Fréttablaðið - 15.09.2022, Side 26
Það er ekkert
annað að gera en
að harka af sér og reyna
að taka þátt í lokasprett-
inum eins mikið og
maður getur. Ég er eðli-
lega töluvert á eftir hvað
varðar líkamlegt form en
ég er klár í slaginn ef
kallið kemur.
Knattspyrnumaðurinn
Halldór Smári Sigurðsson,
oft nefndur herra Víkingur,
hefur sannarlega verið
óheppinn með meiðsli á
þessu tímabili.
gummih@frettabladid.is
Varnarmaðurinn öflugi Halldór
Smári Sigurðsson, sem á dögunum
lék sinn 400. mótsleik fyrir Víkinga
og er orðinn leikjahæsti leik-
maður félagsins frá upphafi, hefur
aðeins náð náð að spila 11 af 21 leik
Víkinga á Íslandsmótinu. Halldór
Smári sneri aftur inn á völlinn í
síðustu viku og ætlar að harka af
sér til loka leiktíðarinnar áður en
hann fer í aðgerð.
„Ég er sennilega kviðslitinn
báðum megin. Það kom í ljós
snemma í vor en með aðstoð lyfja
hef ég náð að spila í gegnum það.
Svo fékk ég högg á bakið í úti-
leiknum á móti Malmö í Meistara-
deildinni í byrjun júlí. Þar brotnaði
ég á tveimur hryggjarliðum og
er nýkominn til baka eftir þau
meiðsli. Af því að það greindist brot
þá mátti ég ekki gera neitt í fjórar
vikur og það var alveg hræðilegur
tími. Eftir það prófaði ég mig áfram
hægt og rólega. Það var lítið um
endurhæfingu í þessu ferli. Ég fór í
myndatökur reglulega til að sjá hver
staðan væri og beið svo eftir grænu
ljósi frá læknum þegar þetta leit
ágætlega út,“ segir Halldór Smári.
Spurður út í endurhæfingu
varðandi kviðslitið segir Halldór:
„Þetta sést svo sjaldan á myndum
en það er ákveðið próf sem er tekið
til að greina þetta. Það lítur út fyrir
að ég sé kviðslitinn. Læknarnir
ætluðu að reyna að skjóta mér í
aðgerð eftir bakmeiðslin. Það tókst
ekki svo hún verður framkvæmd
eftir tímabilið,“ segir Halldór.
Innkoma Rúnars reynst guðsgjöf
Halldór segir lækna og sjúkraþjálf-
arateymi Víkings eigi mikið hrós
skilið en mikil meiðsli hafa herjað
á leikmannahóp liðsins á leiktíð-
inni. „Þetta er alveg kúvending frá
síðasta ári. Það var nánast ekkert
um meiðsli í fyrra en í ár hafa
orðið meiðsli ofan á meiðsli. Arnar
þjálfari hefur spilað frábærlega úr
þessum vandræðum. Það hefur
ekki skipt máli hver kemur inn í
liðið og hvar menn spila.
Við fengum Rúnar Pálmarsson
sjúkraþjálfara til okkar fyrir tíma-
bilið og það hefur reynst guðsgjöf.
Hann er búinn að standa sig frá-
bærlega og þökk sé honum greind-
ist ég með þessi meiðsli í bakinu.
Honum fannst vera eitthvað
skrýtið og sendi mig í myndatöku
rúmri viku eftir að ég meiddist.
Hann er algjör topp maður og gott
að hafa hann í klefanum.“
Halldór Smári og samherjar hans
í Víkingsliðinu upplifðu algjört
draumatímabil í fyrra en liðið varð
bæði Íslands- og bikarmeistari. Sá
möguleiki er enn fyrir hendi að
Víkingar endurtaki leikinn. Þeir eru
komnir í úrslit bikarkeppninnar
þar sem þeir mæta FH-ingum í
úrslitaleik þann 1. október og í
deildinni eru þeir sex stigum á eftir
Breiðabliki þegar einni umferð af
deildarkeppninni er ólokið áður en
úrslitakeppnin um titilinn hefst en
þar bætast við fimm leikir.
