í til annarrar. Starfs- fólkið amast við þessu en ekki er ljóst hvers vegna. Kannski þarf starfsfólk að vera stirfið og leiðin- legt í svona sögum. Það kemur sér vel fyrir söguþráðinn og byggir upp samúð með Sólrúnu þegar hún strýkur. Ástarsambandið við Birnu á lík- lega stærstan þátt í því að blása glæðum að æskuástinni. Í Mývatns- sveit býr elskhuginn Höskuldur, sem var fegurstur og bestur allra á vori lífsins og þangað leggur Sólrún leið sína. Eins og glöggir lesendur sjá þá eru hér ýmis frásagnarþemu. Sagan af uppreisn Sólrúnar, sem fyrirlítur gráma elliheimilisins og gerir uppreisn gegn lamandi kerfis- hyggju, á samleið með sögunni af leit hinnar öldruðu Sólrúnar að æskuástinni sem var öllu öðru heit- ari. Hún stingur af og ferðalagið er annars vegar raunsæislegt en hins vegar dulúðugt á rammíslenskan hátt. Sú andstæða rímar ágætlega við elliheimilið og ástina. Yfirvaldið og einstaklingurinn Þriðja samlokan í þessari sögu- „Ástin hefur hýrar brár“ TÓNLIST Tónleikar Sinfóníunnar og einleikstónleikar Trifonovs Verk eftir Beethoven, Sibelius, Önnu Þorvaldsdóttur, Tsjajkovskí, Schumann og Brahms Stjórnandi: Eva Ollikainen Einleikari: Daniil Trifonov Eldborg í Hörpu fimmtudag 8. september og laugardag 10. september Jónas Sen Beethoven var sjálfur í einleikshlut- verkinu þegar fjórði píanókons- ertinn hans var frumfluttur. Tveir drengir stóðu sitt hvorum megin við hann og héldu á kertum. Beet- hoven spilaði með miklum tilþrif- um, og sveiflaði höndum alltaf upp í loft er hann hafði lokið við sólóin. Eitt sinn sló hann kertin óvart úr höndunum á skelfingu lostnum drengjunum, svo þau flugu út í sal. Áheyrendur skelltu upp úr. Ekkert svona gerðist á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Rússneski píanósnillingurinn Daniil Trifonov lék einleik í áðurnefndum konsert. Hann var frekar prúður og laus við tilgerð. Engu að síður var verkið stórkostlegt í meðförum hans. Trifonov er um þrítugt og varð stjarna árið 2011 er hann vann fyrstu verðlaunin í Tsjajkovskí- keppninni í Moskvu. Líklega er það harðasta tónlistarkeppnin. Sjálfur Vladimir Ashkenazy varð einmitt frægur þegar hann vann fyrstu verðlaunin í þessari keppni árið 1962. Hann deildi þeim reyndar með John Ogdon, en það er önnur saga. Hristi þau fram úr erminni Trifonov hefur greinilega verið dug- legur að æfa tónstiga þegar hann var lítill. Hann hristi fram úr erminni óteljandi tónarunur og hlaup eins og ekkert væri. Fjórði konsertinn eftir Beethoven er þó ekki einhver yfirborðsleg froða. Nei, hann er ein- staklega fallegur, þrunginn höfugri náttúrustemningu sem hittir mann beint í hjartastað. Túlkun einleikar- Gleymdi stund og stað á tónleikum Trifonovs Sólrún er fyrsta skáldsaga Sigur- línar Bjarneyjar Gísladóttur. byggingu er svo veruleikaskyn Sólrúnar sjálfrar. Stundum leikur á tveimur tungum hvað er að gerast og hvað ekki. Þetta má þó ekki skilja þannig að sagan sé f lókin og torræð. Hún rennur ljúf- lega en smám saman er mjög lík- legt að ýmiss konar efi læðist að lesanda. Ein skemmtilegasta frá- sagnarbrellan í sögunni er sú hve oft sögupersónurnar tengjast hver annarri á einhvern hátt. Heimur- inn er lítill, um leið og hann er gríðarlega stór. Fólkið stendur með Sólrúnu á f lótta hennar og kemur henni undan þegar þess þarf en yfir- völdin birtast Sólrúnu í hverri gátt ef svo mætti segja. Hið illa kerfi er „okkur“ fjandsamlegt og reynir að þrengja hag þeirra sem minna mega sín. Þannig virðist það löngum verða, bæði í bók- menntum og