Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Page 17

Skessuhorn - 17.08.2022, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 17 að gaman gæti verið að fara erlendis og ganga þar á fjöll. „Það æxlað- ist þannig að ég kynntist Ágústi Rúnarssyni sem rak ferðaþjónustu- fyrirtækið Icelandic Magic á Íslandi sem bauð upp á ferðir á Íslandi og sá einnig um ferðir meðal annars til Tanzaníu og göngur á Kilimanjaro. Einnig fór Skagamaðurinn Ingólfur Hafsteinsson í þessa ferð. Hann hvatti mig til þess að slást í för og ég sló til og sá ekki eftir því. Ég kynntist Ágústi þarna úti og höfum við oft verið ferðafélagar í göngu og jeppaferðum á Íslandi eftir það.“ Til Tanzaníu og gengið á Kilimanjaro „Ferðin til Tanzaníu var ógleym- anleg. Á leiðinni á toppinn á Kil- imanjaro, sem er í tæplega sex þús- und metra hæð, æfðum við okkur. Við vorum í hlíðum fjallsins í nokkra daga, fórum upp í fjögur þúsund metra hæð og aftur niður í þrjú þúsund metra til þess að venj- ast þunna loftinu. Þegar komið er í þessa hæð og þunna loftið tekur við verður allt miklu erfiðara. Það verður meira átak að ganga og draga andann; þess vegna verður að ganga mjög hægt, annars er hætta á háfjallaveiki. Ferðin upp á fjallið tók því sjö daga. Í 6000 metra hæð er loftið helmingi þynnra en við sjáv- armál. Bjarni segir að eftir fjallgönguna á Kilimanjaro hefði verið farið í skemmtilega safaríferð um Tar- angire, Ngorongoro og Lake Maryana þjóðgarðana. Fjölbreytt dýralífið þar var skoðað og gist á svokölluðum tjaldhótelum sem voru frá nýlendutímum Breta. Þarna heyrðist í ljónum og öðrum dýrum um nætur. Þegar einhverjir þurftu að fara út úr tjöldunum að næturlagi komu vopnaðir varð- menn sem fylgdu þeim út af því að dýr hættuleg mönnum gætu verið í nágrenninu. Ægifögur Zanzibar „Ferðinni lauk síðan með nokkurra daga ferð til eyjunnar Zanzibar í Indlandshafi, hún er rétt utan við strönd Tanzaníu. Ef hægt er að tala um Paradís á jörðu er það á þessari eyju. Það er stórkostlega fal- legt þarna og að synda og snorkla í heitum sjónum var ævintýri líkast. Eyjan er einn stór matjurtagarður, ávextir og krydd. Á þessari eyju fæddist Freddie Mercury söngv- ari hljómsveitarinnar Queen og ólst upp. Sögu hans eru gerð góð skil þarna. En eyjan á líka myrka sögu frá þeim tímum þegar hún var mið- stöð þrælasölu á átjándu öld með þræla frá Afríku.“ Til Perú og Inkastígur- inn genginn Árið 2020 stóð önnur ferð Bjarna á framandi slóðir fyrir dyrum, en það var til Perú til að ganga Inkastíginn svokallaða. Covid kom í veg fyrir það og sú ferð frestaðist þar til um miðjan apríl á þessu ári. „Eftir að við höfðum millilent í höfuðborginni Lima var farið til borgarinnar Cusco sem er í 3.400 metra hæð yfir sjávarmáli, en bær- inn er einn vinsælasti ferðamanna- staðurinn í Perú. Þaðan héldum í stutta ferð til bæjar sem heitir Piscacucho en þar hófst gangan eftir Inkastígnum. Gangan tók fjóra daga og var hún fjörutíu til fimmtíu kíló- metra löng. Talið er að stígarnir séu um fjórtán til fimmtán þúsund kíló- metrar. Alltaf er verið að finna nýja og nýja stíga, en þeir voru fyrst og fremst notaðir til þess að Inkarnir gætu verið fljótari að fara yfir brattar hlíðar og fjöll. Fjallasýn í þessari göngu er með ólíkindum og gengið er að hluta eftir steinlögðum stígum sem Inkarnir lögðu og eru umvafðir plöntum, blómum og trjám. Þetta breytist síðan í lággróður, grjót og auðn þegar hærra er komið, alveg að „Dead woman´s pass,“ sem er hæsti punktur göngunnar, í um 4.200 metra hæð yfir sjávarmáli og endar í Machu Picchu. Það er bær sem Inkarnir yfirgáfu árið 1592 þegar Spánverjarnir komu sturl- aðir af gullæði. Machu Picchu hvarf í gróður en fannst árið 1911 og var grafinn upp. Nafnið má rekja til þess að fjallið minnir á liggjandi konu. Á göngunni fórum við hjá gömlum Inkabyggðum, sem liggja í 3.700 metra hæð yfir sjávarmáli. Fyrir augu bar mikið af lamadýrum, en þau eru mjög einkennandi fyrir Perú.