Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur Matvælaráðuneytið vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir í Afurð fyrir jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna framkvæmda á yfirstandandi ári. Umsóknum skal skilað eigi síðar en á miðnætti mánudaginn 3. október 2022 á afurd.is. Til að geta sent inn umsókn í Afurð þarf einnig að liggja fyrir árleg skýrsla um ræktun ársins á jord.is. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur. Sérstakar álagsgreiðslur vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi eru reiknaðar á grunni hefðbundinni umsókna um jarðræktarstyrki og landgreiðslur. Því er mikilvægt að umsóknir liggi fyrir tímanlega svo greiða megi álagsgreiðslur vegna jarðræktarstyrkja og landgreiðslna í byrjun október 2022. Umsókn er forsenda fyrir álagsgreiðslu. Allar umsóknir skulu standast skilyrði skv. reglugerð. Þar sem úttekt umsókna verður ekki lokið fyrr en 15. nóvember 2022 eru álagsgreiðslur greiddar með fyrirvara um að standast úttekt. Tekið verður á misræmi milli umsókna og úttekta sem kann að koma upp við greiðslu á árlegum jarðræktarstyrkjum og landgreiðslum í byrjun desember 2022. Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 430/2021 geta sótt um jarðræktarstyrki og landgreiðslur. Skilyrði sem bændur skulu kynna sér fyrir eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í jörð. Jarðræktarstyrkir Styrkhæf ræktun er ræktun grass, korntegunda til dýrafóðurs og manneldis, ræktun olíujurta, þar með talin ræktun jurta til framleiðslu á lífdísil, enda sé hratið nýtt til fóðurs, og ræktun grænfóðurs til beitar og uppskeru á því ári sem uppskorið er. Beit búpenings telst vera uppskera og nýting kornhálms og annarra jurta til uppræktunar jarðvegs í útiræktun grænmetis telst styrkhæf. Ræktun vetraryrkja sem sáð er um mitt sumar og endurræktun túna er tekin út á ræktunarári. Ekki telst styrkhæf ræktun ef kornrækt er eingöngu ætluð til að draga að gæsir til skotveiði, nema ef kornhálmur er sannarlega hirtur eða plægður niður. Önnur ræktun sem ekki er nytjuð til búskapar, þar með talin sáning í golfvelli, tjaldstæði o.s.frv. er ekki styrkhæf. Landgreiðslur Framlögum til landgreiðslna skal ráðstafa á ræktað land sem uppskorið er til fóðuröflunar og framleiðanda er heimilt að nýta. Framlög eru ekki greidd út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Þegar uppskorinn er hluti lands sem sækja á um styrk út á, skal skrá sérstaklega þann fjölda hektara sem er uppskorinn. Stjórnarráð Íslands Matvælaráðuneytið Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Skógarbændur á Vesturlandi fóru í sína árlegu fræðsluferð um Vesturland 11. ágúst 2022. Safnast var saman í rútu við N1 í Borgarnesi k1. 10 um morgun inn. Næst var ekið að Laxárbakka þar sem teknir voru upp fleiri samferðamenn. Síðan var farið í Álfholtsskóg undir austurhlíðum Akrafjalls. Þar tók á móti okkur formaður Skógræktarfélags Skilmannahrepps, Reynir Þor­ steinsson. Álfholtsskógur er orðinn frábært útivistarsvæði. Þar hafa verið ræktaðar margar tegundir trjáa, lagðir hafa verið góðir göngustígar um skóginn og yndislegt að ganga þar um. Vil hvetja vegfarendur til að hvíla sig og leyfa börnunum að hreyfa sig með því að stoppa í Álfholtsskógi. Álfholtsskógur var gerður að opnum skógi árið 2020. Reynir leiddi okkur langan veg í gegnum skóginn. Í skóginn hefur verið plantað yfir 100 tegundum. Fyrir okkur skógarbændur var mjög uppörvandi að sjá hve vel ræktunin hefur gengið undir Akrafjalli. Einnig er frábært hverju sjálfboðaliðar í skógræktarfélagi Skilmannahrepps hafa áorkað. Næst var farið að Laxárbakka og þar snæddur hádegisverður sem var ágæt kjötsúpa. Síðan var farið aftur í rútuna, ekið í gegnum Hvalfjarðargöng og að Mógilsá. Þar tók á móti okkur Brynja Hrafnkelsdóttir. Brynja leiddi okkur upp í skóginn fyrir ofan byggingarnar á Mógilsá. Þar er margt forvitnilegt að sjá. Það sem mér fannst merkilegast var að sjá uppi í hlíðum Esju stórvaxið lerkitré af kvæminu Hrymur. Þessi tré mun Þröstur Eysteinsson hafa gróðursett árið 1996. Trén ná nú til himins. Í hlíðunum ofan við húsin á Mógilsá er mikið af hindberjarunnum. Þeir sem vilja rækta hindberjarunna þurfa að passa sig. Runnarnir gefa af sér eftirsóknarverð ber, en þeir eru mjög ásæknir og fljótir að dreifa sér á stærra land. Eftir skógargönguna var tekið hús á fagfólkinu á Mógilsá. Edda Sigurdís Oddsdóttir flutti fræðsluerindi um rannsóknarstarfsemi Skóg­ ræktarinnar. Í gangi er stöðug leit að bestu kvæmum trjáa til skógræktar. Starfsemin á Mógilsá er mjög mikilvæg skógræktarstarfi á landinu. Skógrækt þarf að byggjast á vísindalegum grunni. Gísli Karel Halldórsson, skógarbóndi á Spjör á Snæfellsnesi Sumarferð Félags skógarbænda á Vesturlandi Gísli Karel Halldórsson. LESENDARÝNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.