Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 FRÉTTIR Stórsýningin Ís lenskur landbúnaður 2022 verður haldin í Laugardalshöllinni dagana 14.–16. október nk. Að sögn framkvæmdastjóra sýningarinnar er markmiðið að kynna íslenskan landbúnað og leiða saman fyrirtæki og einstaklinga sem starfa í atvinnugreininni. Ólafur M. Jóhannesson hjá sýningarfyrirtækinu Ritsýn sf. er framkvæmdastjóri sýningarinnar. „Sýningin er nánast uppseld og það er greinilegt að það er mikill þróttur í íslenskum landbúnaði. Fjölbreytni landbúnaðarins er afar mikil og gróska og nýsköpun. Sýningin mun endurspegla þessa miklu grósku og þá má ekki gleyma því að á óróa- og stríðstímum verður landbúnaður á heimagrund stöðugt mikilvægara öryggistæki. Við erum líka í mjög góðri samvinnu við Bændasamtök Íslands sem munu bjóða félagsmönnum sínum á sýninguna. Einnig bjóðum við sýningarfyrirtækjunum eins marga boðsmiða og hentar sem er mjög vinsælt og dregur viðskiptavini að sýningunni.“ Ólafur segir að á sýningunni verði íslenskar landbúnaðarafurðir kynntar auk þeirrar tækni sem nú er til staðar í íslenskum búskap. „Það er engin spurning að landbúnaðarsýningin mun lyfta íslenskum landbúnaði og ljóst að stefnir í sannkallaða stórsýningu í haust. Seinasta sýning var haldin 2018 og sló hún öll aðsóknarmet í Laugardalshöllinni. Þá komu margir bændur að máli við mig og þökkuðu fyrir sig. Þetta var einstaklega eftirminnilegt og man ég sérstaklega eftir einum gildum bónda að norðan sem sagði að gott væri að fá að sýna hvað býr í íslenskum landbúnaði því nóg væri um úrtölumenn. Slík ummæli eru sannarlega gleðiefni og við göngum bjartsýn til stórsýningarinnar,“ segir Ólafur. Örfá sýningarpláss eru eftir og geta þeir sem hafa áhuga á að skoða mögulega kynningu á fyrirtæki sínu haft samband við Ólaf framkvæmdastjóra í síma 698-8150 eða gegnum netfangið olafur@ ritsyn.is eða Ingu markaðsstjóra í s. 898-8022 en hún er með netfangið inga@ritform.is. Blaðauki með Bændablaðinu Í tilefni stórsýningarinnar mun Bændablaðið gefa út blaðauka með útgáfu blaðsins 6. október nk. sem þjóna mun sem sýningarskrá Íslensks landbúnaðar. Fyrirtækjum sem eru með bása á sýningunni býðst að vera með kynningu í blaðaukanum þar sem þau geta komið þjónustu sinni og vörum á framfæri. Sýnendum er bent á að hafa samband við Þórdísi Unu Gunnarsdóttur auglýsingastjóra gegnum netfangið thordis@bondi.is vegna kynninganna. Landbúnaðarsýning í október: Sýningarsvæðið nánast uppbókað Sindri Sigurgeirsson, fv. formaður Bændasamtaka Íslands, og Kristján Þór Júlíusson, fyrrum ráðherra landbúnaðamála, tókust á í mjöltum á landbúnaðarsýningunni árið 2018. Myndir / Aðsendar Ólafur M. Jóhannesson er framkvæmdastjóri sýningarinnar. Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur gert samning við Matar­ tímann, sem er í eigu Sölufélags garðyrkjumanna, um mat fyrir mötuneytið í Aratungu. Erfiðlega hefur gengið að ráða matráð í Aratungu að sögn Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógarbyggðar. „Tækifæri fólust í því að nýta ferðir grænmetisbílsins, sem kemur alla morgna í Reykholt að sækja afurðir til garðyrkjubænda, og fá máltíðir sendar frá Reykjavík.“ Um 200 manns borða í mötuneytinu í Aratungu þegar mest er, börn í leik- og grunnskóla í Reykhol t i , starfsmenn og eldri borgarar. Auk þess er nokkuð um að eldri borgarar fái mat sendan heim. Um er að ræða bæði tilbúna rétti, sem starfsfólk sveitarfélagsins sér um að hita og einnig hráefni tilbúið til eldunar á staðnum. /MHH Fá 200 matarskammta daglega frá Reykjavík Ásta Stefánsdóttir. Framkvæmdir hefjast í haust við byggingu á nýju 30 rúma hjúkrunarheimilis á Höfn í Hornafirði og á þeim að vera lokið árið 2024. Um er að ræða viðbyggingu við eldra heimili, Skjólgarð, en þar eru nú 27 hjúkrunarrými, flest í tvíbýli. Framkvæmdin er annars vegar nýbygging upp á 1.400 fm að stærð og hins vegar breytingar á núverandi byggingu sem er 880 fm að stærð. Nýja hjúkrunarheimilið verður byggt á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Víkurbraut. Heilbrigðisráðuneytið og Sveitar- félagið Hornafjörður munu standa saman að byggingu hússins og breytingum sem gerðar verða á hluta eldra húsnæðis í tengslum við framkvæmdina. Áætlaður