Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 FRÉTTIR www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Bændafundir Bændasamtaka Íslands á landsbyggðinni: Brýn mál til umræðu á fyrsta fundinum í Borgarnesi – Innviðabreytingar samtakanna og endurskoðun búvörusamninga Bændasamtök Íslands standa fyrir bændafundum um allt land í ágúst undir yfirskriftinni „Samtal um öryggi“ og var fyrsti fundurinn haldinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi mánudaginn 22. ágúst, þar sem húsfyllir var á efri hæðinni. Brýn mál íslensks landbúnaðar voru þar á dagskrá og sköpuðust líflegar umræður. Fundurinn hófs með framsögu Gunnars Þorgeirssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, þar sem hann fór yfir þau verkefni sem hafa verið á borði samtakanna að undanförnu ásamt því að fjalla um helstu áherslumál fyrir næstu vikur og mánuði. Innviðabreytingar Bændasamtakanna Fyrst greindi Gunnar frá breytingum á innviðum Bændasamtaka Íslands; nýju starfsfólki, skipuriti og fyrirhuguðum flutningum samtakanna í Borgartún 25. Á undanförnum vikum hefði verið unnið að undirbúningi fyrir flutninga með róttækri tiltekt í Bændahöll, auk þess sem verið væri að standsetja nýtt skrifstofuhúsnæði í nýjum húsakynnum. Gunnar sagði að verkefnavinnan að undanförnu hefði einkum falist í skipulagningu á landbúnaðarsýningu sem haldin verður í Laugardalshöll 14.–16. október næstkomandi, degi landbúnaðarins 14. október og undirbúnings fyrir endurskoðun búvörusamninga á næsta ári. Fyrsti samráðsfundurinn við fulltrúa matvælaráðuneytisins væri áætlaður um miðjan október. Fæðuöryggismál til umfjöllunar Í máli Gunnars kom fram að fæðuöryggismál hafi mjög verið til umfjöllunar hjá samtökunum á síðustu mánuðum eftir að ógnarástand á alþjóðlegum hrávörumörkuðum með korn og aðföng bænda setti matvælaframleiðslu á Íslandi í alvarlega stöðu. Í þeim málum hafi verið lagður ákveðinn grunnur með starfi Spretthóps matvælaráðherra, til bjargar fyrir afkomu bænda, og starfshópi forsætisráðherra um neyðarbirgðir í landinu. Sú vinna hafi að talsverðu leyti verið unnin af hálfu starfsmanna Bændasamtaka Íslands, en í samvinnu við ráðuneytin. Önnur öryggismál bænda Því næst fór Gunnar yfir ýmis önnur undirstöðuatriði svo íslenskur landbúnaður geti sem best þrifist á næstu árum; öryggismál eins og sálgæslu, vinnuvernd og afkomuöryggi bænda, loftslags- og umhverfismál auk markaðssetningar íslenskra landbúnaðarafurða. Í haggreiningartölum, sem Gunnar sýndi fundargestum í Landnáms- setrinu, um markaðshlutdeild innflutts kjöts frá 2018, kom fram að á síðasta ári hefur hlutdeild svínakjöts vaxið mest og nálgast hratt 30 prósent þess kjöts sem er á íslenskum markaði. Hlutdeild alifuglakjöts vex jafnt og þétt og er nú rétt rúmlega 20 prósent, en var undir 15 prósentum árið 2018. Gagnasöfnun og nýliðunarvandi Gunnar sagði að söfnun gagna væri mikilvægur liður í að bæta samningsstöðu bænda og því væru Bændasamtökin farin af stað í það verkefni að byggja upp gagnagrunn hagtalna fyrir landbúnaðinn. Fyrsta skrefið hefði verið að birta hálfsmánaðarlega hagtölur landbúnaðarins í Bændablaðinu á sérstakri síðu. Í umræðum um nýliðunarvanda í íslenskum landbúnaði, varpaði Gunnar fram þeirri hugmynd hvort ekki mætti horfa til lánafyrirkomulags varðandi fyrstu kaup á íbúðarhúsnæði. Þannig væri hægt að hugsa sér að ríkið myndi fjárfesta í bújörðum nýliða upp á 20–30 prósent, sem væri svo gert upp þegar hún væri seld eða hluturinn greiddur til baka á tilteknum árafjölda. Áherslur við endurskoðun búvörusamninga Endurskoðun búvörusamninga, sem eru í gildi til 2026, er sem fyrr segir á næsta ári og sagði Gunnar að undirbúningsvinna væri hafin innan Bændasamtakanna. Meta þyrfti hvort markmið samninganna hefðu náðst. Markmið rammasamnings eru að efla íslenskan landbúnað og auka verðmætasköpun. Nýta einnig sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins. Nefndi Gunnar að í samningnum væru ákvæði um að fjármunir til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins væru skornir alveg niður á samningstímanum. Þetta ákvæði væri eitt af áhyggjuefnum samtakanna varðandi samninginn og þyrfti að endurskoða. Endurskoða þyrfti líka markmiðið með samningi um starfsskilyrði í nautgriparækt, þar sem segði að bæta þurfi hagræði, efla samkeppnishæfni og auðvelda nýliðun. Sömu sögu væri að segja um sauðfjárræktina, en þar segir í markmiðum samnings að stuðla verði að áframhaldandi þróun í greininni og bættri afkomu – og treysta stoðir í byggða- og atvinnulegu tilliti. Gunnar sagði að helst væri það í garðyrkjusamningnum að nálgast væri markmiðið, að treysta