Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 sem hann lærði í búvísindunum á sínum tíma, eins og anatómíu og grasafræði. „Þegar ég var að vinna að sýningunni Ár og kýr á sínum tíma þá var maður náttúrlega að horfa á hvernig kýrnar pósuðu. Svo borgaði Landsvirkjun mér fyrir verkin og ég keypti mér dýrindis haugsugu fyrir peninginn,“ segir Jón og því hefur listin líka haft áhrif á búskapinn. Hundar í öllum gervum Jón vinnur oft að hinum og þessum seríum og þemum sem spanna mörg ár og fjöldann allan af myndum. Ein hugmynd sem hann hefur unnið hvað mest að eru hundar af öllu mögulegu tagi. „Það kom til þannig að einn félagi minn þjáðist af þunglyndi og burtkallaðist út af því. Mér var svo mikið um að ég fór að mála litla svarta hunda sem tákn fyrir þunglyndi. Ég hef haldið áfram með þetta í áraraðir og þegar gleðin tók völd fór ég að mála bjartari hunda,“ segir Jón, en hann á nú um 250 myndir af hundum. Hann málar bara andlit hundsins og heldur sig alltaf við striga af sömu stærð. Að öðru leyti eru hundarnir ólíkir og bera allir sín skýru einkenni, s.s. manna á borð við Salvador Dalí, Donald Trump og fleiri. Einnig málar hann hunda sem eru innblásnir af pönki, eldgosum, njósnum og fleiru sem kemur Jóni til hugar hverju sinni. Hárið kemur að góðum notum „Alltaf reiknaði ég með að það kæmi rússnesk prinsessa og byði mér í kastalann sinn til þess að sýna hundamyndirnar. Mér heyrist þó á fréttunum að það sé orðið ólíklegt. Það kom þó einu sinni indverskt par, alveg rosalega ríkt. Konan er að skoða á meðan ég sit við að mála og mig vantaði eitthvað smá hól þannig ég spyr hana: „Hvernig finnst þér myndirnar?“ Þá segir hún: „Your paintings are okay, but your hair is very, very beautiful,“ og þá fattaði ég náttúrlega að þetta gæti hafa verið prinsessa,“ segir Jón. Varðandi þetta mikla hár segist hann ekki hafa klippt það frá aldamótum, nema einn og einn lokk til þess að binda aftur hlið. Bjart fram undan hjá bændum Jón segir að bjartir dagar séu fram undan í landbúnaði, þó svo að alltaf séu áskoranir sem þurfi að glíma við. „Maður finnur það að í heiminum er meiri jákvæðni og skilningur í garð landbúnaðar og bænda. Skíturinn mokar sig ekki sjálfur þó maður djassi með pensli á kvöldin.“ Jón segist hafa gert þau mistök að velja sér ekki listamannsnafn í upphafi ferilsins. Helst hefði nafnið Búrval komið til greina. Síðjúgra kýr sem gerð var í tengslum við seríuna Ár og kýr. Jón hefur ástríðu fyrir því að vinna og nýtur hann þess að vera í návígi við náttúruna. MHG VERSLUN | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogur | Sími 544 4656 | www.mhg.is BOMAG JARÐVEGSÞJÖPPUR - þýsk gæði Bomag BPR 100/80 Jarðvegsþjappa - 695 kg NÝIR UMBOÐSAÐILAR Á ÍSLANDI Eigum allar þjöppur til á lager Bomag BR 95 Jarðvegsþjappa - 92 kg Bomag BT 60 e Jarðvegsþjappa - 71 kg Bomag BT 65 Jarðvegsþjappa - 68 kg Bomag BVP 10/30 Jarðvegsþjappa - 46 kg Bomag BP 10/35 Jarðvegsþjappa - 65 kg Bomag BVP 18/45 Jarðvegsþjappa - 91 kg Bomag BPR 25/50 Jarðvegsþjappa - 140 kg Bomag BPR 35/60 H Jarðvegsþjappa - 228 kg Bomag BPR 45/45 Jarðvegsþjappa - 340 kg Bomag BPR 60/65 D/E Jarðvegsþjappa - 460 kg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.