“ Ótrúlegt hugvit Inkanna Bjarni segir að það hafi verið upp- lifun að heyra sögu Inka. „Þeir lögðu þessa stíga á elleftu og fjórtándu öld og notuðu þá meðal annars til þess að sendiboðar kæmust á milli þorpa og upp í fjöllin að sækja ávexti og krydd. Oft tóku þeir líka með sér fisk sem þeir veiddu og notuðu sem skiptimynt í verslun við Inka sem bjuggu ofar í fjöllunum. Þeir voru ekki með ritmál heldur ófu t.d. teppi með táknmyndum. Þeir voru snillingar í byggingalist. Byggingar þeirra hafa þolað jarðskjálfta vel, en Perú er á miklu jarðskjálftasvæði. Enn í dag koma byggingarverk- fræðingar m.a. frá Japan til þess að kynna sér hvernig Inkarnir byggðu hús í von um að geta séð og lært eitthvað sem nýtist þeim sjálfum við byggingu húsa í Japan því jarð- skjálftar eru tíðir þar. Inkarnir voru ótrúlegar snjallir í allri ræktun. Talið er að þeir hafi ræktað um fjögur þúsund afbrigði af kartöflum og um fimmtíu tegundir af maís svo eitthvað sé nefnt. Eitt af því sem þeir gerðu við ræktun- ina var að þeir grófu niður í jörðina og bjuggu til stalla. Neðst var rækt- unin sem þurfti mestan hita og síðan koll af kolli upp á við eftir því sem hitastigið þurfti að vera lægra. En samfélag Inkanna fékk sorglegan endi þegar Spánverjar námu þar land og börðu augum gullið sem Inkarnir höfðu grafið upp og höfðu til skrauts til heiðurs sólguðunum. Þegar Inkarnir sáu Spánverjana töldu þeir að þeir væru guðir, því í þeirra huga voru guðirnir stærri en þeir sjálfir og með skegg, svo þeir hleyptu þeim að tonnum af gulli sem þeir áttu. Spánverjar fóru ránshendi um auð- æfin og drápu Inkana með sverðum og pestum en þeir sem komust undan flúðu hærra upp í fjöllin.“ Farið í eitt dýpsta gljúfur heims „Eftir gönguna eftir Inkastígnum fórum við í aðrar göngur víðs vegar í Perú,“ segir Bjarni. „Við fórum m.a. niður í Colca Canyon, sem er annað dýpsta gljúfur heims, tæp- lega 3.300 metra djúpt. Þarna koma um 120.000 ferðamenn árlega. Við vorum þarna í þrjá daga og stopp- uðum af og til í smábæjum. Kondor sem er næststærsti fugl í heimi sést oft á flugi í gljúfrinu og hefur allt að 2,7 metra vænghaf. Við sáum nokkra slíka, reyndar nokkuð langt frá okkur en það var tignar- leg sjón eigi að síður. Við fórum í skoðunarferðir um höfuðborgina Lima. Þar búa níu milljónir manna og hún er þriðja stærsta borg Suð- ur-Ameríku á eftir Mexíkóborg og Sao Paulo í Brasilíu. Mannlífið er vissulega fjölbreytt, en nokkur fátækt. Landið er mjög auðugt að málmum eins og gulli, silfri og kopar. Nokkuð er um olíu og fiski- miðin innan lögsögu Perú eru gjöful, m.a. er þar mikil ansjósu- veiði. Vegna spillingar nýtur þjóðin ekki ávaxtanna eins og hún ætti að gera. Þessar náttúruauðlindir eru að mestu í eigu alþjóðlegra auðhringa sem gerðu langtímasamninga við yfirvöld og spilltir embættismenn tóku mikið til sín. Núverandi yfir- völd hafa verið að reyna að breyta þessu til hagsbóta fyrir almenning í landinu. Síðasta gönguleiðin var Santa Cruz. Ægifögur leið og stór- kostleg fjallasýn. Þar er fjallið Arte- sonraju sem er merki kvikmynda- framleiðandans Paramount Pict- ures.“ Bjarni segir að það að fara í svona fjallgöngur á framandi slóðir reyni oft meira á andlegu hliðina en þá líkamlegu. „Þú ert í allt öðrum aðstæðum en þú ert vanur á Íslandi. Þá reynir á að vera yfirvegaður og meta aðstæður hverju sinni.“ „Ég nýt þess að takast á við þessar áskoranir og vera í félagsskap við aðra göngumenn og er hvergi nærri hættur. Ég hætti að vinna fyrir einu og hálfu ári síðan og hef því góðan tíma fyrir útivistina og hlakka bara til næstu ferðar,“ sagði Bjarni Einar Gunnarsson að endingu. se/ Ljósm. aðsendar Bjarni lítur yfir Breiðamerkurjökul. Bjarni og eiginkona hans Olga Lárusdóttir ásamt barnabarni þeirra Sóley í Gjánni í Þjórsárdal. Toppfarahópur í Hvalfirði og eru Skagamennirnir Bjarni Einar og Ingólfur Hafsteinsson þeirra á meðal. Perú hópurinn í Punto Union skarðinu í Andesfjöllum. Landsmennt Styrkur þinn til náms Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • landsmennt@landsmennt.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.