Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 42

Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 42
Ég held að það sé búið að snuða hana um mörg ár af því að taka þátt í samfélaginu og fá að þroskast með. Elín Ásbjarnardóttir Strandberg Britney Spears talar um holdafar dansara Christinu Aguilera á Instagram-síðu sinni. Íslenskur líkams- virðingarsinni segir Britney hugsanlega hafa verið svipta tækifæri til að þroskast með samfélaginu síðustu ár. ninarichter@frettabladid.is Bandaríska poppsöngkonan Brit- ney Spears hefur verið sökuð um líkamssmánun í garð dansara stall- systur sinnar, söngkonunnar Christ- inu Aguilera. Í færslu á Instagram- aðgangi sínum í gær sagði Britney: „Ég komst að því að það er aðeins ein leið til að virðast grönn: Að hanga með feitu fólki.“ „Ég vildi að ég hefði fengið að velja barnapíurnar fyrir börnin mín, dansarana mína. Ég meina, ef ég hefði verið með dansarana hennar Christinu Aguilera hefði ég virst þvengmjó,“ skrifar hún við færsluna. Við sama tækifæri segist Britney ætla að nota vettvanginn til að ræða hluti sem fólk talaði aldr- ei um. Þá má geta þess að þetta er ekki í fyrsta sinn sem söngkonunum lendir saman opinberlega. Þá skrifaði Britney, í sama anda, þann 11. september í annarri færslu að hún óskaði þess að hún hefði fengið að velja meðdansara sína á sviði. Britney sakar starfsfólk á vegum föður síns um að hafa niður- lægt sig viljandi með því að ráða smávaxna dansara til að dansa með sér á sviði. Færslunni fylgdi nektar- mynd þar sem söngkonan glennti rasskinnarnar á sér í sundur. Aðdáendur svekktir Fylgjendur söngkonunnar á Insta- gram eru síður en svo ánægðir með ummælin og biðja hana meðal ann- ars að vera ekki að niðurlægja aðrar konur til að upphefja sjálfa sig. Elín Ásbjarnardóttir Strandberg heimspekinemi hefur rætt við fjöl- miðla síðustu misseri um líkams- virðingu og reynslu sína af átröskun. Hún segist fagna þeirri mótstöðu sem ummæli söngkonunnar mættu á samfélagsmiðlinum. „Það gladdi mig að sjá kommentin undir þessu,“ segir hún. „Auðvitað er pósturinn pínu hræðilegur. En maður veit að hún er ekki að koma úr týpískum aðstæðum.“ Elín segist ekki hafa innsýn í það hvort Britney hafi fylgst með umræðunni sem hafi þróast í þá átt að ummæli á borð við þessi séu ekki lengur í boði. „En miðað við þá pressu sem hún hefur verið undir síðan hún var unglingur er maður ekki sjokker- aður yfir að þetta komi frá henni. En á sama tíma er sjokkerandi að árið 2022 sé fólk í alvöru að láta svona út úr sér.“ Britney snuðuð um þroska Elín segir á sama tíma að ómögulegt sé að setja sig í spor Britney. „Hún er að koma undan brjálæðislegu eftir- liti sem ég get ekki tengt við, eða hvaða upplýsingar hún hefur fengið eða hverju er búið að mata hana á. Hún er kannski ekki búin að vera með í öllum þessum breytingum sem eru að eiga sér stað í heiminum. Ekki endilega út af eigin vali heldur út af kröfum sem eru settar á hana út af yfirvaldi,“ segir hún. „Ég held að það sé búið að snuða hana um mörg ár af því að taka þátt í sam- félaginu og fá að þroskast með.“ Elín vill ekki slaufa Britney Spe- ars. „Heldur frekar að hjálpa henni að sjá að við erum komin lengra.“ Fullorðin en samt barn Silja Björk Björnsdóttir, rithöfundur og geðheilsuaktívisti, segir reiði og sorg greinilega í skrifum Britney á samfélagsmiðlum. Líkt og Elín segir Silja færsluna og skilaboðin sem henni fylgdu vera hræðileg. Silja bendir á að Britney var ung sett undir forræði föður síns. „Þá má spyrja hvort hún hafi fengið rými til að taka út þennan þroska. Hún hefur örugglega mjög bjagaða mynd af því hvernig heimurinn virkar og mér finnst það alveg skína í gegn þegar hún er að tala,“ segir Silja. „Hún er að læra að nota röddina sína og það minnir mann á ungling sem er að taka út svona skeið, eitt- hvað sem Britney fékk aldrei að gera. Þess vegna finnst okkur þetta óþægilegt og á skjön við hvernig við hin upplifum raunveruleikann vegna þess að hún er fullorðin, en hún er á sama tíma bara barn.“ n Ummæli Britney tæpast slaufunarsök Britney Spears og Christina Aguilera árið 2000. Tónlistarkonunum tveimur hefur lent saman ítrekað í gegnum ferilinn og í fyrradag hætti sú síðarnefnda að fylgja Britney á Instagram. