Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022
„Þær eru báðar með sín fyrstu
folöld. Önnur þeirra er stressuð týpa
fyrir. Hún er það bæði í rekstri og í
réttinni og við erum að reyna að átta
okkur á því hvort hún passi í stóðið.
Við gefum okkur nokkurn tíma með
þeim til reynslu. Þær eru kannski ekki
í blóðtökum þá, en fylgja hópnum
og fara í gegnum aðstöðuna, fá múl
og snertingu og við sjáum hvort þær
aðlagist. Ef þær sýna ítrekað ótta,
venjast ekki aðstæðum þá eru þær
ekki notaðar. Þær eru þá heldur ekki
efni í reiðhross, hvað þá keppnis- eða
ræktunarhross.“
Utan blóðtökutímabilsins felst
umönnun meranna í ormalyfjagjöfum
og hófklippingum, þær læra að lyfta
fótum og vera með múl og Þórdís
segir að þannig temjist þær einnig
til hlutverksins.
„Hryssurnar skipta okkur öllu
máli og velferð þeirra er númer eitt,
tvö og þrjú. Við myndum aldrei
gera neitt sem stofnað gæti heilsu
þeirra og lífi í hættu. Okkur finnst
mikilvægt að vera með lítinn hóp,
þannig höfum við góða yfirsýn og
við þekkjum þær allar vel. Þannig
ætti þessi búskapur að vera að mínu
mati. Ef merunum líður ekki vel þá er
enginn grundvöllur fyrir búskapnum
og starfseminni.“
Undarleg hegðun starfsmanna
dýraverndarsamtaka
Þegar starfmenn þýsk-svissnesku
dýraverndarsamtakanna TBS/AWD
og þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ARD
voru stödd hér á landi í byrjun ágúst
komu þau við á Álftarhóli. Heiðar var
þá heima við.
„Við vorum farin að hafa auga
með bíl sem keyrði hér fram hjá í
sífellu í hægagangi daginn áður
en blóðtaka hefst, hann stoppaði
við landamörkin og þar gátum við
séð fólk með stórar aðdráttarlinsur
mynda. Við gerum ekkert í þessu fyrr
en þau koma inn á landareignina, eru
að dóla hér. Ég ætla þá að ná tali af
þeim og keyri af stað til móts við þau
í rólegheitum. En þegar ég nálgast þá
bakka þau í snatri og þjóta í burtu.“
Björn, faðir Þórdísar, segir að
daginn áður hafi hann verið á leið í
kaupstað með dóttur sinni og sér tvo
bíla í vegkanti við landareignina. „Ég
ætlaði ekki að hafa nein afskipti af
þeim en um leið og ég ætla að fara
framhjá þeim þá keyrir annar jeppinn
óvænt af stað fyrir framan okkur.“
Birni þótti ökulag jeppans sem á
undan keyrði undarlegt því gefið var
í og hægt á til skiptis. „Mér fannst í
raun liggja í loftinu að þau væru að
vonast eftir einhvers konar atburðarás
til að nota í mynd. Kannski voru
þau að reyna að láta líta út fyrir að
við værum að elta þau eða eitthvað
slíkt, en við vorum alltaf á sama
hraðanum.“
Fjölskyldan segir að fólkið hafi
aldrei, á neinum tímapunkti, reynt að
ná sambandi eða talað við þau.
„Maður veit ekkert hvað hangir
á spýtunni. Það hefði verið sjálfsagt
að tala við þau ef þau hefðu haft
samband og sýnt áhuga á að koma
hingað, fræðast um starfið og ræða
málin frá upphafi. En við treystum
þeim ekki úr þessu. Þau birtast
bara hér, bæði árið 2019 og núna,
og hegða sér undarlega, keyra í
offorsi í burtu þegar við nálgumst.
Á öðrum stöðum höfum við heyrt
að þau banki upp á heimili fólks
með myndbandsupptökur í gangi
í leyfisleysi og jafnvel án vitundar
fólks. Okkar upplifun er að þau séu
að reyna að stilla þessu upp þannig að
við séum að gera eitthvað af okkur.
Þetta er rosalega skrítin hegðun,“
segir Þórdís.
Hún bendir einnig á að ef tilgangur
dýraverndarsamtakanna sé að stöðva
notkun PMSG í verksmiðjubúskap
sé einkennilegt að þau ráðist að
bændum, frekar en að beina sjónum
sínum ofar í framleiðslukeðjuna.
