Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 FRÉTTIR Pantaðu varahluti fyrir Honda fjórhjólið tímanlega í síma 590 2150 eða á varahlutir@askja.is. Add a heading Er hjólið klárt fyrir göngurnar í haust? Margföld sala á niðurlagningarbúnaði – Mikil sala á búnaði sem bætir nýtingu köfnunarefnis úr skít Það sem af er ári hefur slöngu dreifingar- eða niður- lagningarbúnaður fyrir haugsugur selst í tugatali. Fram til ársins í ár var þessi búnaður nær óþekktur á Íslandi. Þessi aukni áhugi skýrist af hækkuðu verði á tilbúnum áburði og vilja bænda til þess að ná fram betri nýtingu á þeim áburðarefnum sem eru heima á bæ. Algengasta aðferðin við dreifingu á mykju er svokölluð breiðdreifing, þar sem mykjan frussast aftur úr haugsugunni. Þessi aðferð er í eðli sínu ónákvæm og mikill hluti af köfnunarefninu gufar upp við svona mikla loftun. Veður hefur mikil áhrif á nákvæmni og gæði breiðdreifingar; en það getur verið mikill munur á vinnslubreidd eftir vindstyrk og loftrakinn hefur áhrif á það hversu vel köfnunarefnið nýtist. Með slöngudreifingu eru flest þessi vandamál úr sögunni. Aftan á haugsuguna er festur búnaður með 20-40 slöngum þar sem endinn er ýmist dreginn eftir yfirborðinu eða hangir í lítilli hæð. Mykjan er því lögð mjúklega á völlinn og uppgufunin á köfnunarefninu verður mjög lítil í samanburði við hefðbundna breiðdreifingu. Þar með helst lyktmengun í lágmarki, dreifingin er jöfn í öllum slöngunum og vinnslubreiddin er alltaf sú sama. Mismunandi veðurfar veldur litlum breytileika í gæðum dreifingarinnar, nema helst ef bændur lenda í langri þurrkatíð eftir áburðargjöfina. Vélasalar segja sprengingu í sölu Finnbogi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Vinnuvéla og Ásafls ehf., hefur selt landbúnaðartæki um áratugaskeið. Hann giskar á að heildarmagn slöngudreifara sem voru í notkun í landinu til ársins í ár hafi verið á bilinu fimm til átta. Á undanförnum mánuðum hafa Vinnuvélar og Ásafl ehf. hins vegar selt tvö svona kerfi og fyrirspurnir bænda eru fjölmargar. Ingvi Þór Bessason, sölumaður hjá Þór ehf., segir að þessi kerfi hafi varla selst á fyrri árum. Í ár hafi hins vegar orðið sprenging í áhuga og sölu. Það sem af er ári hefur Þór ehf. selt 7 niðurlagningarbúnaði og segir Ingvi líklegt að enn bætist í fram að áramótum. Jóhannes Kjartansson, sölumaður hjá Lely Center, segir að þar á bæ hafi verið seld tæplega tíu stykki það sem af er ári og hann á von á að það seljist annað eins fram að áramótum. „Við höfum boðið upp á þennan búnað áður, en það hefur ekki verið áhugi á þessu fyrr en núna. Þetta útheimtir mjög lítið afl og það er hægt að nota þetta með öllum dráttarvélum sem ráða á annað borð við haugtank,“ segir Jóhannes. /ÁL Á árinu hafa selst hátt í tuttugu kerfi sem ýmist eru kölluð niðurlagningarbúnaður eða slöngudreifingarkerfi. Til ársins í ár hefur salan á kerfum sem þessum verið óveruleg. Mynd / Ingvi Þór Bessason Lítil sláturhús á lögbýlum: Engar fleiri leyfisveitingar frá síðasta ári Unnið er að því að gefa þremur sauðfjárbúum varanlegt leyfi til heimaslátrunar hjá Matvælastofnun, en frá því í fyrra hafa engar fleiri umsóknir um slík rekstrarleyfi borist. Frá síðasta hausti hafa sauðfjárbændur átt kost á því að sækja um leyfi til Matvælastofnunar um heimild til slátrunar heima á bæjum til markaðssetningar og sölu á sínum afurðum, samkvæmt reglugerð sem gefin var út í maí á síðasta ári um lítil sláturhús á lögbýlum. Í síðustu sláturtíð höfðu þrjú sauðfjárbú fengið þessa heimild, Birkihlíð í Skagafirði, Grímsstaðir í Reykholtsdal og Lindarbrekka í Berufirði, en þau tvö fyrrtöldu þeirra nýttu sér hana. Fyrir komandi sláturtíð hefur ekki bæst við þennan fjölda. Skriffinnska og kostnaður Með þessari heimild hefur sauðfjárbændum verið gefinn sá kostur að hafa alla virðiskeðjuna í vinnslu og sölu sauðfjárafurða sinna í eigin höndum. Til að fá þessa heimild þarf aðstaða til slátrunar og kjötvinnslu að vera fullnægjandi samkvæmt reglum. Breytingar á húsakosti geta falið í sér talsverðan kostnað auk þess sem leyfisveitingunni fylgja skyldur