Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022
Í ár eru 31 hryssa í blóðtökum
á Sólvöllum. Í fyrra voru þær
helmingi fleiri og hugðust Hanna
Valdís og Illugi stækka stóðið enn
frekar. Járngrind af húsakosti sem er
í byggingu við hlið annarra útihúsa
búsins var í reynd ætlaður til að
uppfæra og stækka aðstöðu þeirra til
að sinna starfsemi blóðmerarhalds
enn betur.
En þær ætlanir breyttust í vetur.
Myndband dýraverndarsamtakanna
kom út á sama tíma og verð á
aðföngum voru að hækka gífurlega.
Þar sem rekstraráætlun bændanna
gekk ekki upp miðað við forsendur
og mikil óvissa ríkti um framtíð
blóðmerarstarfseminnar tóku þau
ákvörðun um að fækka ásettum merum
um helming. Nýi húsakosturinn mun
þó vonandi nýtast sem heimasláturhús
og kjötvinnsla í náinni framtíð.
Þetta er þriðja ár Hönnu Valdísar
og Illuga Breka í blóðbúskap en þau
tóku við Sólvöllum af bónda sem
var þegar með blóðmerastóð. Hún
hafði einnig aðstoðað bóndann við
blóðtökur í nokkur ár og hún þekkti
því vel til starfseminnar.
Hanna Valdís er hestafræðingur
að mennt og þau Illugi stunda sína
hestamennsku samhliða störfum.
Hún temur og mikill hluti reiðhrossa
þeirra eru í reynd undan blóðgefandi
hryssum. Einnig nota þau tamdar
reiðhryssur frá sér í blóðtöku þegar
þær eru í folaldseignum og sjá ekkert
að því.
Hún bendir á að sú mikla umræða
og gagnrýni sem starfsemi blóð-
búskapar hefur orðið fyrir sé leidd
áfram af fólki sem hefur ekki komið
nálægt starfseminni. Hún fagnar
umræðum um blóðmerarbúskap en
vill að hún byggi á þekkingu. Hún
segist í raun sama um gagnrýni fólks
sem þekkir ekki til hrossahalds en
sárnar þegar aðrir hestamenn fordæma
starfsemina á forsendum dýraníðs.
Hún nefnir að ef blóðmerarhald
og starfsemi blóðtöku, eins og hún
er starfrækt á Sólvöllum, sé á gráu
svæði vegna meðferðar hryssnanna
þá geti tamningar á hrossum verið
það líka. Álagið sem hryssurnar geta
orðið fyrir sé almennt minna en í
tilfelli reiðhrossa.
Velferð og heilsa meranna sé í
fyrirrúmi enda sé það grundvöllur
þess að hægt sé að nýta hryssurnar
í hlutverk sitt. Mikilvægt sé að öll
meðhöndlun hryssnanna sé gerð af
yfirvegun og hún kjósi að hafa sama
fólk í verkinu í hvert sinn, enda eru
merarnar rólegri með mönnum sem
þær þekkja.
Við val á blóðmerum skiptir
geðslagið mestu máli, auk þess að
vera með góða hormónastarfsemi.
Hanna Valdís og Illugi tóku við stóði
en hafa síðan þá verið að halda áfram
með ræktun þess. Einnig hefur Hanna
Valdís tamið nokkur hross undan
blóðmerum undanfarin ár og segir
þá upp til hópa hafa reynst traustir
og yfirvegaðir reiðhestar.
Stefna þeirra er að allar hryssur
verði fortamdar á þann hátt að þær
séu bandvanar, hægt sé að teyma
þær og taka upp fætur enda leiði
það til enn betri framgangs við
meðhöndlun þeirra. Hanna Valdís
bendir á að nokkrar merar í hópnum
séu tamin sem reiðhross en aðrar séu
eldri merar sem fylgdu jörðinni og
minna bandvanar. Þær eru þó vanar
meðhöndluninni og eru yfirvegaðar
við blóðtökur.