„Það er ekkert annað að gera en
að harka af sér og reyna að taka
Hefur tekið á sálartetrið
Halldór Smári að skora fyrir Víking í Evrópuleik gegn Levadia Tallinn í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
þátt í lokasprettinum eins mikið
og maður getur. Ég er eðlilega
töluvert á eftir hvað varðar líkam-
legt form en ég er klár í slaginn ef
kallið kemur,“ segir Halldór Smári,
sem segist aldrei hafa lent í svona
meiðslaveseni áður á sínum ferli.
„Þetta er nánast í fyrsta sinn sem
ég meiðist á ferlinum. Ég hef verið
ótrúlega heppinn. Við unnum tvö-
falt í fyrra og það er eins og líkam-
inn hafi gefist upp á mér. Þetta er
öðruvísi og það tekur á mann að
geta ekki verið með. En um leið
og maður getur mætt á æfingar og
verið á bekknum þá finnst manni
maður vera orðinn þátttakandi á
nýjan leik. Það er virkilega erfitt
að vera uppi í stúku og það tekur
á sálartetrið. Þetta tímabil hefur
verið ákveðin lífsreynsla,“ segir
Halldór.
Eins og áður segir fer Halldór
Smári í aðgerð strax eftir tímabilið.
„Ég mæti tvíefldur til leiks inn í
mótin í vetur. Það er ekkert annað
í stöðunni. Það eru skemmtilegar
vikur fram undan. Fyrst bikar-
úrslitaleikur og svo baráttan um
titilinn. Við megum ekki misstíga
okkur og þurfum helst að vinna
alla þá leiki sem við eigum eftir
og vonast til þess að Blikarnir tapi
stigum.“ n
Tímamót – ný hlutverk, er
námskeið á vegum Ljóssins
fyrir þá sem eiga ekki aftur-
kvæmt á vinnumarkað.
„Það eru viðbrigði að hætta í
Ljósinu og fara út í lífið á ný. Fólki
líður vel hjá okkur en þegar það
er komið vel á veg með að byggja
sig upp er gott að fá hvatningu og
hjálp til að horfa út fyrir Ljósið.“
Þetta segir Guðný Katrín
Einarsdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu,
sem heldur utan um námskeiðið
Tímamót – ný hlutverk, sem hefst í
Ljósinu um miðjan október.
„Námskeiðið er hugsað fyrir fólk
sem er að ljúka sinni endurhæf-
ingu hjá Ljósinu og sér ekki fram á
að snúa aftur á vinnumarkað eftir
veikindin, annað hvort vegna lang-
varandi heilsufarsvanda sökum
sjúkdómsins eða afleiðinga hans.
Námskeiðið er líka fyrir þá sem eru
að nálgast eftirlaunaaldur þegar
þeir greinast með krabbamein og
hætta þá aðeins fyrr að vinna en
þeir ætluðu sér. Þetta er stór hópur
sem er læknaður af krabbameini
en er að hefja nýtt æviskeið,“ segir
Guðný.
Námskeiðið var fyrst sett á
laggirnar vorið 2021 og verður nú
haldið í fjórða sinn.
„Ljósið hafði lengi boðið upp á
námskeiðið Aftur til vinnu, en svo
sáum við að stór hópur fer ekki til
vinnu á ný. Tímamóta-námskeiðið
er á svipuðu stigi í endurhæfingu,
eða þegar fólk er komið vel á veg
með að byggja sig upp, en nýtist nú
breiðari hópi,“ útskýrir Guðný.
Hvatning og tækifæri
Mikill hugur er í fólki eftir nám-
skeiðið Tímamót.