um skýrsluhald utan um rekstur sláturhússins, en þetta er talið geta skýrt það hvers vegna ekki fjölgar í þessum hópi. Hátt afurðaverð Eftir talsverðu getur verið að slægjast fyrir bændur sem eiga þennan kost, því dæmi er um að afurðaverð fyrir lambskrokkinn sé um 25 þúsund krónur að meðaltali fyrir bændur sem slátra, vinna og selja sínar afurðir beint frá býli. Á móti kemur að talsvert meiri vinna fylgir þessu fyrirkomulagi. /smh Á Grímsstöðum í Reykholtsdal verður áfram rekið lítið sláturhús. Þjónustujöfnuður jákvæður en vöruskiptajöfnuður neikvæður Verðmæti þjónustuútflutnings í maí 2022 er áætlað 58,4 milljarðar króna og að það hafi tvöfaldast frá því í maí 2021 á gengi hvors árs. Áætlað er að vöruútflutningur hafi verið neikvæður um 19 milljarða. Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta hafi verið 1.442,2 milljarðar króna á síðustu tólf mánuðum og hafi aukist um 41% miðað við tólf mánuðina þar á undan. Tekjur af samgöngum og flutningum 18,5 milljarðar Áætlað er að verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta fyrir sama tímabil hafi verið 1.532,5 milljarðar og hafi aukist um 44% miðað við tólf mánuði þar á undan. Því er áætlað að uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrir síðustu tólf mánuði hafi verið neikvæður um 90,3 milljarða króna samanborið við 41,2 milljarða neikvæðan jöfnuð fyrir tólf mánuðina þar á undan. Áætlað er að tekjur af samgöngum og flutningum hafi verið 18,5 milljarðar króna í maí síðastliðinn og að þær hafi meira en tvöfaldast miðað við maí 2021. Verðmæti annarra þjónustuliða í útflutningi er talið hafa verið 13,1 milljarður í maí og að það hafi dregist saman um 7% frá því í maí árið áður. Útgjöld vegna ferðalaga erlendis 18,3 milljarðar Verðmæti þjónustuinnflutnings í maí er áætlað 49,3 milljarðar króna og að það hafi aukist um 89% frá því í maí 2021 á gengi hvors árs. Gert er ráð fyrir að útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis hafi verið 18,3 milljarðar í maí og hafi aukist verulega samanborið við maí árið áður. Hvað útgjöld vegna samgangna og flutninga varðar er áætlað að þau hafi verið 8,9 milljarðar í maí og hafi aukist um 57% miðað við maí 2021. Þá er áætlað að verðmæti annarra þjónustuliða í innflutningi hafi verið 22,1 milljarður í maí og hafi aukist um 42% frá því í maí fyrir ári. Þjónustujöfnuður var því jákvæður um 9,1 milljarð króna í maí. Gert er ráð fyrir að verðmæti þjónustuútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá júní 2021 til maí 2022, hafi verið 567,7 milljarðar króna og hafi aukist um 64% miðað við tólf mánaða tímabilið þar á undan. Á sama tímabili er áætlað að verðmæti þjónustuinnflutnings hafi verið 472,2 milljarðar og hafi aukist um 61% miðað við tólf mánaða tímabilið þar á undan. Áætlað er að vöruútflutningur í greiðslujöfnuði hafi verið 93,1 milljarður króna í maí 2022 en vöruinnflutningur 112,2 milljarðar. Fyrir vikið er gert ráð fyrir að vöruskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði hafi verið neikvæður um 19 milljarða króna. Verðmæti útflutnings vöru og þjónustu í maí 2022 er því áætlað 151,5 milljarðar króna og að það hafi aukist um 65% miðað við sama mánuð 2021. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 161,4 milljarðar og jókst um 65% miðað við sama mánuð 2021. /VH Í sumar hefur verið unnið að borun svokallaðra hitastigulshola á Laugarvatni. Um er að ræða rannsóknarboranir til að ákvarða hvar vænlegast sé að bora eftir heitu vatni. ÍSOR hefur unnið með Bláskógaveitu að kortlagningu jarðhita á Laugarvatni og mun gera tillögu að staðsetningu borholu eftir mat á niðurstöðum umræddra rannsóknarborana. „Nauðsynlegt er að tryggja nægilegt magn af heitu vatni, enda er þörf á því, bæði vegna fjölgunar íbúða á Laugarvatni og fyrirhugaðrar stækkunar Fontana, auk þess sem sumarhúsafélög í nágrenni Laugarvatns hafa sýnt áhuga á að tengjast hitaveitu,“ segir Kristófer Árni Hjaltason sá um borunina á Laugavatni. Mynd / Bláskógarbyggð Bora fyrir heitu vatni við Laugarvatn Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.