Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 Streymi heildverslun ehf. Goðanesi 4 603 Akureyri S N V 588 2544 streymi@streymi.is www.streymi.is | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull Úrval af þægilegum og endingagóðum sokkum. 40 sölustaðir, hafðu samband til að fá upplýsingar um sölustað í nágrenni við þig. Sokka Kompaníið ehf. 230 Reykjanesbær - info@socks2go.eu - gsm: 831 8400 - www.socks2go.is Varahlu�r í Bobcat gerðar hafa verið á íslenskum lækningajurtum. En þarna fékk ég sjálf yfirlit yfir það sem mig vantaði og hefur vonandi reynst áhugasömum vel. Ég hef gefið út fleiri bækur reyndar, en þessi hefur að minnsta kosti reynst mér sjálfri ógurlega vel við uppflettingar.“ Námskeið og næstu skref „Ég er þannig gerð, heldur hún áfram, „að ég fæ ógrynni hugmynda, en er sem betur fer afar skipulögð og næ að flokka hugmyndirnar niður í eitthvað sem mætti taka lengra og annað sem má bara gleyma. Þegar ég tók þá ákvörðun að hætta ráðgjöfinni og beina fólki frekar á að þær upplýsingar mætti finna á blogginu mínu – opnaðist tími sem mig langaði að nota í eitthvað skemmtilegt. Ég ákvað að setja upp námskeið, vefnámskeið sem verður í boði aðeins í mjög stuttan tíma. Skráningu á það lýkur einmitt 12. september nk. og verður svo ekki í boði fyrr en aftur á næsta ári. Þar mun ég kynna fyrir fólki vel fram settar og fræðandi upplýsingar um virkni og notkun íslenskra lækningajurta. Fjórtán tegundir jurta til að byrja með, plöntur sem flestir ættu að þekkja, og meðal annars má þar finna myndbönd um hvernig best er að tína þær.“ Grasalækningar í þágu fjölskyldunnar „Námskeiðið skiptist í kafla; lækningajurtir – sögu þeirra, hvernig þær eru tíndar, þurrkun og geymsla, kennt er hvernig á að vinna úr þeim, hvað á við er kemur að sjúkdómum og allar uppskriftir. Þetta eru 89 hlutar sem þýðir 89 myndbönd,“ segir Anna Rósa og hlær, „enda hef ég verið að dunda mér við að búa námskeiðið til um nokkurn tíma eins og þú getur ímyndað þér! Ég segi einnig frá hvernig við maðurinn minn smíðuðum þurrkgrind heima á stofugólfi ef fólk vill gera slíkt hið sama. Hvar best er að skera eða klippa jurtirnar, á stilknum, blómið, laufin og þar fram eftir götunum. Það er afar vel farið í saumana á þessu öllu saman, auk þess sem ég er nokkuð viss um að þetta hafi aldrei verið gert hérlendis og námskeiðið því fyrsta sinnar tegundar,“ segir hún brosandi. „Uppskriftirnar inni- halda m.a. teblöndur, fjallað er um skol og bakstra og hægt er að sækja sér þær upplýsingar á pdf formi. Allt sem þú þarft nauðsynlega að vita til þess að vera þinn eigin grasalæknir. Einfaldir hlutir og vinnsla sem hægt er að nýta í eigin þágu og fyrir fjölskylduna er tilgangurinn með þessu öllu saman. Þetta er vefnámskeið og því auðvelt að líta yfir þetta á sínum eigin tíma, en einnig fá þátttakendur að hitta mig í eitt skipti ef spurningar vakna – auk þess sem lokuð Facebook-grúbba verður í gangi. Ég er mjög spennt yfir þessu skrefi og lít á það sem skemmtilega viðbót við ferilinn hjá mér. Reyndar er ég auðvitað með fleiri námskeið í þessum dúr og aðrar hugmyndir bak við eyrað því eitt opnar fyrir annað og flæðið endalaust.“ Skemmtilegast að miðla Anna Rósa heldur áfram, „mér finnst líka svo skemmtilegt hversu fólk virðist opnara fyrir grasalækningum heldur en fyrir þrjátíu árum. Sonur minn áðurnefndur er t.d. á þrítugsaldri og hefur alist upp við þetta, ásamt heimagöngunum vinum sínum – enda þykir þeim ekkert sjálfsagðara en að leita til grasalækninga þegar eitthvað bjátar á. Þetta kemur sér vel í samstarfi okkar enda veit hann algerlega um hvað ræðir er kemur að framleiðslu og rekstri fyrirtækisins. Samstarf okkar gerir mér svo kleift að einbeita mér að því sem mér þykir skemmtilegast – að miðla þekkingunni!“ Lions Mane og Rósroðapakkinn eru afar vinsæl hjá viðskiptavinum. Fregnir af gæðum smyrsla Önnu Rósu hafa borist út fyrir landsteinana, meðal annars á síðum bresku útgáfu tískublaðsins Vouge nú í nóv/ des '21 og janúar '22. Þar er bent á bóluhreinsinn, Facial Glow dagkremið og 24 stunda kremið Divine Radiance sem allt hefur að sama skapi hlotið lof hérlendis. LÍF&STARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.