Fréttablaðið - 15.09.2022, Síða 2
Það er ekki bara ungt
fólk sem upplifir
kynferðislega kyn-
bundna áreitni.
Guðbjörg Gígja Kristjánsdóttir
Drottningin í Westminster
Heilsuvara vikunnar
GJAFALEIKUR
Eldri konur geta allt eins
orðið fyrir kynferðislegu
ofbeldi og yngri konur, segir
75 ára kona í Hafnarfirði.
Kynbundin áreitni spyrji ekki
um aldur. Viðbrögð vinnu-
veitanda voru þveröfug við
það sem ætla mátti.
bth@frettabladid.is
HAFNARFJÖRÐUR Guðbjörg Gígja
Kristjánsdóttir, 75 ára gömul, var
í starfi sem tengdist þjónustu við
Hafnarfjarðarbæ þegar hún segir að
annar starfsmaður hjá bænum hafi
farið að beita hana kynferðislegri
áreitni. Brotin stóðu að sögn Guð-
bjargar yfir á árunum 2015 til 2019.
Þegar Guðbjörg hreyfði við mál-
inu þaggaði bærinn það niður að
hennar sögn og sýndi engan stuðn-
ing. Þvert á móti var gripið til ráð-
stafana sem leiddu til þess að hún
missti sjálf vinnuna. Meintur ger-
andi starfar enn hjá sveitarfélaginu.
„Hann var hálfgerður yfirmaður
minn á þessum tíma, þessi maður.
Ég sá um matinn og hann fór að
koma inn í eldhús, reyndi að kyssa
mig og faðma. Maður gat sloppið
fyrst en hann varð svo ágengari,
reyndi að sitja um mig og náði mér
svo á sitt band. Hann náði tökum á
mér, hann vissi alltaf hvaða takka
hann ætti að ýta á,“ segir Guðbjörg
Gígja.
Í skýrslu sem Hafnarfjarðarbær
lét vinna eftir að málið kom upp og
Fréttablaðið hefur undir höndum
kemur fram að maðurinn hafi verið
giftur en Guðbjörg segist ekki hafa
vitað af því. Maðurinn náði að taka
upp einhvers konar samband við
hana, fremur kynferðislegt en ástar-
samband. Guðbjörg segir vanlíðan
hafa einkennt tímabilið, hún hafi
mátt þola mikið magn óumbeðins
myndefnis, typpamyndir og fleira
sem hafi gengið nærri henni.
„Ég slapp svo út úr þessu og hann
sneri sér annað, en þá sat ég eftir
með alla vanlíðanina. Ég leitaði til
Stígamóta, sagði konu á vinnustaðn-
um frá og ákvað að klaga manninn.
Þá tók þáverandi bæjarlögmaður
skýrslu. Hún sagðist ætla að vinna
málið áfram, en gerði það ekki. Þá
kærði ég málið til lögreglu.“
Lögreglurannsóknin var fyrir
skemmstu felld niður á grunni þess
að orð standi gegn orði. Guðbjörg
hafði eytt kynferðislegu mynd-
unum af manninum í síma sínum
þannig að ekki er mikið um sönn-
unargögn í málinu.
„Það er ekki bara ungt fólk sem
upplifir kynferðislega kynbundna
áreitni. Fólk á öllum aldri þarf að
láta svona yfir sig ganga og oft er
enginn stuðningur heldur hið gagn-
stæða,“ segir Guðbjörg.
Í svari Hafnarfjarðarbæjar við
fyrirspurn Fréttablaðsins segir að
bærinn geti ekki tjáð sig um einstök
mál. Formlegt og faglegt ferli hefjist
í svona málum og kölluð sé til utan-
aðkomandi ráðgjöf og handleiðsla.
„Ég stíg fram vegna þess að ég
held að margar konur verði að heyra
rödd mína. Það verða aldrei úrbætur
hvað varðar kynbundið ofbeldi fyrr
en atvinnurekendur taka alvarlega á
svona málum. Það nást engir sigrar
öðruvísi.“ n
Missti starfið eftir að hafa
tilkynnt kynferðisofbeldimagnush@frettabladid.is
FIMLEIKAR Evrópumeistaramótið
var sett með prompi og prakt í
Lúxemborg í gær þegar unglinga-
landsliðin hófu keppni.
Vel á annað hundrað Íslendingar
eru mættir út til að styðja íslensku
landsliðin og má búast við enn fleiri
Íslendingum um helgina þegar
úrslitin fara fram.
Unglingalandslið Íslands í
drengjaflokki, blönduðum flokki og
stúlknaflokki kepptu í undanúrslit-
unum í gær í von um að vinna sæti í
úrslitunum en aðeins sex lið keppa
til úrslita.
Íslensku stuðningsmennirnir
létu vel í sér heyra í stúkunni þegar
íslensku liðin stigu inn á keppnis-
gólfið, þrátt fyrir að vera umkringd-
ir Dönum og Svíum.
Stúlknalandslið Íslands vann
silfur á EM í fyrra og stefnir á verð-
launapall aftur í ár. Þrettán lönd
eru skráð til keppni í stúlknaflokki
og luku því stúlkurnar ekki keppni
fyrr en seint í gær eftir að blaðið fór
í prentun. n
Íslenskt stuðningslið lét vel í sér heyra
Stuðningsmenn Íslands létu ekki
aftra sér að vera umkringdir Dönum.
Líkkista Elísabetar II. Bretadrottningar, sem lést fyrir viku, var flutt til Westminster-hallar í gær. Kistan verður þar í fjóra daga svo syrgjendur geti vottað
drottningunni heitinni virðingu sína í síðasta sinn áður en hún verður jarðsett á mánudaginn. Þúsundir hafa þegar lagt leið sína til Westminster og langar
raðir hafa myndast í kringum kistuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Guðbjörg Gígja Kristjánsdóttir segir ekki verða úrbætur vegna kynferðis-
brota fyrr en atvinnurekendur taki alvarlega á málum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
gar@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra sagði í stefnuræðu
sinni á Alþingi í gærkvöldi að mikil-
vægt sé að orkukerfið á Íslandi sé
sjálfstætt og undir innlendri stjórn.
„Nú þegar raforkuverð í Evrópu
er himinhátt – þegar almenningur
í Noregi, Þýskalandi og Bretlandi er
jafnvel að borga margfalt verð fyrir
hita og rafmagn á við okkur – er
augljóst að við erum í öfundsverðri
stöðu. Þetta er meðal annars vegna
þess að góðar og framsýnar ákvarð-
anir hafa verið teknar hingað til,“
sagði Katrín.
Sagði forsætisráðherra að þrátt
fyrir erfitt ástand í kjölfar bæði
heimsfaraldurs og innrásarinnar
væri atvinnuástandið gott á Íslandi.
„Þó að stjórn og stjórnarandstaða
eigi eðli máls samkvæmt að takast á
og leiða fram rök og gagnrök þá vona
ég að þingmenn allir, óháð flokkum
og ólíkum lífsskoðunum, beri gæfu
til að vinna á slíkum grundvelli þjóð-
inni allri til heilla á þeim þingvetri
sem nú er að hefjast,“ sagði Katrín.
Nánar er fjallað um umræður á
Alþingi í gær á frettabladid.is n
Sagði Íslendinga
vera öfundsverða
Katrín Jakobsdóttir,
forsætisráðherra
2 Fréttir 15. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