Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 Steiktir smokkfisksfálmarar er ljúffengur réttur sem upprunninn er við strendur Miðjarðarhafsins og kallast kalamarí. Hér á landi hefur smokkfiskur sem veiddur er verið notaður í beitu. Árið 1985 var gefið út íslenskt frímerki með mynd af beitusmokkfiski. Smokkfiskar eru lindýr sem lifa í sjó og eru af ættbálki smokka og eru búr- og grindhvalir hættulegustu óvinir þeirra enda nærast hvalir talsvert á smokkfiski. Auk þess sem veiði á þeim til manneldis er mikil, eða tæp fimm milljón tonn á ári samkvæmt tölu FAO, Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meginflokkar smokka eru smokkfiskar, kolkrabbar og kuggar og eiga flokkarnir það sameiginlegt að vera ekki með ytri skel. Kuggar finnast eingöngu í hlýjum sjó og koma sér fyrir í kuðungum. Sterkir, hraðsyndir en skammlífir Smokkfiskar eru ílangir og hafa stór augu, með mikilli fókusdýpt, sem sitja utarlega hvort sínum megin á hausnum. Umhverfis munn þeirra eru tveir langir griparmar og átta sterkir armar með sogblöðkum. Þeir eru góð sunddýr og lifa gjarnan uppsjávar en kolkrabbar sem eru með átta arma og ekki eins sundfimir lifa oftast felulífi við botninn. Sogblöðkurnar á örmum smokkfiska eru umluktar kítin, sem gerir þær harðar og í sumum tegundum líkist það tönnum. Smokkfiskar og nánustu ættingjar þeirra eru með þróaðasta taugakerfi allra hryggleysingja og smokkfiskar eru með flókinn heila- eða taugaknippi sem taka við skynboðum frá augum, örmum og munni og stjórnar viðbrögðum dýrsins í samræmi við þau. Líkt og ættingjar þeirra, kolkrabbar, geta smokkfiskar skipt lit í samræmi við umhverfi sitt og í húð þeirra eru efni sem endurvarpa ljósi. Smokkfiskar hafa einnig getu til að sprauta frá sér blekkenndum vökva úr sérhæfðum blekkirtlum í varnarskyni séu þeir áreittir. Smokkfiskar eru rándýr og éta flest sem að kjafti kemur, fiska, skeldýr en ungir og minni tegundir smokkfiska éta aðallega þörunga og sjávargróður. Sumar tegundir smokka gefa frá sér eitur sem lamar bráðina þegar þeir fanga hana með fálmurunum og þannig geta þeir ráðið við lifandi æti sem er talsvert stærra en þeir sjálfir. Einnig er þekkt djúpsjávarsmokkategund sem gerir bráðina óvíga með snörpum ljósblossum frá ljósmyndandi blettum á fálmurunum. Þeir eru einkynja og líftími þeirra er stuttur, eitt til tvö ár, og engin tegund hrygnir oftar en einu sinni á ævinni. Egg smokkfiska eru stór miðað við egg annarra lindýra og í þeim er mikil forðahvíta sem umliggur og nærir fóstrið. Fljúgandi smokkfiskar Sundkraftur smokkfiska er alþekktur og geta þeir skotist langar leiðir með því að þrýsta vatni frá líkamanum milli fálmaranna. Þekkt er að smokkar skjótist upp úr haffletinum, líkt og flugfiskar, allt að 50 metra upp í loftið, og stundum kemur fyrir að þeir lenda á þilfari skipa. Litli og stóri Flestar tegundir smokkfiska eru innan við 60 sentímetrar að lengd. Þeir minnstu eru 10 til 18 millimetrar og í dag þykir víst að smokkfisktegundin Architeuthis dux sé sú stærsta sem finnst í höfunum. Kjörsvæði risasmokkfiska er í djúpum sjó og geta þeir náð allt að þrettán metrum að lengd en til eru sögur um smokkfiska sem eiga að hafa verið yfir 20 metrar að lengd. Smokkar við Ísland Nokkrar tegundir smokkfiska hafa fundist við Ísland en beitusmokkur, Todarodes sagittatus, er eina tegundin sem hefur verið veidd hér við land. Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Hafrannsóknastofnunar gengur beitusmokkur óreglulega hingað en að meðaltali annað hvert ár. Beitusmokkurinn hrygnir í desember til febrúar, djúpt vestur af Skotlandi og allt suður undir Asóreyjar. Sviflæg eggin berast með straumi í norður, en talið er að norðlæg útbreiðsla hrygningar hafi mest áhrif á hvort smokkur gengur á Íslandsmið. Rekasmokkur Í öndvegisriti Lúðvíks Kristjáns- sonar, Íslenskir sjávarhættir, segir að smokkfiskur hafi gengið undir ýmsum nöfnum, eins og halafiskur, blekfiskur, bleksmokkur, færasmokkur og beitusmokkur. „Í varðveittum gögnum virðist hans fyrst getið hér á landi 1637, en þá rak mikið af honum á Vestfjörðum. Ætla mætti af þeirri heimild að kolkrabbi hafi þá verið fáséður. Rætt er um hann sem sjóorm, en sumir nefna hann halafisk.“ Jón lærði lýsir smokkfiski í Íslands aðskiljanlegu náttúru og nefnir hann halafisk. Jón Ólafsson frá Grunnavík er hins vegar fyrstur til að rita að smokkfiskur sé notaður til beitu hér á landi í fiskafræðiritgerð frá 1768. Ólafur Olavius segir frá því í ferðabók sinni að smokkfisk hafi rekið á land í Eyjafirði 1774 og að hann hafi verið notaður sem beita. Bátar sem fóru til smokkfiskveiða voru kallaðir smokkabátar og áhöfnin smokkmenn og mun fólk af báðum kynjum og öllum aldri hafa tekið þátt í veiðunum. Dularfullar lífverur Sjávarlífverur voru og eru enn mönnum ráðgáta og til er fjöldi sagna um skelfileg sjávarskrímsli í úthöfunum. Goðsögur af risasmokkfiskum sem réðust á skip og grönduðu þeim með manni og mús eru til allt frá því löngu fyrir Krist. Grikkinn Aristóteles sagði frá risasmokkfiskum í bók sinni Ton peri ta zoia historion, eða Saga dýranna, á fjórðu öld fyrir upphaf okkar tímatals og það gerði Rómverjinn Pliny eldri einnig í náttúrufræði sinni, Naturalis historia, nokkrum öldum seinna. Eins og mannshandleggur að gildleika Rómverska matgæðingnum Marcus Gavius Apikius, sem uppi var á fyrstu öld fyrir Krist, er eignuð matreiðslubókin De re culinaria. Í ritinu er að finna safn samtíma mataruppskrifta frá tíma höfundar og sagt er að Apikius hafi þótt smokkfiskur besti maturinn sem hann lagði sér til munns. Sagan segir að Apikius hafi heyrt um veiðar á óvenju stórum smokkfiskum, með fálmara eins og mannshandleggur að gildleika, á miðum utan við Túnis á norðurströnd Afríku. Upprifinn af spennu leigði Rómverjinn skip ásamt áhöfn og sigldi strax af stað þrátt fyrir að vont væri til sjós í leit að góðgætinu. Skammt utan við borgina Karþagó fann Apikius fiskibát við smokkfiskveiðar. Apikius bauð veiðimönnunum um borð og vildi eiga við þá viðskipti en þeir neituðu að selja honum nema eina körfu með smokkfiskinum góða. Áhugaleysi fiskimannanna hljóp í skapið á Apikius og skipaði hann áhöfn sinni að snúa fyrirvaralaust aftur til Rómar. Reyndar svo snögglega að veiðimennirnir rétt náðu að komast frá borði og í bátinn sinn. Haft var eftir áhafnarmeðlimum við heimkomuna til Rómar að þrátt fyrir storm og stórsjó báðar leiðir hafi það ekki jafnast á við geðvonsku Apikiusar vegna vonbrigða með þessa sneypuför. Ógn undirdjúpanna Rithöfundurinn H.G. Wells, sem var uppi á seinni hluta tuttugustu aldar og fram á miðja tuttugustu og fyrstu öld, er aðallega þekktur Ekki eru allir smokkfiskar kalamarí Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Kalamarí er gert úr fálmurum smokkfiska sem eru steiktir og hvítir á litinn, eilítið sætir á bragðið og aðeins seigir undir tönn. Mynd / VH Hörðustu matgæðingar segja að alvöru kalamarí sé ekki hægt að matreiða úr smokkfisktegundinni Sepioteuthis lessoniana. Mynd / Wikimedia Árið 1985 var gefið út íslenskt frímerki með mynd af beitusmokkfiski. Mynd / touchstamps.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.