Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 6
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG Mannréttinda- og
ofbeldisvarnaráð Reykjavíkur hefur
miklar áhyggjur af stöðu hinsegin
barna og ungmenna í skóla- og frí-
stundastarfi Reykjavíkurborgar,
með hliðsjón af nýlegum frásögnum
af aðkasti sem umræddur hópur
hefur orðið fyrir.
Á fundi ráðsins voru sagðar
dæmisögur af þeim veruleika sem
hinsegin ungmenni lifa við.
„Samkynhneigður drengur fékk
ítrekað skilaboð um að hann væri
ógeðslegur og ætti að drepa sig.
Móðir hans hafði samband við
foreldra gerenda sem annað hvort
sögðu að þau réðu ekkert við börnin
sín eða könnuðust ekki við að börn
þeirra gætu hegðað sér svona,“
hljómaði ein sagan.
Allar sögurnar sem kynntar voru
á fundi mannréttindaráðsins sner-
ust um hrikalegar aðstæðar sem
hinsegin börn í Reykjavík búa við
og hatrið sem þau verða fyrir innan
veggja skóla og utan hans.
Yfir eitt hundrað ungmenni
mæta á hverja opnun í 13-16 ára
starfi Hinsegin félagsmiðstöðvar
S78 og Tjarnarinnar samkvæmt
gögnum sem lögð voru fyrir ráðið
í vikunni.
„Ráðið telur mikilvægt að gripið
verði til tafarlausra aðgerða til þess
að verja hinsegin börn og ungmenni
og tryggja réttindi þeirra og velferð
í hvívetna,“ segir í bókun ráðsins. n
Miklar áhyggjur af framkomu við hinsegin börn
Hinsegin ungmenni upplifa hótanir
og aðkast innan veggja skóla.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
© GRAPHIC NEWS
G R Æ N L A N D
Í S L A N D
Merkingarstaður 2016
(Davissund)
Fundarstaður 2022
(Hampiðjutorgið)
benediktboas@frettabladid.is
KÓPAVOGUR Barnaverndarnefnd
Kópavogs lýsti í vikunni yfir mikl-
um áhyggjum af stöðu mála og álagi
á starfsfólk. Er þetta í þriðja sinn
sem niðurstöður málavogar sýna
óásættanlegt álagsumhverfi sem
starfsfólk barnaverndar býr við.
Anna Eygló Karlsdóttir, deildar-
stjóri barnaverndar, kynnti mála-
vog og tók nefndin undir að í
slíku álagsumhverfi sé hætt við að
nákvæmni minnki, gæðastuðlum
sé síður fylgt og að mistök verði
f leiri og alvarlegri. Fjölga þurfi
stöðugildum. n
Áhyggjur af álagi
hjá barnavernd
Of mikið er að gera hjá barnavernd
Kópavogs. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
arnartomas@frettabladid.is
SJÁVARÚTVEGUR Fiskmerki sem
fannst óvænt í grálúðu á Hamp-
iðjutorginu í sumar reyndist vera
frá Kanada. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá Hafrann-
sóknastofnun.
Þar segir að þann 19. ágúst hafi
stofnuninni borist f y rirspurn
frá skipverja á Guðmundi í Nesi
ER 13 um fiskmerki sem fannst í
nýveiddri grálúðu. Merkið reynd-
ist ekki vera frá stofnuninni en
eftir að hafa haft samband við
framleiðanda merkisins kom í ljós
að eigandi þess væri frá Windsor-
háskóla í Kanada.
„Það er ekki mjög algengt að
svona merki finnist,“ segir Bjarki
Þór Elvarsson, sérfræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun. „Þeir í Kan-
ada voru að rannsaka mjög stað-
bundnar hreyfingar á grálúðum
svo það kom á óvart að hún skyldi
vera komin alla leið til Íslands.“
Að sögn Bjarka Þórs getur verið
talsvert f lakk á grálúðum þar sem
dæmi þekkist um að þær fari alla
leið frá Íslandi til Noregs. Merkta
grálúðan sem veiddist við Hamp-
iðjutorgið var um 68 sentimetrar
við merkingu.
„Þetta er alveg fullorðin lúða sem
er að ganga þarna á milli, sem er
líka frekar sérstakt, því venjulega
þá eru það yngri lúður, um 20-30
sentimetrar, sem eru á f lakki,“ segir
Bjarki Þór. n
Fiskmerki í grálúðu reyndist vera frá Kanada
Þó að hluti lagnakerfisins
á Reykjanesi sé kominn til
ára sinna og jarðhræringar
gangi yfir hafa HS Veitur eða
sveitarfélög ekki áhyggjur af
lögnunum. Vel sé fylgst með
kerfinu.
kristinnhaukur@frettabladid.is
SUÐURNES HS Veitur og sveitarfélög
á Suðurnesjum hafa ekki áhyggjur
af því að lagnir bresti líkt og gerðist
í Hvassaleiti í Reykjavík laugar-
daginn 3. september. Hluti lagna-
kerfisins er gamall og íbúar hafa
sums staðar tekið eftir breytingum
á vatnsþrýstingi.
„Við erum ekki með neinar lagnir
sömu tegundar og gaf sig í Hvassa-
leiti,“ segir Svanur G. Árnason,
sviðsstjóri vatnasviðs HS Veitna.
