Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022
Í þessari viku er stjórn Bændasamtakanna,
ásamt starfsfólki, í hringferð um landið til
samtals við bændur.
Á heimasíðu samtakanna bondi.is, á
samfélagsmiðlum og í útvarpi, hvar auglýsingar
um fundina óma, er hægt að kynna sér hvar á
landinu við verðum. Þema fundaraðarinnar
að þessu sinni er Samtal um öryggi, þar sem
meginstefið verður umfjöllun og umræður um
fæðuöryggi, öryggi bænda og afkomuöryggi.
Það er mikil tilhlökkun hjá stjórn og starfsfólki
Bændasamtakanna að hitta bændur og taka
samtalið um helstu málefnin sem snúa að
landbúnaði og starfsskilyrðum bænda. Þegar
þetta er ritað, höfum við þegar lokið góðum
og gagnlegum fundum í Borgarnesi, Ísafirði
og Húnaþingi vestra og á leið til fundar við
Skagfirðinga. Það er von mín að þessir fundir
verði okkur öllum til gagns þar sem við
getum átt málefnalegt samtal um áskoranir í
landbúnaði og þau mál sem við eigum að leggja
áherslu á á komandi vikum og mánuðum í
starfi samtakanna með hag bænda í fyrirrúmi.
Fram undan í starfi Bændasamtakanna
Að loknum sumarleyfum hófu þrír nýir
starfsmenn störf hjá samtökunum en þau eru
Sverrir Falur Björnsson hagfræðingur og
Stella Björk Helgadóttir markaðsfræðingur.
Þá hefur Gunnar Gunnarsson hagfræðingur
verið ráðinn til að sinna sérverkefnum
fyrir samtökin. Þau bætast við öflugan
hóp starfsmanna Bændasamtakanna og
vil ég bjóða þau hjartanlega velkomin til
starfa. Með ráðningu þessara starfsmanna
erum við að leggja grunn að endurskoðun
búvörusamninga sem er á grunni núgildandi
samninga með endurskoðunarákvæði á árinu
2023. Mikilvægt er fyrir okkur að huga vel að
undirbúningnum fyrir komandi endurskoðun
og jafnframt leggja grunn að nýjum samningi
2026. Slíkur undirbúningur er afar mikilvægur
í hagsmunabaráttunni til að við náum samfellu
í áherslum bænda við framtíðarstefnu um
fæðuöryggi, á sama tíma og atvinnugreininni er
ætlað að draga úr kolefnisspori framleiðslunnar.
Í næstu viku flytja Bændasamtökin og
Bændablaðið í nýtt skrifstofuhúsnæði á 4. hæð í
Borgartúni 25. Mikil vinna hefur farið fram í að
verða heilt ár að undirbúa flutning samtakanna
úr húsnæðinu að Hagatorgi 1, Bændahöllinni,
þar sem skrifstofa samtakanna hefur verið til
húsa í að verða 60 ár. Þetta hefur tekið ansi
mikinn tíma af starfsfólki samtakanna enda
sagan löng og yfirfullar geymslur af alls kyns
dóti sem endurspegla þá löngu íveru sem
samtökin hafa haft í húsnæðinu. Mikið af
þessu dóti hefur fengið annað líf eða verið
fundinn nýr samastaður fyrir sagnfræðinga
framtíðarinnar.
Dagur landbúnaðarins og
Landbúnaðarsýningin
Í fyrsta skiptið verður haldinn dagur
landbúnaðarins, en hann mun fara fram þann
14. október nk. á Hótel Nordica. Framtíðin
verður í fyrirrúmi á þessari fyrstu ráðstefnu
samtakanna þar sem sjónum verður beint að
fæðuöryggi, umhverfis- og loftslagsmálum
og hringrásarhagkerfinu. Er það von mín að
ráðstefnan verði að árlegum viðburði hér eftir,
enda snerta málefni landbúnaðarins okkur öll.
Eftir hádegi sama dag verður svo stórsýningin
Íslenskur landbúnaður haldin í Laugardalshöll,
en sýningin mun standa yfir dagana 14.-16.
október en Bændasamtökin munu bjóða
félagsmönnum sínum til sýningarinnar.
Gert er ráð fyrir yfir 100 sýnendum
sem munu kynna alla þætti íslenskrar
landbúnaðarframleiðslu og nýja búnaðartækni
þannig að báðir aðilar, bæði framleiðendur og
neytendur, hafi hag af. Síðasta sýning árið
2018 sló öll aðsóknarmet og er áhuginn fyrir
sýningunni í haust síst minni.
Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári.
Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti
gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (24. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með
vsk. (innheimt í tvennu lagi).
Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Þetta er skoðun
Ég tel nokkuð einfalt fyrir meðalmann að
setja fram sannfærandi málflutning til að
staðfesta skoðun sína. Upplýsingaóreiða er
risastórt vandamál í dag. Fjölmiðlunin gerir
ráð fyrir að fólk myndi sér svo skoðun út frá
þeim upplýsingum sem það fær. En ábyrgð
fjölmiðla byggir á að setja fram upplýsingar
sem hægt er að byggja upplýsta skoðun á.
