Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Qupperneq 26

Skessuhorn - 17.08.2022, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 202226 Pennagrein Við á Íslandi erum heppin að hafa þessi litlu snotru handverksbakarí í flestum þorpum landsins þar sem íbúar og aðrir gestir geta nálgast vörur sem unnar eru frá grunni á staðnum. Við í Geirabakaríi í Borgarnesi erum einmitt eitt af handverksbakaríum landsins. Nær allt unnið frá grunni í Geirabakaríi Við vitum vel að hægt er að reka bakaríin með mun meiri hagn- aði og minni starfsmannaveltu ef við bara verslum allar vörurnar tilbúnar eða forbakaðar eins og heildsölur eru að bjóða upp á. Sem dæmi má nefna að hægt er að kaupa steiktar frosnar pönnukökur, dón- uts og vínarbrauð af þeim sem er bara brotabrot af því sem hægt er fá tilbúið erlendis frá. Það er tíma- frekt að laga og baka vörurnar og þar kemur launakostnaður sterkur inn. Við þurfum að manna fleiri stöður og gerum það vel hérna í Geirabakaríi, við höfum verið heppin að halda okkar fólki til margra ára, sumarstarfsfólkið vinnur um helgar á veturna og svona rúllar þetta áfram ár eftir ár. Við erum stolt af vörunum okkar sem klárlega má sjá að eru hand- verksvörur sem ekki eru fram- leiddar með málbandi eða skornar í jafnar stærðir í vélum erlendis. Það sjá það flestir að handverks- bakarí eru ekki samkeppnishæf við til dæmis litlu bakaríin í stórmörk- uðunum sem rúlla á forbökuðum brauðum og bakkelsi, þar eru nær tilbúnar vörur settar frosnar í ofn- inn og búðin ylmar af nýbökuðum brauðum og bakkelsi. Stöndum vörð um íslenska framleiðslu! Við í Geirabakaríi erum stolt af því að titla okkur handverksbak- arí og viljum með þessari grein koma því á framfæri að við gerum allar vörur frá grunni að frátöldum dónutshringjunum. Telja má allt að 50 vörutegundir í búðinni á dag og er ein vara af því sem við ekki framleiðum frá grunni. Stöndum vörð um íslaneska framleiðslu! Jóhanna Erla Jónsdóttir Höfundur er rekstrarstjóri Geirabakarís í Borgarnesi. Handverksbakarí - eða erlent verksmiðjubakarí Söngkonan Jóna Margrét Guð- mundsdóttir gaf út sína fyrstu plötu á dögunum og ber hún nafnið Tímamót. Þegar Skessuhorn náði tali af Jónu Margréti var hún í kaffipásu í vinnunni en hún byrj- aði í sumar að vinna í skautsmiðju Norðuráls á Grundartanga. „Ég er að vinna í Norðuráli, í skautsmiðj- unni, og mér finnst það mjög skemmtilegt. Síðustu 7-8 ár hef ég verið að vinna sem þjónn á sumrin og nú langaði mig bara aðeins að breyta til. Ég byrjaði sem sumar- starfsmaður en ég ætla að vera hér alveg fram að áramótum, þá fer ég til Danmerkur í söngnám.“ Jóna Margrét mun taka þriggja mánaða söngprógram við danska skólann Complete Vocal Institute. „Þar er ég í rauninni að fara að læra um allt sem gerist í líkamanum þegar þú ert að syngja og hvernig þú getur beitt röddinni betur þegar þú syngur.“ Skipstjóri eða söngkona Jóna Margrét býr á Akranesi hjá foreldrum sínum og verður þar þangað til hún fer út til Danmerkur. Hún er nemi á tónlistarbraut við Menntaskólann á Akureyri og núna í haust ætlar hún að klára síð- ustu önnina í fjarnámi með vinnu og mun þá útskrifast þaðan í des- ember. „Sko, ég var í MA á raun- greinabraut því ég ætlaði að verða skipstjóri og var mjög áhugasöm um það. En svo breyttist það bara þegar ég kom í MA því það voru svo mörg skemmtileg tækifæri í skólanum. Þar er leiklistar- og tón- listarfélag og það kveikti rosalegan áhuga hjá mér þannig ég fór að spyrjast fyrir hvort það væri hægt að útskrifast á stúdentsbraut í tón- list í MA og það kom í ljós að það var bara vel hægt. Ég kláraði sem sagt allan grunn á raungreinabraut og tók svo alla auka áfanga á tón- listarbraut. Núna á ég eftir að klára einn áfanga í tónfræði og útskrifast svo um jólin.