Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Page 21

Skessuhorn - 17.08.2022, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 21 Sturluhátíð, tileinkuð Sturlu Þórðarsyni sagnaritara, var haldin um síðustu helgi, eftir tveggja ára hlé. Hófst hún á göngu um Staðar hól í Saurbæ, þar sem forn- leifafræðingarnir Guðrún Alda Gísladóttir og Birna Lárusdóttir sögðu frá þeim rannsóknum sem unnar hafa verið á staðnum. Um 110 manns tóku þátt í göngunni, sem er langt fram yfir væntingar skipuleggjara, en Sturlufélagið hélt hátíðina. Hvatamaður að bæði hátíð og félagi á sínum tíma var Svavar Gestsson heitinn, fyrrverandi ráðherra og sendiherra. Hans var minnst í dagskrá sem var í Tjarnarlundi. Vel á annað hund- rað manns mætti, fullsetið í sal og talsvert af fólki í hliðarsal. Einar K Guðfinnsson, fyrrverandi ráherra og formaður Sturlufélagsins setti hátíðina og minntist Svavars, en sagði einnig frá þeim fram- kvæmdum sem farið hafa fram á Staðarhóli og frekari áformum, m.a. um uppbyggingu áfanga- staðar, þar sem hægt er að ganga um hlaðið, fræðast um Sturlu með lesefni á skiltum og njóta útsýnis- ins í þessari fallegu sveit. Eftir erindi Einars sagði Guðrún Alda Gísladóttir stuttlega frá rann- sóknunum á Staðarhóli fyrir þá sem ekki tóku þátt í göngunni, en að því loknu ræddi Einar Kárason rithöfundur um sagnir og sagnastíl Sturlu og nýjustu rannsóknir og kenningar um höfunda Íslendinga- sagnanna. Ungt tónlistarfólk spil- aði nokkur lög í upphafi og lok viðburðarins, barnabörn Svavars Gestssonar; þau Una Torfadóttir sem söng og lék á gítar og Tumi Torfason sem lék á trompet. Sturlufélagið bauð upp á kaffi og kleinur í hléi og hélt síðan aðalfund sinn að hátíð lokinni, þar sem boðin voru velkomin í stjórnina nýir meðlimir, þau Guð- rún Ágústsdóttir ekkja Svavars og Björn Bjarki Þorsteinsson sveitar- stjóri. Fyrir í stjórn eru Einar K Guðfinnsson, Guðrún Nordal, Bergur Þorgeirsson, Einar Kára- son og Bjarnheiður Jóhannsdóttir. bj/ Ljósm. ekg. Landbúnaðarháskóli Íslands og sjö aðrir samstarfsháskólar í Evrópu hlutu nýverið styrk frá Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins að upphæð 6,83 milljónir evrur, eða um 960 milljónir íslenskra króna, til samstarfsnetsins UNIGreen (The Green European University). Hinir háskólarnir eru Háskólinn í Almeria á Spáni sem stýrir verk- efninu, Landbúnaðarháskólinn í Plovdiv í Búlgaríu, Tæknihá- skólinn í Coimbra í Portúgal, Paris Sup’Biotech í Frakklandi, Háskólinn í Modena og Reggio Emilia á Ítalíu, Háskólinn í Varsjá í Póllandi og Háskólinn í Liege í Belgíu. Undirbúningur að verkefnis- umsókninni hefur staðið yfir í nokkuð langan tíma og í febrúar sl. komu fulltrúar allra háskólanna saman í Brussel þar sem undirrit- aður var samningur milli háskól- anna um aukið samstarf á sviði landbúnaðar, lífvísinda og líftækni. Evrópsk háskólanet Frá því á Gautataborgarfundinum 2017 hefur Evrópusambandið lagt áherslu á að efla samstarf æðri menntastofnana í Evrópu. Evrópskum háskólanetum er ætlað að tengja saman háskóla í ólíkum löndum álfunnar og efla samstarf á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Markmiðið er að þróa nýjar leiðir fyrir kerfisbundið og langvarandi samstarf sem nær bæði þvert á landamæri og námsgreinar. Alls var 272 milljónum evra veitt til háskólanetanna að þessu sinni og hefur upphæðin aldrei verið hærri. Netin ná til 340 háskóla í 31 landi. Áður hefur Háskóli Íslands hlotið styrk vegna Aurora Alliance samstarfsnetsins. Landbúnaðar- háskóli Íslands er því annar íslenski háskólinn sem sameinast evrópska háskólanetinu. Efla á menntun, rannsóknir, nýsköpun og fleira Fram kemur í tilkynningu frá LbhÍ að þátttaka í samstarfsneti auki möguleikana á fjármögnun alþjóð- legra rannsókna- og nýsköpunar- verkefna og að koma upp og samnýta aðstöðu. „Samhliða á einnig að efla samstarf um nám og kennslu. Þannig opnast nýir möguleikar fyrir kennara og nem- endur háskólanna sem fá aukið úrval námskeiða, með aðstoð fjar- tækni þegar því verður við komið. Samstarfið leggur einnig áherslu á að auka gæði háskólastarfsins og styðja við stjórnsýslu háskól- anna. Þá mun UNIGreen stuðla að auknu samstarfi við atvinnulífið meðal annars með starfsþjálfun, nýjum þverfaglegum verkefnum og áherslu á samlegðaráhrif og þekkingar yfirfærslu.“ mm Síðastliðinn föstudag var síðasti dagur Vinnuskólans á Akranesi þetta sumarið enda skólar brátt að hefja vetrarstarfið. Af því tilefni var sprell og grill í skógræktinni sl. föstudagsmorgun eins og meðfylgj- andi myndir bera með sér, en þær sendi Jón Arnar Sverrisson garð- yrkjustjóri Skessuhorni. mm Fulltrúar þeirra átta menntastofnana sem hljóta styrkinn. LbhÍ og samstarfsskólar hljóta myndarlegan styrk Starfslok vinnuskólans á Akranesi Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Húsfyllir á Sturluhátíð í Saurbæ Fjölmenni var í Sögugöngu um Staðarhól í Saurbæ. Húsfyllir á Sturluhátíð í Saurbæ Una Torfadóttir og Tumi Torfason léku fyrir gesti Sturluhátíðar bæði frumsamin lög og lög annarra.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.