kostnaður við verkið eru tæplega 2,5 milljarðar króna. Verkefnið verður fjármagnað þannig að ríkissjóður greiðir 75,3% heildarkostnaðar en Sveitarfélagið Hornafjörður 24,7%. Glaður bæjarstjóri „Við erum í skýjunum. Að sjá til lands í svona mikilvægu baráttumáli er mikið gleðiefni en líka mikill léttir. Okkur svíður að vita til þess að gamla fólkið okkar skuli búa við aðstæður, sem eru engan vegin ásættanlegar og að hægvirkni og flækjustig stjórnsýslunnar skuli koma niður á þeim. En nú gleðjumst við og vonumst til að geta tekið fyrstu skóflustunguna fljótlega,“ segir Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri í Hornafirði. /MHH Nýtt hjúkrunarheimili á Höfn Hönnunarsamkeppni var haldin vegna byggingar nýja hjúkrunarheimilisins en vinningstillagan kom frá BASALT arkitektum og EFLU verkfræðistofu. Auglýsti eftir upplýsingum um huldufólk í Bændablaðinu: Norskur meistaranemi rannsakar íslenska þjóðtrú Oline Trondsdotter Jahren, meistaranemi í félagsmannfræði við Háskólann í Þrándheimi, auglýsti í síðasta tölublaði Bændablaðsins eftir því að komast í tengsl við fólk sem hefur reynslu af álfum og huldufólki og gæti vísað á þekkta álagabletti. Oline hefur alltaf haft mikinn áhuga á Íslandi og hefur oft gert sér ferð hingað. Þegar kom að því að gera lokaritgerð þá var Oline búin að ákveða að verkefnið ætti að vera gert á Íslandi. Afi hennar, Birgir Þórhallsson, var íslenskur þannig að hún er með fjölskyldutengsl við landið. Sjálf er Oline uppalin í Sande í vestanverðum Óslóarfirðinum. Áhugavert viðfangsefni Það voru nokkur rannsóknarverkefni sem komu til greina, til að mynda að kanna áhrif ferðaþjónustunnar á samfélagið. Vinur Oline kom hins vegar með þá uppástungu að rannsaka íslenska álfatrú. „Fyrst hélt ég að þetta væri brandari hjá honum, en hann sagði að þetta væri raunverulega áhugavert viðfangsefni. Eftir að hafa leitað mér að upplýsingum á netinu þá sá ég að þetta væri eitthvað sem ég gæti unnið með og áhugavert í ljósi tengingar minnar við Ísland,“ en hún hefur verið við gagnaöflun á Íslandi frá því í vor. Fékk jákvæð viðbrögð Þegar kom að því að finna sér viðmælendur þá mæltu kunningjar hennar á Íslandi með því að hún setti auglýsingu í Bændablaðið. „Þar sem að blaðið kemur ekki út nema á tveggja vikna fresti þá fannst mér líklegt að fólk gæfi sér góðan tíma til að lesa auglýsingarnar. Einnig skilst mér að líklegra sé að finna fólk sem hefur reynslu af huldufólki úti á landsbyggðinni.“ Oline hefur þegar fengið nokkurt magn upplýsinga og hefur hún farið í hringferð um landið til að hitta viðmælendur. Eftir að hún setti auglýsinguna í blaðið hafði bóndi á Norðurlandi samband og bauðst til að hýsa hana í nokkra daga. „Hann keyrði svo með mig um sveitina þar sem við skoðuðum staði tengda huldufólki. Svo hittum við fólk sem hann vissi að hefði sögu að segja,“ segir Oline. Oline snýr til Noregs í lok september og ætlar hún að nýta veturinn til þess að vinna úr þeim gögnum sem hún hefur safnað á Íslandi í sumar. „Mér hefur tekist að safna miklu efni í rannsóknina, en ég vil gjarnan fá að heyra í fleirum. Rannsóknarspurningin hjá mér er ekki alveg fullmótuð, þannig að ég er opin fyrir flestum nálgunum á þetta viðfangsefni.“ Hægt er að ná í hana í síma +47 414 65 564 eða í gegnum netfangið olinetj@stud.ntnu.no. /ÁL Lesendur Bændablaðsins brugðust vel við auglýsingu Oline, en viðbrögðin voru mest á landsbyggðinni. Mynd / Aðsend Oline Trondsdotter Jahren hefur rannsakað íslenska þjóðtrú í sumar. Mynd / ÁL Slökkvirörið frá Scotty FireFighter inniheldur 15 cm langt kvoðuhylki í föstu formi. Einfalt í notkun; tengist við garðslöngur og stærri slöngur. Lausnin er umhverfisvæn. Við stöðugt rennsli á 4,5 börum dugar hleðslan í 60 mín. Hentar mjög vel við 2,5 til 5,9 bör. Fyrir bændur, sumarhús, slökkvilið og hvern þann sem þarf að hafa góðan búnað við hendina. Skutull ehf. S. 773-3131 & 842-1314 Skutull ehf. S. 517-9991 & 842-1314 Tinger Armor Eigum til á lager þessi frábæru farartæki, se henta nánast við allar aðstæður.t.d Landbúnað-björg n r veit r- slökkvilið-línuviðgerðir á hálendinu-verktakar ofl. Góð burðargeta-skráður fyrir 6 á landi en 4 á vatni. Mjög hagstæð verð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.