tekju- og starfsgrundvöll framleiðenda. Hann sagði að þetta væru raunverulegar áskoranir við endurskoðun samninganna; að meta hvort núverandi markmiðum miði áfram í rétta átt og ef ekki að skoða þá hver eigi að vera hin eiginlegu markmið þeirra. Tollamál, verðlagsgrundvöllur og afurðaverð Talsverðar umræður sköpuðust í seinni hluta fundar um margvíslegar hliðar landbúnaðar á Íslandi. Meðal umræðuefna sem komu frá fundargestum má nefna tollamál og misræmi í innflutningstölum, mikilvægi þess að undirbúa vel vinnu við endurskoðun búvörusamninga, þörf á uppfærslu fyrir verðlagsgrundvöll kúabúa og úrræðum fyrir kornbændur til varnar álftum og gæsum. Auk þess voru afurðaverðsmál til umræðu, eins og oft áður á bændafundum. Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtakanna og stjórnarmaður í samtökunum, tók til máls og greindi frá því að áfangasigur hefði náðst í sumar í kjarabaráttu sauðfjárbænda. Ljóst væri að meðaltalshækkun fyrir kíló af dilkakjöti væri komin í 35 prósent frá fyrra ári. Þá gæti hann flutt þau gleðitíðindi að birgðastaðan væri í sögulegu lágmarki um þessar mundir, einungis um rúm760 tonn væru í geymslu frá síðasta ári en til samanburðar nefndi hann að mánaðarsala lambakjöts væri í kringum 500 tonn. Alls verða bændafundirnir 11 talsins, á 11 mismunandi stöðum á landsbyggðinni, og lýkur fundaröðinni á morgun, föstudag, á Icelandair Hótel Flúðum klukkan 16. /smh Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flutti framsögu á bændafundinum í Borgarnesi. Myndir / smh Góð aðsókn var á fyrsta bænda­ fundinn í Landnámssetrinu. Nautakjöt: Afurðaverð hækkar Kjötafurðastöð KS og sláturhúsið á Hellu tilkynntu nýverið um breytingar á verðskrám sínum á nautakjöti. Mikil hreyfing hefur verið á verðskrám afurðastöðva til nautgripabænda á þessu ári. Undir lok árs 2021 hófu afurðastöðvar að hækka verð til bænda hóflega en með vorinu fór af stað skriða hækkana hjá öllum afurðastöðvunum, ef marka má heimasíðu nautgripabænda á bondi.is. Þá greiddi SS sláturálag á alla gripi til viðbótar fyrir innlegg á árinu 2021, líkt og áður hefur verið fjallað um á síðum Bændablaðsins. Kærkomnar hækkanir „Þessar hækkanir eru kærkomnar en duga þó varla til að mæta gríðarlegum hækkunum á rekstrar- kostnaði nautgripabænda,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður Bændasamtakanna og formaður nautgripadeildar BÍ. „Nýútkomin skýrsla RML sem þið sögðuð frá á forsíðu Bændablaðsins um daginn sýndi að ekki bara voru bændur að borga rúmar 400 krónur með hverju framleiddu kíló nautakjöts árið 2021 heldur hafði launaliðurinn lækkað með hverju árinu. Og svo hefur allt hækkað gríðarlega síðan, þannig að það má hverjum vera ljóst að 30 til 40% hækkun afurðaverðs dugar hvergi til að loka þessu gati. Afurðastöðvarnar eru auðvitað að reyna að gera sitt allra besta og því er ég þakklát, en eins og ég segi, þá dugar það varla til,“ segir Herdís Magna. Betri flokkar hækka meira Ef verðskrár eru skoðaðar fyrir árið í ár sést að lakari flokkar hafa hækkað um 10 til 15% meðan betri flokkarnir hafa hækkað um allt að 36% og segir á heimasíðu nautgripadeildar BÍ að hækkanirnar séu nokkurn veginn í takti við þær verðhækkanir til sauðfjárbænda sem verið er að tilkynna um þessar mundir. /VH Út er komin önnur stöðuskýrsla verkefnisstjórnar um aðgerða- áætlun í loftslagsmálum. Samkvæmt skýrslunni eru stærstu tækifærin til að ná fram samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðir í áætluninni eru alls 50 og eru allar nema ein nú komnar í framkvæmd eða eru í vinnslu. Í skýrslunni hvetur verkefnastjórn til að tryggt verði að jákvæð þróun í rafvæðingu bílaflotans haldi áfram og að hugað verði sérstaklega að orkuskiptum í þungaflutningum og fjölgun rafknúinna bílaleigubíla. Eins eru aðgerðir í sjávarútvegi og landbúnaði sagðar nauðsynlegar og að tryggja þurfi áframhaldandi úrbótaverkefni í landnotkun. Samkvæmt því sem segir í skýrslunni hafa aðgerðir tengdar orkuskiptum í samgöngum á landi skilað árangri og rafbílum fjölga hratt. Er hlutfall vistvænna ökutækja yfir helmingur nýskráninga. Nú eru 23 af 74 aðgerðum vegvísisins um vistvæna mannvirkjagerð komnar á undirbúnings-, framkvæmdastig eða þeim lokið. Samkvæmt niðurstöðum losunarbókhalds Íslands frá því í vor dróst losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð Íslands saman um 5% milli áranna 2019- 2020 og var 13% minni en árið 2005, sem er viðmiðunarárið fyrir loftslagsskuldbindingar Íslands. /VH Loftslagsmál: Rafbílum fjölgar Hlutfall rafbíla er yfir helmingur nýskráninga. Mynd / transportenvironment.org
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.