Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. ágúst 2022 Í sumar stóðu bændur í Hollandi og víðar um Evrópu fyrir öflugum mótmælum vegna ýmissa ákvarðana stjórnvalda sem snerta umhverfismál, landbúnað, verðhækkanir og afkomu bænda og neytenda. Talsmenn bænda segja að með ákvörðunum sínum séu stjórnvöld að draga úr möguleikum bænda til að framleiða matvæli á viðráðanlegu verði og skerða lífsafkomu þeirra. Green Deal samningurinn frá 2020 er stefnumótandi samþykkt framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins um að lönd innan sambandsins verði loftslagshlutlaus árið 2025. Í samningnum er einnig gert ráð fyrir að dregið verði úr að minnsta kosti 50% losun á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2030. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að öll gildandi lög um endurnýjun bygginga, hringrásarhagkerfi, líffræðilegan fjölbreytileika, landbúnað og matvælaframleiðslu verði endurskoðuð og uppfærð. Markmið Green Deal Aðgerðaáætlun Green Deal samþykktarinnar í tengslum við landbúnað og matvælaframleiðslu kallast From Farm to Fork. Meginmarkmið áætlunarinnar snýst um sjálfbærni í landbúnaði og matvælaframleiðslu, hvort sem það er til sjós eða lands, framleiðsluaðferðir, umbúðir og flutninga. Í samþykktinni er meðal annars gert ráð fyrir að dregið verði úr notkun eiturefna í landbúnaði og framboð á hollum matvælum aukið. Markmið samþykktarinnar hvað varðar landbúnað og matvælaframleiðslu fyrir árið 2030 eru eftirfarandi: • Að 25% landbúnaðar- framleiðslu innan Evrópusam- bandsins verði lífræn • Að dregið verði úr notkun eiturefna í landbúnaði um 50% • Að dregið verði úr notkun kemísks áburðar um 20% • Að dregið verði úr útskolun næringarefna úr jarðvegi um 50% • Að dregið verði úr notkun á sýklalyfjum í landbúnaði og fiskeldi um 50% • Að settar verði sjálfbærni- merkingar á matvæli • Að minnka matarsóun um 50% Stóra ákvarðanir í Hollandi Ákvarðanir stjórnvalda sem snúa að framkvæmd markmiða Green Deal í landbúnaði gera bændum meðal annars skylt að draga verulega saman í notkun á nituráburði, fækka búfé og draga úr losun á koltvísýringi til að vernda umhverfið. Holland er stærsti útflytjandi kjöts í Evrópu og fjöldi búfjár þar mjög mikill miðað við flatarmál landsins. Í sumum tilfellum hefur bændum þar í landi verið gert að fækka búfé um helming eða stjórnvöld boðist til að kaupa jarðir þeirra svo þeir hætti búskap. Að sögn fulltrúa hollenskra stjórnvalda er tilgangurinn að minnka metanlosun. Bændur benda aftur á að á sama tíma losi stórfyrirtæki, flugfélög, iðnaður, flutningar og samgöngur um allan heim gríðarlegu magni gróðurhúsalofttegunda án teljandi afskipta stjórnvalda. Þetta þykir bændum og samtökum þeirra óréttlátt og segja að ábyrgðinni sé alfarið varpað á þá og að ákvarðanir stjórnvalda grundvallist á skammsýni og óvirðingu fyrir mikilvægi matvælaframleiðslu, og komi illa niður á starfsemi þeirra og landbúnaði í heild. Aðföng hækka í verði Á sama tíma og bændum er gert að breyta búháttum sínum með tilfallandi kostnaði hefur kostnaður vegna aðfanga í landbúnaði hækkað verulega. Slíkar hækkanir leiða til hækkana á framleiðsluverði og hækkunar matvælaverðs. Þá hefur innflutningur á ódýrum matvælum aukist frá löndum þar sem reglur um framleiðslu eru ekki eins strangar, eftirlit minna, laun lægri og aðbúnaðarreglugerðir fyrir búfé lakari. Vilja fækka búfé um helming Árið 2019 kom út skýrsla Heilbrigðis- og umhverfisstofnunar Hollands þar sem kom fram að búfjárbændur í landinu bæru ábyrgð á losun 46% alls niturs í jarðvegi með dreifingu á búfjáráburði. Í skýrslunni segir einnig að eina raunhæfa leiðin til að draga úr skaðlegum áhrifum niturs í jarðvegi, ám og vötnum sé með því að fækka búfé. Upphaf bændamótmælanna í sumar má rekja til tillögu sem kom fram á hollenska þinginu skömmu eftir að skýrslan kom út og lagði til að fækka skyldi búfé í landinu um helming. Í kjölfarið hafa svo margir aðrir þættir komið fram sem hafa ýtt frekar undir mótmælin. Meðal annars auknar kröfur stjórnvalda um mikinn samdrátt í notkun á nitri og losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði, aukinn innflutningur matvæla og nú síðast hækkun orkuverðs vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Lögreglan skaut á bændur Í júní síðastliðinn gripu rúmlega 40 þúsund bændur í Hollandi til aðgerða vegna samþykktar stjórnvalda um minni losun niturs í landbúnaði og lokuðu vegum með dráttarvélum og neituðu að selja framleiðslu sína í verslanir. Mótmælin vöktu talsverða athygli Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Ólga í evrópskum bændum – Aðgerðum vegna Green Deal-samþykktar Evrópusambandsins mótmælt Hollenskur bóndi tjáir hug sinn í Haag. Mynd /wikipedia.org Búfjáráburður og dreifing hans er sögð vera helsta ástæða niturmengunar í jarðvegi. Mynd / wikimedia.org Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is UTAN ÚR HEIMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.