Aðstaðan á Sólvöllum var
innanhúss. Hryssunum er safnað
saman í tvö hólf, en frá þeim er
þeim hleypt inn á gang þar sem tveir
blóðtökubásar eru staðsettir. Líkt og á
Álftarhóli er hlið að framan og stöng
sett fyrir aftan til að aftra ferð merar,
svo strappi yfir. Múllinn settur á og
merin staðdeyfð á stungustað. Þá er
hausinn settur í stöðu, dýralæknirinn
kemur nál fyrir og höfðinu síðan leyft
að síga svo merin standi eðlilega. Eftir
blóðtöku er hryssunni hleypt út.
Öll handtök þeirra sem
meðhöndluðu merarnar voru nokkuð
fumlaus og framkvæmdin öll gerð
af yfirvegun. Líkt og í blóðtökunni
á Álftarhóli sýndu hryssurnar á
Sólvöllum engin merki þess að vera
hræddar við manninn eða þá aðstöðu
þar sem framkvæmd blóðtökunnar
fer fram. Þvert á móti sóttu sumar
hryssur, og folöld þeirra, í að koma
aftur inn.
Við blóðtökuna voru viðstödd
Hanna Valdís, Illugi Breki, dýralæknir
sem framkvæmdi blóðtökuna, til
aðstoðar voru Guðjón, faðir Hönnu,
og Sebastian sem starfar hjá Ísteka.
Eftirlitsmaður frá MAST fylgdist
einnig með blóðtökunni.
/ghp
FRÉTTASKÝRING
Tamdar til reiðar og
notaðar í blóðtöku
Eftir blóðtöku áttu hryssur það til að vilja koma aftur inn í aðstöðuna og
sýndu ekki merki þess að vera hræddar í aðstæðunum.
Tveir blóðtökubásar eru á Sólvöllum. Hanna Valdís lætur höfuð hryssu síga eftir að blóðtaka hefst. Starfsmaður
Ísteka aðstoðaði við blóðtöku og stendur hjá annarri meri við blóðtöku. Faðir Hönnu Valdísar, Guðjón, aðstoðar
einnig í starfseminni. Myndir /ghp
Móðir Þórdísar, Svava Björk,
segir aðferðirnar dæmi um veikan
málflutning. „Nálgun þeirra byggir
á að draga fram samúðaráhrif úr
samfélaginu með því að birta ákveðið
sjónarhorn til að ná í tiltekið viðhorf
sem styður við málflutning þeirra,
því hann stendur ekki svo styrkum
fótum þegar farið er dýpra ofan í
málið. Því ef þau færu að beita sér
ofar í framleiðslukeðjunni þá þyrfti
að vinna góða bakgrunnsvinnu og
byggja málflutninginn á vísindum
og rökum. Ef ekki eru til staðar
nógu sterk rök sem renna stoðum
undir málflutning þeirra þá er þessi
samúðaraðferð önnur leið til að
reyna að ná sínu fram. En með því að
nálgast málið á þann hátt mun aldrei
ríkja traust um málið og þá þarf að
koma einhver óháður aðili að til að
draga hið sanna fram.“
Hún segir að nú sé lag að
skoða allar hliðar starfseminnar
af yfirvegun, bæði vísindalega og
siðferðilega, næstu þrjú árin á meðan
nýja reglugerðin er í gildi.
Reynsla og rannsóknir
Björn og Svava voru meðal
þeirra bænda sem stunduðu
blóðmerarbúskap á árum áður. Þau
segja að augljós framför í aðbúnaði
hafi átt sér stað gegnum tíðina.
Þá hafi eftirlit með starfseminni
margfaldast og sé mun meira en
með annarri starfsemi kringum
hross hér á landi. Einnig hafi
geðslag þeirra hryssna sem notaðar
eru batnað mikið enda sé leitast eftir
því að halda rólegar og yfirvegaðar
hryssur í stóðum, skapgerðarbrestir
séu því hverfandi.
„Ég hefði viljað eiga allar
blóðtökur sem við höfum tekið þátt í
á myndbandi, öll árin. Það hefði verið
gott ef Ísteka hefði hvatt bændur eða
séð til þess að slíkt hefði verið gert. Þá
gætum við sýnt fram á allt efnið. Þá
væru einnig til myndir af einstökum
frávikum og viðbrögðum við þeim
ef þau kæmu upp. Ef fólk væri betur
upplýst þá held ég að almennt álit
fólks á starfseminni væri annað, en
það er alltaf gott að vera vitur eftir
á,“ segir Björn.
