Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 34

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 34
32 74- JtJLlUS I HVASSAFELLI hafði verið með Mykle- stad kláðalækni og lært hjá honum að þekkja fjár- kláða. Einu sinni var hann að segja frá því, að þeir hefðu verið að skoða kláðamaur með stækkunargleri, og mælti: „Fjnrst skoðuðum við maurinn í minna glerinu, og hann varð gríðarlega stór. Svo skoðuðum við hann í stærra glerinu, en það þoldi hann ekki. Hann sprakk“. 75- §TEFÁN Á LITLAHÓLI vildi gefa dreng, sem hann hélt mikið upp á, fermingargjöf. Gekk hann í húðir á Akureyri og spurði: „Fást hér beizlisstengur handa fermingardrengjum?“ 76. (^UÐRUN KOLBEINSDÓTTIR, kona Eiríks Vigfús- sonar bónda á Reykjum á Skeiðum, var gáfukona og hnyttin í tilsvörum. Prestur hennar var um skeið Sigurður ögmundsson. Hann þótti lélegur kennimaður. Einu sinni kom Guðrún til kirkju í slæmu veðri, og lét þá einhver í ljós undrun sína yfir því, að hún skyldi sækja kirkju í slíku veðri. Þá segir sr. Sigurður: „Já, Guðrún lætur sig aldrei vanta í kirkju“.

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.