Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 33
kristinnpall@frettabladid.is
HM 2022 Áfrýjunarnefnd FIFA tekur
í dag fyrir áfrýjun Chile á úrskurði
Alþjóðaknattspyrnusambandsins
um lögmæti Byron Castillo í leikj-
um Ekvadors í undankeppni HM
2022. Hætt er við því að Ekvador
missi sæti sitt á HM, aðeins tveimur
mánuðum áður en Ekvador á að
mæta Katar í opnunarleik mótsins.
Chile hefur krafist þess að Ekva-
dor verði dæmdur ósigur í leikjum
liðanna á milli en það myndi leiða
til þess að Chile tæki sæti Ekvadors
á HM. Það gæti einnig fallið í skaut
Perú eða Ítalíu. n
Mál Ekvadors
tekið fyrir í dag
FIMMTUDAGUR 15. september 2022 Íþróttir 17FRÉTTABLAÐIÐ
Castillo, hér til hægri, eftir leik í
undankeppni HM. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
aron@frettabladid.is
FÓTBOLTI Búist er við því að Eyja-
maðurinn og knattspyrnuþjálfar-
inn Heimir Hallgrímsson verði
kynntur sem nýr landsliðsþjálfari
Jamaíku á morgun. Heimir f laug
fyrr í vikunni út til Jamaíku til að
ganga frá samningum við knatt-
spyrnusamband landsins.
Heimir hefur verið án þjálfara-
starfs síðan hann yfirgaf stöðu sína
sem þjálfari katarska félagsins Al-
Arabi á síðasta ári þegar samningur
hans í Katar rann sitt skeið.
Eyjamaðurinn þekkir umhverfi
landsliða vel eftir tímann með
íslenska karlalandsliðið þar sem
hann gerði frábæra hluti bæði sem
aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck og
síðan aðalþjálfari liðsins seinna
meir.
Þó f lest okkar tengi Jamaíkau
við sól og strendur er ekki hægt
að segja annað en að undanfarnir
mánuðir hafi verið stormasamir
hjá bæði landsliði Jamaíku sem og
knattspyrnusambandi landsins.
Uppsöfnuð óánægja með aðbún-
að og skipulagningu í kringum
landsliðið varð til þess að leikmenn
hótuðu verkfalli ef Dalton Wint, einn
af stjórnendum knattspyrnusam-
bandsins, myndi ekki segja af sér.
Það er því alveg ljóst að Heimir
mun þurfa að hafa sig allan við á
fyrstu vikum í starfi til að lægja
óánægjuöldur og ef la traust og
samstarfsandann á Jamaíku . n
Heimir reynir fyrir sér á Jamaíku Heimir Hall-
grímsson er
staddur á
Jamaíku þessa
dagana.
helgifannar@frettabladid.is
FÓTBOLTI Hugmynd Todd Boehly,
eiganda Chelsea, um stjörnuleik í
ensku úrvalsdeildinni, líkt og í NBA-
körfuknattleiksdeildinni fellur væg-
ast sagt í grýttan jarðveg.
Stakk Boehly, sem er bandarískur,
upp á að úrvalslið suðurhluta Eng-
lands mæti norðanmönnum. Fjár-
munir sem fengjust af leiknum gætu
nýst félögum í neðri deildum Eng-
lands.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri
Liverpool, er einn þeirra sem skutu
þessa hugmynd niður. „Þegar hann
finnur dagsetningu fyrir leikinn
má hann hringja í mig,“ sagði Þjóð-
verjinn um hugmynd Boehly. Klopp
benti á að leikjaálagið væri mun
meira á Englandi en í bandarískum
íþróttum almennt.
Gary Neville, fyrrverandi leik-
maður Manchester United, gekk
öllu lengra í sinni gagnrýni.
„Bandarísk fjárfesting í enskum
fótbolta setur leikinn klárlega í
hættu. Þeir ná þessu bara ekki og
hugsa öðruvísi. Svo stoppa þeir ekki
fyrr en þeir fá það sem þeir vilja,“
skrifaði Neville á samfélagsmiðla. n
Hugmyndir hans
vekja ekki lukku
Todd Boehly hefur komið inn af
miklum krafti í enska knattspyrnu.
MARK AÐURINN ER LÍK A Á NETINU: W W W.FORL AGID. IS
990 kr.
1.990 kr.
990 kr.
2.490 kr.
1.990 kr. 1.990 kr.
2.990 kr.
1.990 kr.
1.990 kr.
2.990 kr.
ALLT AÐ 90% AFSLÁTTUR
NÆG
BÍLA-
STÆÐIOPIÐ 10-19 ALLA DAGA
7. SEPT.- 3. OKT.
Á FISKISLÓÐ 39