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
VARAHLUTIR Í
KERRUR
2012
2021
Vinstra megin sést hvernig haus merar er bundinn upp til að dýralæknir hafi aðgengi að æðinni sem blóð er tekið úr.
Um leið og blóðtakan byrjar er merin losuð úr höfuðstillingunni og stendur því eðlilega meðan á blóðtöku stendur,
eins og sést hægra megin.
Þórdís stendur við meri í blóðtöku í blóðtökubás. Strappinn sem er yfir
herðakambi sést hér vel.
frh. á síðu 22
Jón Kolbeinn Jónsson dýralæknir
sér um blóðtökur á nokkrum
stöðum á landinu. Þetta er
hans fyrsta ár í verkefninu en
hann hefur komið að eftirliti
með blóðtökum á undanförnum
árum þegar hann gegndi starfi
héraðsdýralæknis.
Honum finnst ekki athugavert
að það sé tekið blóð úr hryssum
eins og hann framkvæmir
blóðtökuna. Almennt séu
hryssurnar rólegar frá upphafi til
loka meðhöndlunarinnar og þær
sýni ekki einkenni þjökunar eða
hjálparleysis. Hans faglega mat er
að merarnar séu ekki undir miklu
álagi við meðhöndlunina.
„Það kemur fyrir að einstaka
hryssur séu stressaðar og þá
eru þær undir álagi, en gegnum
gangandi þá er það ekki tilfellið.
Mikilvægt er að venja þær við
aðstæðurnar.
Ef hryssa er stressuð er
brugðist við, þær róaðar niður
og gefinn tími til að venjast
aðstæðunum og stundum er
hætt við blóðtöku. Sumar hryssur
henta einfaldlega ekki í blóðtöku.
Það er eins og með reiðhross,
sumum þeirra er ekki ætlað að
vera tamin til reiðar.“
Almennt telur hann að líf og
tilvera blóðmera sé ekki verri en
reiðhesta. „Það þarf ekki annað
en að horfa á kynbótasýningar
til að sjá að það líður ekki öllum
hrossum vel þar. Þar gildir einmitt
líka að bregðast við og minnka
stressfaktorana og venja þau við
aðstæður.“
Flestum þykir óþægilegt að
sjá blóð og því kemur það
Jóni Kolbeini ekki á óvart að
myndefni með starfseminni gæti
vakið óhug. „Óvægin umræða
getur fylgt svona álitamálum
og það er bara þannig að þegar
blóð er annars vegar þá er það
alltaf vont myndefni. Ég hef haft
það markmið í störfum mínum
sem dýralæknir að hafa velferð
dýranna alltaf að leiðarljósi. Í dag
er raunin sú að íslenski hesturinn
er upp á manninn kominn.
Ég tel að við þurfum að horfa
á hestamennsku á heildstæðari
hátt og bera saman mismunandi
aðstæður sem hross á Íslandi
búa við. Hryssur í blóðtöku hafa
möguleika á að lifa og upplifa
en þurfa að borga það með
blóðtöku í mesta lagi átta sinnum
á ári. Það er minna en margur
reiðhesturinn.“
Mat dýralæknis á blóðtökum:
Merarnar almennt rólegar frá upphafi
til loka meðhöndlunar
Jón Kolbeinn Jónsson dýralæknir sér um blóðtökur á nokkrum
bæjum á landinu í ár.
Blóðtökubásarnir á Álftarhólum eru innanhúss og dráttarvél lögð fyrir utan
sem er í takt við lýsingar York og Sabrinu á aðstæðum sem þau segja til
þess fallin að fela blóðtökustarfsemina. Þórdís og Heiðar segja inniaðstöðu
hins vegar betri bæði fyrir dýr og menn, sérstaklega í íslenskri veðráttu.
Þau hafi hins vegar ekkert að fela en traust þeirra gagnvart starfsmönnum
dýraverndarsamtakana sé lítið.
Faðir Þórdísar, Björn Jón, stundaði
blóðtökur á árum áður og hefur séð
framför og þróun starfseminnar
gegnum tíðina. Hann hefði viljað eiga
allar blóðtökur, sem hann hefur tekið
þátt í, á myndbandi.