Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Qupperneq 29

Skessuhorn - 17.08.2022, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 29 Ólafsvík – miðvikudagur 17. ágúst Víkingur Ólafsvík leikur á móti Þrótti Reykjavík í 2. deild karla í knattspyrnu á Ólafsvíkurvelli og hefst viðureignin klukkan 18. Borgarnes – föstudagur 19. ágúst Sýningin Hennar voru spor lýkur í Safnahúsi Borgarbyggðar. Rif – laugardagur 20. ágúst Play for peace, tónleikar með úkra- ínskum tónlistarmanni kl. 20:30. Borgarnes – laugardagur 20. ágúst Art Studio Tour: Opið hús hjá lista- konunni Michelle Bird kl. 13-14. Akranes – laugardagur 20. ágúst ÍA mætir KÁ í 2. deild kvenna í knattspyrnu á Akranesvelli og hefst leikurinn klukkan 14. Akranes – sunnudagur 21. ágúst ÍA og ÍBV eigast við í Bestu deild karla í knattspyrnu á Akranesvelli og hefst leikurinn klukkan 17. Skrifstofuhúsnæði til leigu Tvær skrifstofur til leigu á besta stað í miðbæ Borgarness. Um er að ræða 15 og 16 m2 skrifstofur á annarri hæð að Borgarbraut 61. Leigunni fylgir aðgangur að sam- eiginlegu 13 m2 fundarherbergi með skjávarpa og fjarfundarbún- aði. Hægt er að leigja báðar skrif- stofurnar saman eða hvora um sig. Möguleiki á að tengjast ljós- leiðara. Húsgöng fylgja án endur- gjalds. Sameiginleg kaffistofa og salerni er á hæðinni. Nánari uppl. veitir Sigurbjörg í s: 898 9254, tölvupóstur landlinur@landlinur. is. Óska eftir sérbýli á Vesturlandi 38 ára kvikmyndagerðarmaður úr Búðardal óskar eftir sérbýli til að leigja á Vesturlandi. Er í Búðardal, en er að missa húsnæðið sökum sölu þess. Skilvís, reyklaus, djamm- laus, bý með kærustu og einum voffa. Flekklaust mannorð sem og greiðslusaga, getið sent mér póst á benni@diticeland.com. Kv. Benni Jóh úr Búðardal Óska eftir bíl Má vera keyrður upp í 150.000 km, helst VW, Skoda, Nissan eða Kia. Vel viðhaldinn. Til afhendingar í ágúst eða september. Verð max 800.000kr. 67dagny@gmail.com. ÓSKAST KEYPT Á döfinni Markaðstorg Vesturlands Smáauglýsingar LEIGUMARKAÐUR Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s . barnið! WWW.SKESSUHORN.IS Nýfæddir Vestlendingar 8. ágúst. Stúlka. Þyngd: 3.960 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Silja Sif Engilbertsdóttir og Ólafur Valur Valdimarsson, Akranesi. Ljós- móðir: Evelina Wennerbaeck. 8. ágúst. Stúlka. Þyngd: 3.144 gr. Lengd: 50,5 cm. Foreldrar: Aníka Sól Ólafsdóttir og Michael Péturs- son, Hrútafirði. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. 12. ágúst. Drengur. Þyngd: 4.248 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Bríet Ósk Magnúsdóttir og Vilhjálmur Karl Ingþórsson, Kópavogi. Ljós- móðir: Hafdís Rúnarsdóttir. 13. ágúst. Stúlka. Þyngd: 3.584 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Sylwia Weronika Chrobak og Matt- hías Fransisco Freysson, Reykja- vík. Ljósmóðir: Hafdís Rúnars- dóttir. Stúlkan hefur fengið nafnið Jasmin. 13. ágúst. Drengur. Þyngd: 3.734 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Sigrún Ósk Sigurvinsdóttir og Auðunn Hafdal Þorvarðarson, Akranesi. Ljósmóðir: Málfríður Stefanía Þórðardóttir. Drengurinn hefur fengið nafnið Þorvarður Ási Hafdal. Eitt af fyrstu skrefum okkar í verk- efnisstjórn brotthættra byggða í Dölum, var að efna til íbúaþings þar sem íbúar komu með innlegg til að nýta við þá vinnu sem framundan er. Íbúaþingið fór fram í lok mars og var vel mætt og jákvæð og góð þátttaka á þinginu. Í framhaldi af því voru teknar saman niðurstöður þingsins og unnið upp úr þeim til- laga að verkefnisáætlun, þar sem sett eru fram markmið fyrir næstu ár eða til ársins 2025. Þriðjudaginn 23. ágúst nk. kl 18.00, verður haldinn íbúafundur í Dalabúð, þar sem verkefnisáætlun verkefnisstjórnar verður kynnt, ásamt áherslum og tímarömmum verkefnanna framundan. Á íbúa- fundinum gefst kostur á að ræða áætlunina og koma með athugasemdir eða ábendingar og jafnvel leggja til aðra nálgun á þeim verkefnum sem við höfum listað upp. Það er mikilvægt fyrir okkur að þið, ágætu íbúar, sjáið ykkur fært að koma og taka þátt í þessum fundi, en með því móti þá fáum við í verk efnastjórninni orku til áfram- haldandi vinnu, að uppbyggilegum verkefnum. Eitt af því sem þátttaka í brot- hættum byggðum veitir okkur, er fjármagn til frumkvæðissjóðs. Það er fjármagn sem okkur íbúum stendur til boða til að vinna að verk efnum sem falla að megin- markmiðum þeim sem við erum að kynna á fundinum. Það geta allir búið til verkefni og sótt um en verkefnisstjórn fer yfir umsóknir og úthlutar til verkefnanna. Þessi sjóður verður starfandi til ársins 2025 og árlega verður boðið uppá að sækja um í hann. Fyrsta úthlutun verður í haust og er það von okkar að sá fjöldi hugmynda sem fram kom á íbúa- þinginu, muni að einhverju leyti komast í framkvæmd af okkur íbúum, því það er eitt af hlut- verkum verkefnisins - að skapa jarðveg fyrir okkur heimamenn til að koma okkar hugmyndum í verk, ein eða saman með öðrum. DalaAuður var það nafn sem var valið á verkefnið í lok íbúaþings- ins síðastliðið vor og því er það svo að héðan í frá munum við ekki tala um brothætta byggð, heldur DalaAuðinn og byggð í sókn. Hlökkum til að sjá ykkur; Þor- grímur og Bjarnheiður, fulltrúar íbúa í verkefnisstjórn DalaAuðs. -fréttatilkynning Lífið er ljúft. Ljósm. úr safni Skessuhorn/sm DalaAuður - áætlun um árangurs- ríkar aðgerðir til aukinnar velsældar Boðað til íbúafundar í Dölum næstkomandi þriðjudag

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.