Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022
Frá upphafi strandveiða 2009 til
ársins 2018 var ákveðnu magni
deilt niður á hvert hinna fjögurra
veiðisvæða strandveiða og því
síðan skipt niður á hvern mánuð;
maí, júní, júlí og ágúst.
Þegar afla
mánaðarins var
náð á einstökum
svæðum voru
veiðar stöðvaðar
að öðrum kosti
bættist óveitt við
a f l a v i ð m i ð u n
næsta mánaðar.
Helstu ókostir þessarar
stjórnunar voru:
• Þegar ljóst var að veiðistöðvun
var yfirvofandi myndaðist óæskileg
áhættusækni til að ná sem flestum
dögum.
• Veiðidagar á hverju svæði
voru mismargir. Taflan sýnir
skiptinguna árið 2017.
Á svæði A voru veiðar stöðvaðar
frá og með 24. maí, 21. júní, 14.
júlí og 16. ágúst. Á svæðum B
og C lauk veiðum 17. ágúst. Eins
og fram kemur í töflunni voru
veiðidagar á svæði A því aðeins
39 á móti 60 sem fæst var á öðrum
svæðum.
Ákveðið að breyta kerfinu
Atvinnuveganefnd beitti sér
fyrir breytingu á fyrirkomulagi
strandveiða þar sem markmiðið
var að auka öryggi við veiðarnar
og veiðileyfi tæki til 48 veiðidaga
án tillits til veiðisvæðis, skipt jafnt
á hvern mánuð. Svæðin fengju því
öll jafnmarga daga. Þverpólitísk
sátt var um breytingarnar á Alþingi
vorið 2018 og ári seinna.
Stjórn LS samþykkti að fara í
þessar breytingar þar sem gengið
var út frá því að fjöldi daga yrði 48.
Að sjálfsögðu töldu menn að dagar
væru of fáir, en þar sem þetta var
upplag nefndarinnar og 12 dagar
væru í hverjum mánuði samþykkti
stjórn LS það sem lá fyrir.
Á lokametrum frumvarpsins í
atvinnuveganefnd kom fram að
sjávarútvegsráðherra taldi sig ekki
geta samþykkt breytinguna nema
hann hefði heimild til að stöðva
veiðar færi afli umfram útgefnar
heimildir til strandveiða. Þetta
mætti andstöðu hjá LS þar sem
fiskgengd á svæðum B og C og
þá sérstaklega á svæði C var best
á síðari hluta tímabilsins og því
gæti ójöfnuður myndast.
Ákveðið var að koma til móts
við sjónarmið LS með því að
rýmka reglur um veiðar á ufsa
og tryggja enn betur nægjanlegar
heimildir í þorski. Bæði atriðin
afar mikilvæg.
Á árunum 2018 og 2019 kom
ekki til stöðvunar strandveiða. Það
gerðist hins vegar næstu þrjú árin
þegar veiðar voru stöðvaðar, 19.
ágúst 2020 og 18. ágúst 2021 og
nú í ár 21. júlí.
Óæskilegt inngrip
Á árinu 2020 var gerð sú breyting
á reglugerð að viðmiðunarafli
þorsks var minnkaður um 1.000
tonn. Í stað leyfilegs heildarafla
af óslægðum botnfiski 11.000
tonn að ufsa undanskildum var
talan sundurgreind í 10.000 tonn
af þorski, 1.000 tonn af ufsa og
100 tonn af karfa. LS mótmælti
ákvörðun ráðherra harðlega, enda
var hér um eitt þúsund tonna
skerðingu á þorski.
Þegar ljóst var að aflaviðmiðun
dygði ekki til að veiðar stæðu
yfir til ágústloka var gerð krafa
um að ráðherra bætti afla í
viðmiðunarpottinn. Tæki tillit til
þess að heimildir voru ekki að
fullu nýttar á árinu 2019. Ekki
var orðið við þeirri sjálfsögðu
beiðni, þrátt fyrir að bent væri á
að í aflamarkskerfinu væri heimilt
að færa 15% milli ára. Það fundust
hins vegar 720 tonn í kerfinu sem
bætt var við tíu þúsund tonnin.
Svipaða sögu er hægt að segja
um árið 2021, en þá var 1.171
tonnum bætt við.
Hefði getað gefið 1,4 milljarða
Nú þegar liðin er mánuður frá
stöðvun strandveiða og samkvæmt
veiðileyfi ættu að vera sjö dagar
eftir koma í ljós hin gríðarmiklu
áhrif sem veiðarnar hafa.
Frá því óheimilt var að stunda
strandveiðar 25. júlí sl. til og
með 19. ágúst hefur framboð
á handfæraveiddum óslægðum
þorski á fiskmörkuðum farið úr
3.593 tonnum í 492 tonn. Er því
aðeins um 14% af því sem það
var í fyrra. Magnið sem hér um
ræðir eru 3.101 tonn sem líklegt
er að hefði skilað 1,4 milljörðum
í aflaverðmæti.
Fiskvinnslur sem byggja
rekstur sinn á innkaupum frá
fiskmörkuðum hafa því orðið
miklum skakkaföllum. Afli sem
reiknað var með til vinnslu hefur
ekki verið fáanlegur. Það hefur
leitt til mikils samdráttar og í
sumum tilvikum rekstrarstöðvunar.
Útflutningsverðmæti tapast og sett
strik í markaðssetningu fyrir þorsk
veiddan á handfæri.
Strandveiðar:
Breytingar á skipulagi
NYTJAR HAFSINS
Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • Nýtt! vefverslun: www.skorri.is
Örn Pálsson.
Skipting veiðidaga
Svæði Maí Júní Júlí Ágúst Samtals
A 13 10 8 8 39
B 17 16 17 10 60
C 17 16 17 10 60
D 17 16 17 18 68
Bráðabirgðaniðurstöður úr
uppsjávarvistkerfisleiðangri rann-
sóknaskipsins Árna Friðriks-
sonar frá því fyrr í sumar sýna
að magn og útbreiðsla makríls í
íslenskri landhelgi er mun meira
en undanfarin tvö sumur.
Leiðangurinn var hluti af
IESSNS, International Ecosystem
Summer Survey in the Nordic
Seas, og alls tóku sex skip þátt
í rannsókninni, sitt hvort skipið
frá Íslandi og Færeyjum og fjögur
frá Noregi.
Í leiðangrinum Árna Friðrikssonar
var rannsökuð útbreiðsla og þéttleiki
makríls, síldar og kolmunna í
íslenskri landhelgi að undanskildum
austurhluta hennar sem Færeyingar
og Norðmenn rannsökuðu.
Teknar 48 togstöðvar kringum
landið, gerðar sjónmælingar
og sýni tekin í átuháfa á
yfirborðstogstöðvum.
Mælingar á hitastigi sjávar sýna
að hitastig í yfirborðslagi var álíka
og sumarið 2021 og aðeins hlýrra en
sumarið 2020.
Útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og hrognkelsa ásamt hitastigi í
yfirborðslagi sjávar á 10 metra dýpi. Yfirborðstogstöðvar með engum afla af
viðkomandi tegund eru merktar með bláum punkti. Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Hafrannsóknastofnun:
Makríll útbreiddur við landið