Um leið og
Þórdís Ingunn
fagnar því að nú sé
verið að vinna að
óháðri rannsókn á
áhrifum blóðtöku
á merarnar hljóti
40 ára reynsla að
gefa einhverjar
vísbendingar.
„Til eru hryssur
sem eru út af
hryssum sem hafa
verið sérstaklega
ræktaðar í þessum
tilgangi og ekkert
sem bendir til
þess að blóðtakan
hafi slæm áhrif á
heilsu þeirra eða
heilsu folaldanna.
Af okkar reynslu
að dæma þá koma
stærstu folöldin
undan þe im
hryssum sem eru
að gefa 7-8 sinnum sem er öfugt
við þær fullyrðingar þingmanna um
að folöldin séu eitthvað síðri undan
blóðmerum.“
Hún bendir á nýtt lokaverkefni sem
unnið var í Landbúnaðarháskólanum
þar sem kannað var hvort blóðtaka
hryssna hafði áhrif á efnainnihald
kaplamjólkur og vaxtargetu folalda.
Ekki reyndist marktækur munur
á efnainnihaldi kaplamjólkur
úr hryssum í blóðtöku og
viðmiðunarhryssu. Folöld undan
hryssum í viðmiðunarhóp reyndust
örlítið léttari en folöld undan hryssum
sem tekið var blóð úr en munurinn
var ekki marktækur.
Umræða um frjósemislyf
ógagnsæ
Talið berst að notkun á PMSG.
Fjölskyldan er því sammála að
gegnsæið í málefninu skortir.
Skilningur þeirra sé þó að frjósemi
fer minnkandi hjá mörgum dýrum,
þar á meðal búfé, og notkun
frjósemislyfja sé því nauðsynleg.
„Maður veit ekki nógu mikið til
að mynda sér upplýsta skoðun. Sumir
segja að verið sé að þróa lyf sem eigi
að tryggja jafn góða virkni og PMSG.
Aðrir segja að það séu til 40 lyf sem
hægt væri að nota í staðinn. Enn aðrir
segja að það fylgi notkun á þeim
lyfjum enn meiri lyfjagjöf, svosem
sýklalyfjanotkun. Þá er ekkert vitað
um langtímaáhrif þess að nota lyf
sem framleidd eru á tilraunastofu (e.
synthetic) samanborið við notkun
á lífrænu efni eins og PMSG. Við
vitum í raun ekki hvað er satt og rétt,“
segir Þórdís.
Búskapur sem þau njóta
Þórdís Ingunn og Heiðar munu halda
áfram að stunda blóðmerarbúskap
ef starfsemin verður áfram leyfð að
þremur árum liðnum.
„Við höfum bæði mikinn áhuga
á hrossum og það gefur okkur mikið
að vera í umgengni við þau, pæla í
þeim og sinna þeim. Þetta er ekki bara
spurning um að fá pening fyrir blóð
heldur er þetta hluti af þeim lífsstíl
að vera í snertingu við dýr, að vera
bóndi. Við njótum þess að vera í
kringum hryssurnar, þegar þeim líður
vel þá líður okkur vel.“
frh. frá síðu 21
Hanna Valdís Guðjónsdóttir og Illugi Breki Albertsson eru ungir
bændur á Sólvöllum í Rangárþingi ytra. Þar stunda þau sauðfjárbúskap
ásamt því að halda hóp blóðmera. Bændablaðið fékk að fylgjast með
blóðtöku á Sólvöllum.
Hanna og Illugi hugðust stækka blóðmerastarfsemina
og voru að reisa húsnæði til þess arna þar til í fyrra. Þau
eru nú að endurhanna húsnæðið með heimasláturhús
og kjötvinnslu í huga.
Þórdís og Heiðar njóta þess að sinna hryssunum sínum
og munu halda áfram að stunda blóðmerarbúskap ef
starfsemin verður áfram leyfð.
Að blóðtöku lokinni getur verið
æskilegt að halda fyrir stungustað
í stutta stund.
Sumar merar og folöld sækja í húsnæðið eftir að meðferð
þeirra er lokið, aðrar ganga niður í haga þar sem þær
hafa aðgang að vatni og steinefnum.