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Skjáskot af umræddri Instagram-færslu Britney Spears. MYND/SKJÁSKOT KVIKMYNDIR Three Thousand Years of Longing Leikstjóri: George Miller Leikarar: Tilda Swinton, Idris Elba Oddur Ævar Gunnarsson Three Thousand Years of Longing byggir á smásögunni Djinn in the Nightingale's Eye eftir A.S. Byatt sem kom út árið 1994 og er fersk og ánægjuleg tilbreyting frá ofur- hetjumyndasíbyljunni sem hvergi sér fyrir endann á. Söguþráðurinn sver sig nokkuð í ætt við söguna um Aladdín, andann og óskirnar þrjár í Þúsund og einni nótt. Hér er þó hins vegar enginn Aladdín í forgrunni, heldur hin mjög svo venjulega Alithea Binnie sem Tilda Swinton leikur. Hún er bókmenntafræðingur sem fer skyndilega að sjá ofsjónir í vinnu- ferð til Istanbúl. Þar hnýtur hún síðan um dularfulla og, að því er virðist, ómerkilega f lösku þangað til upp úr henni kemur andi sem Idris Elba leikur. Samkvæmt hefð- inni býður andinn Alitheu þrjár óskir en þó þannig að í raun hljóma hér skemmtileg tilbrigði við kunn- ugleg stef þar sem myndin kannar dýpri merkingu þess að eiga þess kost að fá óskir uppfylltar. Þá er sömuleiðis kafað það skemmtilega ofan í forsögu bæði Alitheu og andans að ég átti auð- velt með að gleyma mér í undarlegri en áhugaverðri forsögu andans þar sem við sögu koma ekki ómerkari persónur en sjálfur Salómon kon- ungur. Tilda Swinton og Idris Elba standa sig með prýði og virðast raunar bæði hafa feykilega gaman af því að leika í myndinni. Sjálfsagt vegur þáttur leikstjórans og hand- ritshöfundarins, George Miller, þar þungt en hann er þekktur fyrir að koma ekki að kvikmyndaverkefn- um nema þau hafi fangað hug hans og hjarta. Þannig kom síðasta mynd hans, Mad Max: Fury Road, út fyrir sjö árum síðan. Allt gengur þetta líka þannig upp hjá Miller og hans fólki að mér leiddist aldrei yfir myndinni sem er um það bil eitt besta hrós sem hægt er að gefa kvikmynd. Endirinn er þó frekar snubbóttur og skyndilegur þannig að áhorfandinn er skilinn eftir með þá tilfinningu að eitthvað hafi legið á að binda endahnútinn á söguna. n NIÐURSTAÐA: George Miller er í essinu sínu í skemmtilegri mynd sem er þó full endaslepp sem breytir engu um það að hún er engu að síður frekar fersk til- breyting frá ofurhetjumyndunum sem venjulega eru fyrirferðar- mestar í bíó. Frekar ferskar langanir í þrjú þúsund ár Idris Elba og Tilda Swinton njóta sín undir stjórn Mad Max-hugmyndafræð- ingsins George Miller. NETFLIX Cobra Kai 5. sería Aðalhlutverk: Ralph Macchio, William Zabka, Thomas Ian Griffith Þórarinn Þórarinsson Ekki kemur á óvart að Cobra Kai trónir á toppi lista Netf lix yfir það efni sem mest er sótt í straum veitunnar þessa dagana. Geggjað karate-dramað er einfaldlega með því allra besta sem er í boði þessi misserin. Fyrir einhverja undarlega galdra hefur gengið fullkomlega upp að flétta miðaldrakrísu fornfrægra karatekarla saman við unglinga- drama sem toppar Beverly Hills 90210 án þess að blása úr nös eða sýna nokkra miskunn. Cobra Kai fór feykilvel af stað í fyrstu seríu þegar höfuðandstæð- ingarnir úr 80’s smellinum Karate Kid, Daniel LaRusso og Johnny Lawrence, taka aftur til við að elda grátt silfur og draga unglingana sína og vini þeirra í stríðið milli karatek lúbb - anna Cobra Kai og Miyagi-Do. Þ æ t t i r n i r hafa haldið dampi síðan með kostu- legu gríni að eitraðri og úreltri karl- m e n n s k u níunda ára- t u g a r i n s , þvottekta 80’s nostalgíu, tilfinningadrama, spennu og karate. Úthaldið er slíkt að líklega er þessi 5. sería sú besta hingað til og hámhorf er með öllu óhjákvæmilegt. Meginstyrkur þáttanna liggur í því að maður tengir einhvern veginn við allar helstu persónur; miðaldra og ungar, vondar og góðar. Illmenn- in ríða þó baggamuninn í þessari umferð með þann snarsikkópatíska Terry Silver í slíkum ham að líf og limir okkar fólks eru í raunverulegri hættu. Maður er grínlaust á taugum á endasprettinum og getur ekki beðið eftir að fá að sjá og vita meira um afdrif góðra sem slæmra. NIÐURSTAÐA: Cobra Kai er ótrú- lega vel heppnaður bragðarefur úr Karate Kid-nostalgíu níunda áratugarins og hittir ekki síst í mark hjá áhorfendum sem eru að komast á sextugsaldurinn. Miskunnarlaust góður bragðarefur 26 Lífið 15. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 15. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.