„Við treystum vel okkar lögnum
á okkar veitusvæði, en auðvitað
koma upp bilanir af ýmsum toga,
til dæmis rofna lagnir eða einhver
grefur í þær.“
Lögnin sem fór í sundur í Hvassa-
leiti með gríðarlegu f lóði var 60
ára gömul. Stendur nú yfir vinna
við að meta tjónið fyrir íbúa þar í
nágrenninu. Tjónið fólst aðallega í
eigum íbúa í nálægri blokk. Hluti af
lögnum á Suðurnesjum er eldri en
það, um 70 ára, og íbúar spyrja sig
hvort þær þoli allar þær jarðhrær-
ingar sem orðið hafa á Reykjanes-
skaganum á undanförnum árum.
„Við erum með reglulegt eftirlit á
öllum okkar búnaði,“ segir Svanur.
„Starfsmenn okkar ástandsskoða
búnaðinn og fylla út gátlista í spjald-
tölvu.“ Hægt sé að rekja allar skoð-
anir vel.
Segist Svanur ekki sífelldar trufl-
anir á vatnsrennsli á veitusvæðinu.
Síðast hafi orðið alvarleg bilun í
stofnæð í marsmánuði árið 2021.
Þá var það ljósleiðarafyrirtæki sem
boraði í gegnum stofnlögn í Kefla-
vík.
Einar Friðrik Brynjarsson, deild-
arstjóri umhverfismála hjá Suður-
nesjabæ, segir að sveitarfélagið hafi
ekki áhyggjur af lagnakerfinu þó að
hluti þess geti verið kominn til ára
sinna. „Eftir minni bestu vitund
hefur viðhaldsmálum verið sinnt
mjög vel af HS veitum um langt
skeið,“ segir hann. „Ég tengi alls
ekki saman að vatnsþrýstingur falli
og gamlar lagnir. Ein helsta ástæða
þess að þrýstingur hefur fallið er
að lokað hefur verið fyrir vatnið
nokkrum sinnum á síðustu árum
einmitt vegna viðhalds lagnanna.“
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðs-
stjóri umhverfissviðs Reykjanes-
bæjar, segir að ábendingar um bil-
anir komi ekki til bæjarins heldur
HS Veitna. Vatn í Reykjanesbæ sé
alfarið á höndum HS Veitna sem
fari með allt eftirlit, viðhald og
nýframkvæmdir. „Við höfum verið
í nokkrum samstarfsverkefnum
þegar unnið er í nýjum götum eða
við (Reykjanesbær) erum að fram-
kvæma eitthvað í kringum fráveitu-
lagnir,“ segir hann. n
Treysta gömlum lögnum á Reykjanesi
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa íbúar áhyggjur af eldri lögnum í ljósi flóðsins í Hvassaleiti.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Við erum ekki með
neinar lagnir sömu
tegundar og gaf sig í
Hvassaleiti.
Svanur G. Árnason, sviðsstjóri
vatnasviðs HS Veitna
sigurjon@frettabladid.is
FLUGMÁL Um 42 þúsund farþegar
f lugu til og frá Reykjavíkurflugvelli
í ágúst. Fjölgar þeim um 29 prósent
milli ára. Fjöldi farþega á Reykja-
víkurf lugvelli hefur ekki verið
svona mikill frá 2018. Þetta kemur
í svari við fyrirspurn Túrista.is til
Isavia.
Mest var aukningin í leiguf lugi
og þá einna helst þyrluf lugi sem
tengist eldgosi sem hófst í Mera-
dölum 3. ágúst. Mikil eftirspurn var
eftir útsýnisflugi að eldstöðvunum.
Einungis 11 prósenta fjölgun var í
farþegatölum Icelandair frá Reykja-
víkurflugvelli, eða aukning um tvö
þúsund farþega á milli ára. n
Fleiri fljúga til og
frá Reykjavík
Mikil aðsókn var í þyrluflug að eld-
stöðvunum í Meradölum.
Bjarki Þór
Elvarsson
thorgrimur@frettabladid.is
FJÖLMIÐLAR Fjölmiðlanefnd birti í
gær niðurstöður Úthlutunarnefnd-
ar um úthlutun rekstrarstuðnings
til einkarekinna fjölmiðla. Sam-
kvæmt ákvörðun nefndarinnar
fá alls 25 fjölmiðlaveitur rekstrar-
stuðning þetta ár en 28 umsóknir
bárust.
Úthlutanir til þriggja fjölmiðla-
fyrirtækja gnæfa yfir öllum hinum.
Árvakur hf., útgáfufélag Morgun-
blaðsins, Sýn hf., rekstrarfyrirtæki
Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og
Torg ehf., útgáfufélag Fréttablaðsins,
DV og Hringbrautar, fengu hvert um
sig 66.767.227 kr. í styrk. Þessi upp-
hæð er langtum hærri en hin fjórða
stærsta, sem nam 25.012.660 kr. og
féll í skaut Myllusetri ehf., útgefanda
Viðskiptablaðsins. n
Árvakur, Sýn og
Torg fá hæstu
fjölmiðlastyrkina
6 Fréttir 15. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