Upplýst skoðun er samt annað en sannleikur.
Miklar tilfinningar og sterkar skoðanir
fylgja umræðu um blóðtöku úr fylfullum
hryssum hér á landi. Eftir að þýsk-svissnesku
dýraverndarsamtök sendu frá sér myndband
voru blóðbændur, dýralæknar og afurðastöðin
Ísteka úthrópuð sem dýraníðingar. Út frá
myndbrotum mátti ráða að starfsemi sem felur
í sér framleiðslu á PMSG byggi á óásættanlegri
kvalafullri meðhöndlun íslenskra hryssna.
Myndbandið varpar ekki fram heildstæðum
sannleik. Það er framleitt til þess að renna
stoðum undir ákveðinn málflutning.
Í viðtali í blaðinu halda starfsmaður og
stjórnarmaður dýraverndarsamtakanna því
fram að hryssurnar séu í ástandi sem kallast
lært bjargarleysi, sem felst í því að þær
gefast upp gagnvart því ógnarástandi sem
þær lifi við. Á málflutningi þeirra má ráða
að ekki sé réttlætanlegt að hryssurnar lifi við
þær aðstæður sem þeim er búin hér á landi
og meðhöndlaðar með blóðtöku. Þau telja
framleiðslu á PMSG tímaskekkju. Markmið
samtakanna er að stöðva framleiðslu á því.
Málflutningur þeirra er skoðun. Verkefni
þeirra er að afla gagna sem staðfesta þá
skoðun.
Ég var viðstödd blóðtökur á tveimur bæjum
á dögunum. Í báðum tilfellum varð ég ekki vör
við að merar sýndu atferli sem túlka mætti sem
kvöl, angist eða hræðslu. Í reynd áttu þær til að
nálgast fólk og blóðtökuaðstöðuna aftur eftir
að þær luku meðferð. Þær komu aftur. Ég er
enginn sérfræðingur, en ég myndi seint telja
að þessar merar væru undir því oki að tilvera
þeirra og hlutverk eigi ekki rétt á sér.
Þetta var skoðun sem ég byggi á upplifun.
Hér er hins vegar staðreynd: Starfsmenn
dýraverndarsamtakanna eru ekki sérfræðingar.
Þau fara með myndbrot til valdra fagmanna
sem tjá, í nafni stöðu sinnar, skoðun sína á því
sem þau sjá. Skoðun. Þeir eru ekki sérfróðir á
sviði landbúnaðarframleiðslu. Þetta eru ekki
sérfræðingar um blóðmerahald og heldur ekki
faglærðir matsmenn um starfsemina.
Þetta eru líka staðreyndir: Dýralæknar sem
meðhöndla blóðmerar eru sérfræðingar á sínu
sviði. Eftirlitskerfið hér á landi er einnig með
fólk í vinnu sem hefur sína sértæku kunnáttu
og reynslu. Blóðmerarhald hefur verið
stundað hér án stórfelldra affalla í fjörutíu ár.
Þetta er svo skoðun: Ég tel að fyrrnefndir
aðilar ásamt bændunum, sem eiga hryssurnar,
eru í samskiptum við þær allt árið og byggja
sitt lifibrauð á heilsu þeirra, séu betur í
stakk búnir til að meta velferð þeirra en
viðmælendur dýraverndarsamtaka.
Hér er svo málflutningur sem ég byggi
á skoðun: Sem fjölmiðlakonu er mér skylt
að setja fram mína miðlun á hlutlausan
hátt. Að afla lítilla upplýsinga og setja fram
sundurslitið efni sem byggir á takmarkaðri
þekkingu er ekki hlutlaust. Þvert á móti nærir
það upplýsingaóreiðu.
Tökum dæmi. Eftirfarandi upplýsingar
hef ég í höndum: Viðmælandi minn komst
á snoðir um tilvist blóðmerarbúskapar í
gegnum átaksverkefni sem unnið er af hálfu
samtakanna, sem snýr að því að mótmæla og
koma í veg fyrir flutning á lífhrossum. Þegar
ég spurði um muninn á blóðmerarhaldi og
reiðhrossahaldi í samhengi við umræðu um
lært hjálparleysi sagði viðmælandi að það
væri ekki hægt að bera djöfulinn saman við
helvíti. Ég spurði ekki hvort þau væru á móti
flutningi á lífhrossum frá Íslandi.
Fyrrnefndar upplýsingar varpa ekki fram
heildstæðum sannleik. Þær eru engu að síður
framreiddar til þess að renna stoðum undir
ákveðinn máflutning. /ghp
Bændafundir
Gunnar Þorgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands
gunnar@bondi.is
GAMLA MYNDIN - ÞÚFNASKERI
Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is
Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is
Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303
Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Sími smáauglýsinga: 563 0300 – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Þúfnaskeri fyrir hestadrátt, einn nokkurra gerða sem smíðaðar voru hérlendis. Myndin, sem er úr safni Árna G. Eylands, var sennilega tekin
snemma á þriðja áratug síðustu aldar við hús Búnaðarfélags Íslands í Lækjargötu 14 í Reykjavík. Nafn þess sem heldur á skeranum er óþekkt.