“ Alltaf syngjandi Dalirnir eiga stóran hlut í hjarta Jónu Margrétar, hún flutti þangað þegar hún var í 6. bekk í grunn- skóla og lauk grunnskólagöngunni þar. Hún segir að þar hafi verið lagður hornsteinninn að hennar tónlistarferli og þar lærði hún að koma fram. „Mamma segir að ég hafi byrjað að syngja áður en ég lærði að tala og ég hef einhvern veginn alltaf verið syngjandi. Það hefur verið draumur frá því ég var lítil að vera söngkona og geta lifað á því. Það var samt ekki fyrr en ég flutti í Búðardal að ég fór að æfa söng og þar steig ég fyrst á svið. Ólafur Rúnar Einarsson var söng- kennarinn minn í Búðardal og hann hjálpaði mér ótrúlega mikið og fékk mig til að þora að syngja fyrir framan aðra. Svo sagði hann mér til og sýndi mér hvernig ég átti að passa upp á raddböndin og fleira. Hann gaf mér í raun mjög dýrmæt verkfæri sem ég nýti mér enn í dag.“ Tímamót Platan Tímamót kom út 12. ágúst og hafði þá verið í smíðum í tvö ár. Platan inniheldur níu lög sem öll eru samin af Jónu Margréti sjálfri en með góðri aðstoð vina Jóna Margrét gefur út plötuna Tímamót og vandamanna. „Það koma mjög margir að þessari plötu og ég ætla ekki að taka heiðurinn af henni allri sjálf,“ segir Jóna og nefnir í kjölfarið að hún hafi haft mjög góða pródúsera sem hjálpuðu henni að útsetja lögin og mamma hennar og aðrir vinir hafi hjálpað henni með textagerð og lagasmíð. En af hverju að gefa út plötu? „Það var eiginlega bara hluti af skólaverkefni. Á tónlistarbrautinni fáum við mikið að velja verkefni sem við gerum; sumir gera tónlist í bíómyndir og aðrir gera nótna- bækur. Mig langaði að gera plötu þar sem eru fjölbreytt lög og ég fæ að prófa alls konar; mismunandi tilfinningar og mismunandi tón- listarsnið og tónlistarstíl. Í þessu ferli komst ég líka að því að ég geri ekki bara eina tegund af tón- list heldur ræður tilfinningin svo- lítið því sem ég geri hverju sinni. Á plötunni er allt frá ballöðu yfir í grjóthart klúbbalag.“ Uppáhaldslag Jónu Margrétar á plötunni er lagið Skák og mát. „Það fjallar um togstreituna í ástar sambandi sem er að verða komið á endastað, þar sem báðir einstaklingar eru að reyna að láta sambandið ganga en maður veit innst inni að það er ekki að fara að ganga.“ Brennur fyrir söng- og leiklist Hver eru framtíðarplön Jónu Mar- grétar? „Draumurinn er að fara til Danmerkur í söngskólann og koma svo heim og sækja um í LHÍ á leikara braut og svo bara halda áfram í þessu. Ég ætla að flytja suður og ég er með aðgang að stúd- íói þar svo þar mun ég bara skrifa og semja og halda áfram. Ég mun bara pakka mér inn í tónlist og leiklist.“ Jóna Margrét segist hafa valið leiklistarnám í LHÍ því hún getur ekki ákveðið hvort hún vilji verða leikari eða söngvari. „Ég ætla að byrja á söngnáminu því það er gott að hafa það á ferilskránni því það getur verið erfitt að komast inn á leiklistarbrautina. En það skemmti- legasta sem ég geri er að leika og vera í söngleikjum og ég brenn fyrir því.“ Föstudaginn 26. ágúst nk. mun Jóna Margrét koma fram á Vín- landssetrinu í Búðardal. Hún stígur á svið klukkan 21:00 og flytur lög af nýútgefinni plötu sinni, Tímamót. gbþ/ Ljósm. aðsendar Platan Tímamót. Útgáfutónleikar á Græna hattinum. Útgáfutónleikar á Græna hattinum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.