stjórnmálum. Flókn- ari viðhorf til þessara mála hefðu sennilega styrkt frásögnina. n NIÐURSTAÐA: Sólrún er bæði skemmtilegt og athyglisvert skáldverk. Frásögnin hefði líklega hagnast á því ef sögu- höfundur hefði efast meira um kaldlyndi kerfisins og mátt ástarinnar. Gagnrýnandi Fréttablaðsins var einkar hrifinn af rússneska píanósnillingnum Daniil Trifonov sem kom fram á tvennum tónleikum í Hörpu í síðustu viku. MYND/AÐSEND ans var sterk: tilfinningarnar voru óheftar og hamslausar. Til dæmis var kadensan í fyrsta kaflanum svo hrífandi að maður gleymdi stund og stað. Hvílíkir hápunktar! Hljómsveitin spilaði líka afar vel undir öruggri stjórn Evu Ollika- inen. Hún fylgdi einleikaranum af kostgæfni. Hvassar strengjahend- ingarnar í byrjun hæga kaf lans voru einkar áhrifaríkar. Konsertinn í heild var veisla fyrir eyrað sem lengi verður í minnum höfð. Dulúðugir hljómar Annað á efnisskránni var líka f lott. Nýtt verk eftir Önnu Þorvalds- dóttur, Archora, var seiðandi. Það var mjög í stíl við annað sem hún hefur samið. Tónmálið var myrkt og annarlegt. Mikið var um langa, dulúðuga hljóma og skrýtnar, hraðar tónahendingar, oft frá tré- blásurunum. Jafnframt var rennerí eftir strengjunum áberandi. Þetta var þó ekki bara einhver endur- tekning, heldur djúpur skáldskap- ur sem stigmagnaðist. Anna er að þroskast sem tónskáld og tónlist hennar er stöðugt að vaxa að inni- haldi og innblæstri. Einnig ber að nefna Egmont forleikinn eftir Beethoven og svo sjöundu sinfóníuna eftir Sibelius. Hvort tveggja var fínt, sérstaklega var sinfónían glæsileg og tilkomu- mikil. Samspil ólíkra hljóðfæra- hópa var fullkomið og túlkunin í heild spennuþrungin. Breytti um efnisskrá Tveimur dögum síðar kom Trifonov fram aftur, en þá hélt hann einleiks- tónleika. Svo ég leyfi mér að vera persónulegur, þá var ég hálffúll út í hann fyrir að breyta um efnisskrá. Hann ætlaði að spila Gaspard de la nuit eftir Ravel og fimmtu sónötuna eftir Skrjabín eftir hlé. En hann breytti því óvænt í þriðju sónötuna eftir Brahms. Það er bara alls ekki góð tónsmíð. Brahms var auðvitað snillingur sem samdi margt alveg dásamlegt. Þriðja sónatan er hins vegar æsku- verk. Tónskáldið var ekki búinn að taka út fullan þroska sem lista- maður. Sónatan á samt góða spretti. Annar kaflinn er ljóðrænn og fal- legur og þriðji kaf linn skemmti- legur. Fyrsti kaflinn er aftur á móti óttalega yfirborðslegur, aðallega reykur án elds. Verstur er þó síðasti kaflinn, sundurlaus og illa skrifað- ur, eiginlega hálfgerður glundroði ef svo má segja. Auðvitað lék Trifonov verkið afar vel, af aðdáunarverðu öryggi og snerpu, en það breytti engu. Maður býr ekki til silkipoka úr svínseyra eins og enskt máltæki segir. Schumann var hápunkturinn Miklu meira var varið í tónleikana fyrir hlé. Fyrra verkið var Mynda- bók æskunnar eftir Tsjajkovskí sem samanstóð af tuttugu og fjórum smástykkjum. Þetta eru barnalög og alls ekki erfið tæknilega. Engu að síður eru þau ljóðræn, hvert á sinn hátt. Túlkun Trifonovs var einlæg og blæbrigðarík, full af stemningu. Fantasían í C-dúr eftir Schumann var svo hápunktur dagskrárinnar. Hún var stórbrotin í meðförum píanóleikarans. Þar voru ýmist yfirgengilegar tónasprengjur eða draumkenndir, hrífandi kaf lar. Þeir voru svo hástemmdir að það var helber unaður. Rauði þráðurinn slitnaði aldrei, f læðið í tónlistinni var ótrúlega sannfærandi. Þetta var snilld. n NIÐURSTAÐA: Trifonov var hreint út sagt ótrúlegur. 24 Menning 15. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.