Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022
Danska fyrirtækið DLF er sjöundi
stærsti framleiðandi fræja í heimi
og leiðandi á sviði fóðurjurta
og grasfræja fyrir grasflatir og
íþróttavelli.
Auk þess sem fyrirtækið stundar
víðtækar rannsóknir og kynbætur
á grasi, smára, alfalfa, rófum og
kartöflum.
Kjarnastarfsemin DLF liggur
í framleiðslu á fræi fóðurjurta-
og grasfræja fyrir grasflatir og
íþróttavelli en á undanförnum árum
lagt aukna áherslu á rannsóknir til
að tryggja betri auðlindanýtingu og
uppskeruöryggi mat- og fóðurjurta.
Kynbætur og sjálfbærni
Í fyrirlestri Truels Damsgaard,
forstjóra DFL, á alþjóðaráðstefnu
landbúnaðarblaðamanna fyrr í sumar
fjallaði hann um fræframleiðslu og
kynbætur til að auk sjálfbærni í
ræktun nytjaplantna.
Damsgaard sagði meðal
annars að áherslur í starfsemi
DFL væru að breytast vegna
hraðra loftslagsbreytinga og að í
fyrirsjáanlegri framtíð mundi þörf
fyrir „öðruvísi“ nytjaplöntur aukast.
Kynbætur hjá DFL í dag miðast
því við að tryggja góða uppskeru
og á sama tíma að gera nytjaplöntur
þolnari fyrir þurrki, hæfari til að nýta
næringarefni betur og auka þol þeirra
fyrir sjúkdómum og afætum.
„Þegar litið er til þeirra
loftslagsáskorana sem mannkynið
stendur frammi fyrir þá eru þær nýjar
og nánast áður óþekktar áskoranir
á sviði jurtakynbóta. Vegna þess
er nauðsyn nýrrar hugsunar og
nýsköpunar á þessu sviði mjög
mikilvæg. Starfið fram undan snýst
því í grundvallaratriðum um að setja
okkur ný markmið í ræktun en á
sama tíma megum við ekki missa
sjónar á mikilvægi framleiðslunnar.
Að okkar mati enn mjög
mikilvægt að viðskiptavinit okkar
fái fræ sem skila góðri og aukinni
framleiðslu.“
Að sögn Damsgaard mun DFL í
framtíðinni leggja aukna áherslu á að
finna lausnir sem mæta sjónarmiðum
loftslags- og umhverfisverndar.
Belgjurtir, kál og fóðurgrös
henta vel til kynbóta
Ræktunarland í heiminum er sífellt
að dragast saman og því nauðsynlegt
að nýta það betur með því að auka
uppskeru á flataeiningu.
Damsgaard sagði að ræktun
fóðurgrasa, kál- og belgjurta gæfi
yfirleitt vel af sér og plönturnar
henta vel til kynbóta og að
fóðurframleiðsla úr þeim væri
mikilvæg til að ná árangri í loftslags-
og umhverfismálum.
Skiptiræktun á belgjurtum,
grasi og rófum dregur úr útskolun
næringarefna úr jarðvegi með því að
nýting þeirra verður betri. Belgjurtir
vaxa í sambýli við niturbindandi
bakteríur og það dregur úr þörfinni
fyrir tilbúinn áburð.
Belgjurtir eins og alfalfa
framleiða mikinn lífmassa og
mikið prótein og á sama tíma binda
plönturnar mikinn koltvísýring í
jarðvegi og auknar rannsóknir á
þeim mikilvægar í framtíðinni.
Hjá DFL eru í gangi kynbætur
sem stefna að því að framleiða fræ
fóðurgrasa sem þola betur þurrka
og þurfa minna vatn og að grasið
verði auðmeltara og dragi þannig
úr losun metans.
Rannsóknir á rótarvexti
Til að auka þurrkþol og betri
nýtingu næringarefna í jarðvegi hafa
rannsóknir á rótum og rótarvexti
plantna verið auknar. Rannsóknir
sýna að 30% aukning í rótarvexti
og dýpri rætur auka þurrkþol grasa
um allt að 30% og á sama tíma eykst
vöxturinn og uppskeran.
Rannsóknir og kynbætur DFL
stefna einnig að því að kalla fram
aukin rótarvöxt á þeim tímum sem
þurrkar eru mestir á þeim stað sem
ræktunin á sér stað.
Samvinnufélag í eigu bænda
DLF var stofnað fyrir 150 árum sem
samvinnufélag af dönskum bændum.
Á síðustu þremur áratugum hefur
fyrirtækið þróast frá því að vera
danskt grasfræfyrirtæki yfir í að
vera alþjóðlegt fræfyrirtæki með
20.000 starfsmenn í tuttugu löndum í
Evrópu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku
og Norður-Ameríku. /VHYLEININGAR ERU LÉTTAR STÁL-
KLÆDDAR SAMLOKUEININGAR
SEM FÁST MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS-
EÐA STEINULLARKJARNA.
Einingarnar eru sterkar og burðarmiklar og
fást með mismunandi yfirborði og litum að
eigin vali. Helstu kostir þess að nota samloku-
einingar er auðveld og fljót uppsetning, auðveld
þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er
ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir.
Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem
skipta þarf út þak- og eða veggjaklæðningum.
BALEX yleiningar eru framleiddar undir
ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum
evrópskum stöðlum.
