Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022
PRÓPÍONSÝRA
Kostir notkunar
Örugg varðveisla á byggi allan geymslutímann
Hámarksvörn gegn myglu- og gersveppum
Heldur aftur af óæskilegri gerjun
Eykur fóðurinntöku
Eigum til afgreiðslu strax!
Tímabókanir í síma 568 6880
VANTAR ÞIG
HEYRNARTÆKI?
Glæsibæ | Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Heyrnartaekni.is | 568 6880
Nýju MORE heyrnartækin eru þjálfuð til að þekkja hljóð. Innbyggt djúptauganet
skilar einstaklega nákvæmri hljóðvinnslu og skýrum hljómgæðum.
Í september bjóðum við upp á heyrnarmælingar og ráðgjöf á:
Akureyri, Egilsstöðum, Akranesi, Siglufirði, Selfossi,
Vestmannaeyjum, Keflavík, Borgarnesi og Sauðárkróki.
Öll hjólin eru með beinni innspýtingu, rafmagnstýri, spili, dráttarkrók, handahlífum, háu og lágu
drifi með læsingu. Vökvabremsum, álfelgum og eru tveggja manna traktorsskráð. Verð er með Vsk.
Nánari upplýsingar á www.nitro.is
CFMOTO 1000
2.690.000,-
CFMOTO fjórhjólin fást hjá okkur
CFMOTO 520
1.549.000,-
CFMOTO 450
1.459.000,-
Nitró - Urðarhvarfi 4 - 557 4848 - nitro.is
Landgræðslan:
Losun CO2 minnkar
við endurheimt
Landgræðslan sendi nýverið frá
sér skýrslu um samstarfsverkefni
sitt og Landsvirkjunar við
endurheimt votlendis á tveimur
jörðum, Sogni í Ölfusi og á Ytri-
Hraundal á Mýrum.
Mælingar sýna marktæka
minnkun í losum koltvísýrings við
endurheimt votlendis.
Verkefnið skiptist í þrjá
verkþætti, framkvæmd endur-
heimtar og mismunandi verklag
við framkvæmdir, vöktun
breytinga á grunnvatnshæð og
losun gróðurhúsalofttegunda eftir
endurheimt og árangur mismunandi
meðferða til að flýta fyrir landnámi
votlendisgróðurs í sárum sem
mynduðust við framkvæmdina.
Hækkun grunnvatnsstöðu
dregur úr losun
Samkvæmt mælingum minnkaði
losun koldíoxíðs marktækt eftir
endurheimt og í samræmi við
hækkun á grunnvatnsstöðu en ekki
var marktækur munur á losun metans
fyrir og eftir endurheimt.
Mikill munur var á mæliþáttum á
milli svæða og á milli vöktunarreita
innan svæðanna. Sem gefur til kynna
hversu mikill breytileiki getur verið
á litlum og afmörkuðum svæðum.
Tveimur árum eftir endurheimt
sást að með því að hækka
grunnvatnsstöðuna á þessum
framræstu svæðum minnkaði
losun koldíoxíðs marktækt og sú
minnkun var í samræmi við hversu
mikið grunnvatnshæðin hækkaði.
Vöktunin sýnir einnig mikilvægi
þess að nýta allar gróðurtorfur á
yfirborði, vegna þess að ekki er vitað
fyrir fram hversu fljótt gróður nemur
land í sárum og mun meiri fyrirhöfn
er að grípa inn í á seinni stigum en
að huga að þessum þáttum þegar
endurheimt er framkvæmd.
Á heimasíðu Landgræðslunnar
segir að mikilvægt sé að fylgjast
áfram með svæðunum til að meta
langtímaárangur endurheimtarinnar.
/VH
Jóhann Thorarensen, starfsmaður
Landgræðslunnar, við mælingar á
losun gróðurhúsalofttegunda. Mynd
/ land.is
Norðmenn hafa aldrei flutt út jafn
marga hafarnarunga og í sumar.
Samtals voru 35 ungar fluttir út
til Evrópulanda.
Í Noregi er stærsti stofn hafarna
í Evrópu. Vegna heilbrigðs stofns
hafa Norðmenn fangað unga og flutt
til annarra í Evrópu sem hafa viljað
stækka eða endurvekja kyn hafarna á
sínum slóðum. Af þessum 35 ungum
sem fóru frá Noregi í ár voru 16
einstaklingar sendir til Írlands og 19
til Spánar, Bondebladet greinir frá.
Ungarnir eru handsamaðir við
strandlengjuna í Þrándarlögum og
Mæri og Raumsdal. Við eyjuna
Frøya, skammt frá Þrándheimi, hefur
mestur framgangur verið við að
koma höndum yfir ungana þar sem
hreiðrin eru gjarnan á jörðu niðri,
í stað þess að vera uppi í klettum
og trjám. Leitin að heppilegum
hreiðrum getur verið tímafrek þar
sem krafa er gerð til þess að minnst
tveir ungar séu í hverju varpi.
/ÁL
Noregur:
Útflutningur á
haförnum
Norðmenn flytja út haferni til þess að
styrkja stofna í þeim Evrópulöndum
sem þess óska. Mynd / Dan Russon