Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 17
17Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 Jafnframt hafa margir aðilar orðið fyrir miklum tekjumissi. Útgerðir 712 strandveiðibáta, flutningsaðilar, hafnir og aðrir þjónustuaðilar vítt og breytt um. Strandveiðar árið 2022 Alls voru 712 bátar á strandveiðum á sl. sumri. Þeim var róið frá nánast hverri höfn landsins 53 talsins. Óvenju góðar gæftir voru á því veiðisvæði sem flestir bátarnir voru gerðir út á, svæði A, við Breiðafjörð og Vestfirði. Á landsvísu náðu 93 bátar að róa alla þá daga sem í boði voru í maí og júní, 12 í hvorum mánuði. Til samanburðar voru aðeins 25 bátar á árinu 2021 sem náðu þeim róðrafjölda. Auk þess að betra tíðarfar leiddi til meiri afla í hverjum róðri, jókst samanlagður fjöldi veiðiferða í maí og júní um 29%, fór úr 8.879 í 11.420. Af veiðisvæðunum fjórum var mest fjölgunin á svæði A, losaði 42%, úr 4.269 í 6.064 í ár. Þegar hér var komið sögu á strandveiðum síðast liðins sumars var ljóst að með sama framhaldi yrði veiðum lokið um mánaðamótin júlí – ágúst. Allt var reynt til að fá aflaviðmiðun hækkaða til að tryggja strandveiðar í fjóra mánuði. Það tókst að skrapa saman 1.074 tonn í viðbót við þau tíu þúsund tonn sem áður höfðu verið ákveðin. Það varð til þess að veiðar yrðu ekki stöðvaðar fyrr en heildarþorskafli hefði náð 11.074 tonnum. Aukning á handfærin – niðursveifla hjá Hafró Margt fleira kom til en að betur áraði til sjósóknar fyrir handfærabáta. Þvert á niðurstöður Hafrannsóknastofnunar jókst þorskafli í róðri um 6,2%, úr 617 kg í 655 kg. Lifandi vísindi sem strandveiðimenn unnu við sýndi svo ekki lék vafi á að meira var af þorski á þeirra veiðislóð heldur Fjöldi róðra Maí - Júní 2022 2021 Breyting milli ára svæði A 6.064 4.269 1.735 42% svæði B 2.178 1.787 391 22% svæði C 1.445 1.139 306 27% svæði D 1.733 1.684 49 3% en í fyrra, eða var það bara veðrið sem varð til þess að meira veiddist af þorski. Sú óvissa olli hins vegar ekki áhyggjum við samanburð þar sem veður í ralli vigtar ekki inn í útreikninga hjá Hafrannsókna- stofnun við mælingar á stærð veiðistofnsins. Miðað við mælingar Hafrannsóknastofnunar á stærð hans (þorskur 4 ára og eldri), hefði mátt gera ráð fyrir samdrætti í veiðum þar sem hann hafði minnkað um 4,6% frá mælingu á sama tíma árið 2021. Þegar svo mikið ber á milli mælinga á þorski við handfæraveiðar á grunnslóð og niðurstaðna úr togararalli Hafrannsóknastofnunar hefði ákvörðun um þrjú þúsund tonn umfram aflareglu ekki haft neinar neikvæðar afleiðingar. Hvorki fyrir þorskstofninn né aðrar útgerðir í landinu. Ósveigjanlegt regluverk hefur hins vegar sett ráðherra inn í öngstræti sem gefur honum ekki svigrúm til ákvörðunar sem byggð væri á nýjustu upplýsingum af miðunum. Rétt er að það komi hér fram að samkvæmt aflareglu stjórnvalda er leyfilegur heildarafli á þorski á yfirstandandi fiskveiðiári er 222.373 tonn. Að ekki sé hægt að bregðast við aðsteðjandi vanda með aukningu sem nemur 1,35% stenst auðvitað enga skoðun. Strandveiðar njóta velvilja Strandveiðar eru ekki síður mikilvægar fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla. Þjóðin er jákvæð í garð strandveiða. Veiðarnar stundaðar á smábátum frá nánast hverri höfn landsins. Engin önnur veiðarfæri um borð en handfæri og afli takmarkaður við 774 kg af óslægðum þorski. Hver veiðiferð má ekki vara lengur en 14 klukkustundir þar sem fjöldi er takmarkaður við 12 daga í mánuði. Óheimilt er að stunda veiðarnar nema fjóra fyrstu virka daga í hverri viku. Starfsumhverfi sem hér er lýst er nú kannski ekki mjög aðlaðandi, en Íslendingar eru svo lánsamir að á áttunda hundrað manna (konur og karlar) treysta sér til þátttöku. Kaupa sér bát og hefja strand- veiðar þar sem veiðileyfið er ekki skilyrt við kvótaleigu sem opnar möguleika á að hefja útgerð. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda Þorskafli breyting í tonnum Maí-Júní 2022 2021 Breyting milli ára svæði A 4.299t 2.934t 1.365t 47% svæði B 1.337t 1.062t 275t 26% svæði C 832t 650t 182t 28% svæði D 957t 792t 164t 21% Samtals 7.424t 5.438t 1.986t 37% NYTJAR HAFSINS Mikil útbreiðsla makríls Bráðbirgðaniðurstöður sýna að magn og útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er mun meira en undanfarin tvö sumur. Makríll fannst meðfram suður- og vesturströnd landsins, bæði á landgrunninu og utan þess. Fyrir sunnan fannst makríll í Íslandsdjúpi suður að 62 °N breiddargráðu en makríll hefur ekki fengist í þessum leiðangri svo sunnarlega síðan sumrið 2016. Bráðabirgðaniðurstöður norsku og færeyska rannsóknaskipanna sýndu að makríl var einnig að finna austan við land. Norsk-íslensk vorgotssíld Líkt og undanfarin ár var norsk- íslenska vorgotssíld að finna á flestum togstöðvum fyrir norðan og austan landið og íslensk sumargotssíld á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið. Kolmunni og hrognkelsi Kynþroska kolmunni mældist við landgrunnsbrúnina sunnan og vestan við landið. Magn og útbreiðsla hrognkelsa var minni í ár en undanfarin ár. Í leiðangrinum voru merkt alls 64 hrognkelsi. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.