Hafðu samband: bondi@byko.is
YLEININGAR
bondi@byko.is
Margir matjurtaræktendur eiga
ekki stóra garða eða kjósa að nýta
þá til hins ýtrasta.
Með það í huga kynnti
fyrirtækið Beekenkamp Plants á
markað plöntu af náttskuggaætt,
er ber nú nafnið TomTato. Er
nafnið vísun í afurðir plöntunnar,
tómata og kartöflur. Báðar plöntur
af náttskuggaætt (ásamt papriku
og eggaldin – ef einhvern langar
að spreyta sig á því að gera
nýjar tegundir með því að skeyta
saman tveimur) og var því engra
erfðabreytinga þörf við myndun
plöntunnar sem gefur af sér bæði
tómata og kartöflur.
Skáskornar og festar með teipi
Fer ferlið þannig fram að plönturnar
vaxa sitt í hvoru lagi, en þegar þær
eru komnar nokkuð á legg er best
að skáskera þær og græða saman
og festa með límbandi. Gæta þarf
að vaxtarvefirnir snertist en þá má
finna í ystu eða ytri lögum á stöngli
plantna.
Plantan mun geta framleitt allt
að 500 gómsæta kirsuberjatómata
auk fjölda kartaflna. Forsvarsmenn
Beekenkamp fyrirtækisins segja þó
að ávextir TomTato's hafi hærra
sykurinnihald vegna misræmis á
sýrustigi, en kartöflurnar sem eru
gular og stórar séu fullkomnar til
matargerðar – hvort heldur til að
sjóða, stappa eða steikja.
Hvernig ræktar þú TomTato?
Góðu fréttirnar eru þær að auðvelt
er að rækta plöntuna – meira
að segja í íláti að því gefnu að
hún hafi nægilega dýpt til að
rúma kartöflurnar sem vaxa.
TomTato plantan þarf mikla birtu
í frjóum og lífrænum jarðvegi,
með pH gildið á milli 5 og 6.
Gæta þarf þess að vökva plöntuna
vel og gefa henni áburð auk þess
að halda henni frá veðri og vindum.
Komið hefur fyrir að angar
kartöflu og tómatanna fléttist
saman við vöxt en þá er réttast að
skera ofan af kartöflugrösunum svo
hin nái að njóta sín. Einnig þarf
að gæta þess að hylja neðri part
plöntunnar vel til þess að koma í
veg fyrir að kartöflurnar verði of
nálægt yfirborðinu, en þá geta þær
orðið grænar. Nánari upplýsingar
má finna á vefsíðu fyrirtækisins
www.beekenkamp.nl, en þar kennir
ýmissa grasa.
Hafa neytendur lofað TomTato
plöntuna og það er því alveg
spurning hvort Íslendingar
með græna fingur sjái sér þarna
leik á borði og ýmsar blöndur
tegunda sömu ættar spretti úr
matjurtagörðum næsta sumars.
/SP
Matjurtir:
Tómata- og kartöfluplantan
sem allir þrá
Matgæðingar lofa TomTato plöntuna
og hugsa sér gott til glóðarinnar er
kemur að heimagerðum frönskum
með tómatsósu.
Mynd / modernfarmer.com
Rannsóknir sýna að 30% aukning
í rótarvexti og dýpri rætur auka
þurrkþol grasa um allt að 30% og
á sama tíma eykst vöxturinn og
uppskeran.
Fræframleiðsla:
Nýjar áskoranir í plöntu-
kynbótum
Djúpt í undirdjúpum sjávar finnast
ormar sem líkjast undarlegum
sjávargróðri.
Ormarnir sem í fyrstu voru taldir vera
plöntur en ekki dýr kallast zombíeormar,
hafa engan munn, maga né endaþarm.
Þrátt fyrir það eyða ormarnir lífi sínu
við að melta beinagreindur hvala og
annarra sjávarhryggdýra sem sökkva
til botns þegar þau drepast.
Ormunum var fyrst lýst sem
slepjulegu teppi sem lá yfir
beinagrind hvals sem var á 3.000
kílómetra dýpi í Monterey-flóa við
Kaliforníu og mynduð fyrir tilviljun í
rannsóknaleiðangri djúpsjávarróbóta.
Mikil útbreiðsla
Eftir fundinn hófust rannsóknir á
fyrirbærinu, víðs vegar um heim, og
var beinum hvala, svína, nautgripa
og alifugla sökkt á hafsbotn í búrum
sem auðvelt var að draga upp. Nánast
alls staðar þar sem beitt hefur verið
beinabeitu til að finna kvikindið hefur
það fundist.
Í fyrstu var talið að um einhvers
konar sjávargróður væru að ræða en
við nánari skoðun kom í ljós að þetta
eru ormar sem hafa engan munn, maga
né endaþarm.
Til þessa hafa verið greindar yfir
30 tegundir af þessum ormum sem
geta verið á stærð við augnhár, litla
fingur og allt þar á milli. Hver tegund
fyrir sig virðist lifa í klösum sem
berast um hafið milli ætis og er talið
að ormarnir finni fæðu með einhvers
konar efnaskynjurum.
Mynda meltingarsýru
Meginaðferð ormanna til að melta bein
Undur náttúrunnar:
Sjávarormar án munns,
maga og endaþarms
Með kynbótum er stefnt að því að gras verði auðmeltara og dragi þannig úr
losun metans. Myndir / dlf.com/
UTAN ÚR HEIMI