„Námskeiðið hentar vel þeim
sem eru komnir á þann stað
að horfa út fyrir Ljósið og fram
á veginn, og svo sannarlega er
ánægjulegt að heilsufarið sé svo
gott að maður þurfi ekki lengur á
Ljósinu að halda. Við settum nám-
skeiðið af stað til að undirbúa fólk
undir það og draga fram að hverju
það vill stefna eftir endurhæfingu
í Ljósinu. Við hjálpum því að finna
styrkleika sína, hvað því þykir
skemmtilegt, hvað það vill gera
við tíma sinn og orku, og hverjir
möguleikarnir eru úti í samfélag-
inu þegar ekki verður aftur snúið
til vinnu, og til að fólk verði ekki
óvirkt þegar það hættir hér heldur
sé komið með áætlun um hvað það
vilji gera,“ greinir Guðný frá.
„Okkar skjólstæðingar hafa verið
duglegir að notfæra sér námskeiðið
og ég veit að þeim þykir mjög gagn-
legt að spjalla saman, heyra að það
eru fleiri í sömu stöðu og þeir og
fá hvatningu frá hinum. Það á við
um mörg námskeið Ljóssins. Við
reynum að tengja fólk saman og
því þykir mjög áhugavert að fá inn-
sýn í í ýmis úrræði í samfélaginu
sem það vissi ekki um áður, eins og
félagsmiðstöðvar, Vöruhús tæki-
færanna og U3A sem er háskóli
þriðja æviskeiðsins og félagasam-
tök fólks 50 ára og eldri, sem hittist
og er með fræðslu og viðburði,“
upplýsir Guðný.
„Það sem tekur við eftir Ljósið
þarf að vera spennandi tilhugs-
unar og það er sannarlega margt
spennandi sem bíður þeirra sem
snúa ekki aftur til vinnu eftir veik-
indin. Á námskeiðinu förum við
á stúfana og gerum hitt og þetta
forvitnilegt, því það er auðveldara
að heimsækja nýja staði í hóp en
að skoða þá einn. Það opnar augu
fólks fyrir því sem er í boði og það
getur frekar hugsað sér að koma
seinna og taka þátt í starfinu.“
Finna styrkleika sína
Hver er ég? er annað vinsælt nám-
skeið hjá Ljósinu sem margir taka
þegar þeir eru búnir með sína
meðferð, til að átta sig á sinni stöðu
og byggja sig upp á ný.
„Það er mikilvægt að styrkja
sjálfsmyndina eftir veikindi og
setja sér nýja stefnu. Það þarf að
sætta sig við að maður verður
ekki aftur sá sami og maður var
áður þegar kemur að úthaldi,
orku, minni og fleiri mögulegum
afleiðingum veikindanna. Því þarf
að endurstilla sig, finna út hvað
skiptir mann mestu máli og hvað
hentar manni fyrir innihalds-
ríkt líf eins og staðan er nú,“ segir
Guðný.
Námskeiðið Tímamót fer fram
einu sinni í viku, sex vikur í senn.
„Námskeiðið er uppbyggjandi
og hvetjandi fyrir þá sem hafa
gengið í gegnum erfið veikindi og
meðferð; að staldra við og finna
hverjir styrkleikar þeirra eru.
Margir hafa farið út fyrir boxið á
hvers kyns námskeiðum í Ljósinu
og uppgötvað þar ný áhugamál
og styrkleika sem þeir hafa svo
unnið með áfram. Allt skiptir það
máli því ég held að erfiðast við að
hætta á vinnumarkaði sé félagslega
tengingin við vinnufélagana, og
að hafa rútínu og hlutverk,“ segir
Guðný. n
Ljósið er á Langholtsvegi 43.
Sími 561 3770. Nánari upplýsingar
um námskeið Ljóssins er að finna
á ljosid.is
Horft fram á veginn eftir endurhæfingu í Ljósinu
Guðný Katrín Einarsdóttir er iðjuþjálfi hjá Ljósinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Það sem tekur við
eftir Ljósið þarf að
vera spennandi tilhugs-
unar og úti í samfélaginu
er svo sannarlega margt
spennandi í boði.
6 kynningarblað 15. september 2022 FIMMTUDAGURENDURHÆFING